Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Ágúst Ingi Jónsson Kristján Jónsson Strandveiðum er lokið á vestursvæði í maímánuði, það er frá Arnarstapa vestur í Súðavík. Veiðidagarnir í mán- uðinum urðu því aðeins sex talsins, en ætla má að afla- verðmæti þeirra sem lönduðu leyfilegum dagskammti alla sex dagana geti hafa losað eina milljón króna. Sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti í gær að veiðar á svæðinu væru bannaðar frá og með mánudegi 14. maí og er byggt á upplýsingum og áætlunum Fiskistofu um landaðan afla. Langflestir bátar gera út á vestursvæðinu eða 225 af þeim 495 bátum sem fengið hafa leyfi til strandveiða. Samkvæmt upplýsingum um afla á vef Fiskistofu var á svæðinu búið að skrá 634 tonn, en leyfi- legt var að veiða 715 tonn í mánuðinum. Næstflestir bátar róa á D-svæði frá Höfn til Borg- arbyggðar, 124 talsins og eru þeir um það bil hálfnaðir með mánaðarskammtinn. Á norður- og austursvæði eiga strandveiðisjómenn mun lengra í að ná skammtinum. 72 bátar gera út á B-svæði frá Ströndum að Grenivík og 74 á C-svæði frá Húsavík að Djúpavogi. Búast má við að strandveiðibátum fjölgi þegar kemur fram í júní og grá- sleppuvertíð er að baki. Stutt á miðin á vorin Stutt er núna á miðin, frá korteri upp í klukkutíma, hjá Jóni Einarssyni sem gerir út þriggja tonna trillu, Sól- rúnu, frá Hellissandi. Jón segir að þegar líði á sumarið þurfi þó að sækja talsvert lengra, á Flákann og víðar. Hann er einn á og með þrjár rúllur sem hann segir lítið mál fyrir vana menn en hann hefur stundað sjóinn í 35 ár. „Þetta hefur gengið vel en auðvitað misjafnlega hjá mönnum, reyndar hefur fiskiríið eitthvað minnkað á heimaslóðinni, miðað við það sem það var fyrst,“ segir Jón. „En þetta er vænn fiskur, mest þorskur, 4-10 kíló. “ Sex daga úthald á strandveiðum í maí Morgunblaðið/Alfons Mörg handtök Skammtinum hefur verið náð í á vestursvæði í maí. Tími gefst því til að dytta að bátum og tækjum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verulegar breytingar verða á hvern- ig staðið verður að lánveitingum til einstaklinga ef frumvarp um neyt- endalán verður lögfest í vor en með því er innleidd tilskipun Evrópusam- bandsins. Nær það ekki einungis yf- ir svonefnd neytendalán heldur einnig fasteignalán og smálánastarf- semi. Markmiðið er að tryggja neyt- endavernd og mun það leggja aukn- ar kröfur á lánveitendur og skylt verður að gera lánshæfismat og greiðslumat áður en lán eru af- greidd. Flestir sem skilað hafa efna- hags- og viðskiptanefnd umsögnum um frumvarpið telja að í því felist mikil réttarbót fyrir neytendur. Fjármálaeftirlitið bendir þó á að gera megi ráð fyrir að vextir og lán- tökukostnaður hækki til skamms tíma vegna aukinnar upplýsinga- gjafar til lántaka. Vilja að lán Íbúðalánasjóðs verði undanþegin lögunum Íbúðalánasjóður telur hins vegar að lán sjóðsins ættu að vera und- anþegin lögunum. Í svari við fyrir- spurn blaðsins bendir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri lögfræði- sviðs ÍLS, á að skv. lögum setji stjórn ÍLS reglur um mat á greiðslu- getu og lánshæfi. „Stjórnin hefur sett slíkar reglur og segja má að núverandi greiðslu- mat sjóðsins innihaldi bæði lánshæf- ismat og greiðslumat í skilningi frumvarps til laga um neytendalán. Verði frumvarpið að lögum og látið ná til lána Íbúðalanasjóðs, myndi forræði þessarar reglusetningar færast til ráðherra,“ segir hún. Þetta geti orkað tvímælis þar sem ÍLS er tæki stjórnvalda til þess að ná fram stefnu stjórnvalda í hús- næðismálum. „Þannig kunna áherslur stjórnvalda að vera aðrar og félagslegri en almennt gengur og gerist við lánveitingar og því eðlilegt að reglur um lánshæfi og greiðslu- getu séu á forræði sjóðsins eða þá þess ráðherra sem hann heyrir und- ir. Með hliðsjón af þeirri sérstöðu telur Íbúðalánasjóður að lán sjóðs- ins ættu að vera undanþegin ákvæð- um laganna, enda mun strangari kröfur gerðar til Íbúðalánasjóðs sem stjórnvalds sem lánveitenda og rétt- arstaða viðskiptavina m.a. tryggð með ákvæðum stjórnsýslulaga.“ Greiðslumat ÍLS fer að mestu fram rafrænt á vef sjóðsins. Gunn- hildur segir ljóst að því meiri kröfur sem eru gerðar til gagnaöflunar og sönnunar í greiðslumati, því lengri tíma taki að vinna það. Fá færri lán vegna strangari krafna við lánshæfismat? Að sögn hennar hefur nokkur um- ræða verið á vettvangi fasteignalán- veitenda í Evrópu um áskilnað um greiðslu og lánshæfismat skv. fast- eignaveðlánatilskipun ESB en þar eru gerðar nokkuð strangar reglur til lánveitenda um mat á lánshæfi og greiðslugetu. Það hafi ekki tekið gildi, m.a. vegna gagnrýni fagaðila á þetta ákvæði. „Þeir hafa haldið því fram að kröf- urnar séu svo strangar að þær muni leiða til þess að mun færri fái lán þar sem lánveitendur eigi á hættu að geta ekki beitt vanefndaúrræðum nema þeir geti sýnt fram á með gögnum að greiðslumatið/lánshæfis- matið hafi verið nægilega ýtarlegt fyrir lánveitingu og að ekki hafi ver- ið með neinu móti unnt að sjá fyrir að greiðslufall kynni að verða. Rétt er þó að taka fram að þarna er um að ræða sérreglur sniðnar að fasteignaveðlánum en ákvæði frum- varps til laga um neytendavernd eru einkum sniðin að neytendalánum, þ.e. lánum til skemmri tíma til kaupa á vöru og þjónustu. Fasteignalán eru yfirleitt ekki talin til neytendalána þótt ákveðið hafi verið að fella þau undir þau hér á landi,“ segir í svari Gunnhildar. Réttarbót en strangara mat á lánshæfi  Vextir gætu hækkað að mati FME Morgunblaðið/Ómar Hús Stjórn ÍLS setur reglur um mat á greiðslugetu og lánshæfi skv. lögum. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hagsmunaaðilar í atvinnulífinu gagnrýna harðlega ákvæði í frum- varpi ríkisstjórnarinnar um breyt- ingu á lögum um gjaldeyrismál þar sem Seðlabankinn fær mjög víðtæk- ar eftirlitsheimildir. Sigrún Jóhann- esdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umfangsmikil gagnaöflun vegna gjaldeyriseftirlitsins sé mikið áhyggjuefni. Persónuvernd mun eft- ir helgina skila efnahags- og við- skiptanefnd umsögn um frumvarpið. Steingrímur J. Sigfússon, ráð- herra efnahags- og viðskiptamála, segir rétt að halda því til haga að frumvarpið sé að uppistöðu til um rýmkun á gjaldeyrishöftunum. En að sjálfsögðu verði farið yfir málin. „Það er út af fyrir sig rétt að það er verið að styrkja svolítið eftir- litshlutverk Seðlabankans og tæki hans,“ segir Steingrímur. „Það má alltaf deila um það hvar eigi að draga mörkin. En ég minni á mikilvægi þess að meðan við neyðumst til þess að hafa einhverjar takmarkanir á fjármagnshreyfingum er það náttúr- lega íþyngjandi og þá er ákaflega mikilvægt að allir sitji við sama borð, að enginn komist upp með að fara fram hjá þeim. Það væri ósanngjarnt gagnvart hinum sem virða lögin og fara að reglunum.“ Mikilvægt að enginn fari fram hjá reglunum  Ráðherra segir mikilvægt að Seðlabanki hafi öflug tæki Nær ótakmörkuð heimild » Í umsögn Kauphallarinnar segir að verið sé að veita Seðlabankanum nær ótak- markaða heimild til afskipta af einstaklingum og fyrirtækjum. » Ákvarðanir um aðgang að gögnum verði ekki háðar dóm- araúrskurði. » Samtök atvinnulífsins mót- mæla harðlega þreföldun á há- marki sekta sem leggja megi á vegna brota á gjaldeyrislögum. Embætti ríkissaksóknara hefur sem kunnugt er staðfest ákvörðun sér- staks saksóknara um að fella niður rannsókn máls gegn fyrirtæki Heið- ars Más Guðjónssonar fjárfestis, Ur- sus ehf. Seðlabankinn kærði fyrir- tækið 2010 fyrir gjaldeyrislagabrot. Bankinn var ósáttur og fór fram á fund með ríkissaksóknara vegna þessa úrskurðar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði í viðtali við RÚV í gær að at- hugasemdir Seðlabankans myndu í engu breyta niðurstöðu embættisins. Ekki væri tekið við tilmælum frá öðrum embættum en sjálfsagt að hlusta á sjónarmið bankans. Seðlabankinn segist í tilkynningu ekki hafa farið fram á endurupptöku málsins og ekki reynt með öðrum hætti að hafa áhrif á störf embættis ríkissaksóknara. „Hins vegar telur Seðlabankinn að í röksemdafærslu vararíkissaksóknara fyrir afstöðu sinni komi fram grundvall- armisskilningur varðandi eðli fjármagnshreyfinga og fram- kvæmd gjaldeyrishafta, enda um flókið sérfræðimálefni að ræða. Yrði þessi rökstuðningur viðurkenndur hefði það veruleg áhrif á fram- kvæmd gjaldeyrishafta og önnur mál.“ Bankinn hafi óskað eftir fundi með Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkis- saksóknara til að fara yfir röksemdir vararíkissaksóknara. kjon@mbl.is Banki ósáttur við saksóknara  SÍ segist ekki reyna að blanda sér í störf embættisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.