Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 14
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þrátt fyrir að svalt hafi verið í veðri
undanfarið hafa margir veiðimenn
skundað á Þingvöll og reynt að setja í
urriða í vatninu, en það þykir sérlega
vænlegt í ljósaskiptunum á þessum
tíma árs þegar urriðinn leitar upp á
grunnið. Margir munu hafa haft
heppnina með sér og sumir sett í
verulega væna og sprettharða fiska.
Einn þeirra er hinn sænsk-pólski Mi-
kal Wajtas sem starfaði hér um tíma
fyrir nokkrum árum og sneri nú aft-
ur ásamt félaga sínum til að reyna að
setja í þá stóru í Þingvallavatni. Það
tókst heldur betur því Wajtas setti í
og landaði 9,2 kílóa urriðatrölli, nær
19 punda fiski, og sleppti honum aft-
ur eftir myndatöku. Þeir félagar
náðu fleiri fallegum fiskum og hyggj-
ast snúa aftur næsta vor, jafnvel
ásamt fleiri félögum.
Þrátt fyrir að flestir veiðimenn
gangi vel um þjóðgarðinn og skilji
ekkert eftir annað en sporin sín, eins
og vera ber, þá er misjafn sauður í
mörgu fé. Bannað er að beita makríl
eða nota á agnið olíudrullu sem kann
að laða fiskinn að, en á fréttavefnum
Votnogveidi.is segir frá mönnum sem
voru að veiða í vatninu og fengu þrjá
fiska en forvitnuðust um það hjá ná-
lægum veiðimönnum, sem veiddu
fleiri og stærri, hvaða agni þeir
beittu. Þeir köstuðu spún, sem er
leyfilegt, en á „þríkrækjunni var
makrílbiti og auk þess dýfðu þeir
spúninum í blöndu af mörðum makríl
og olíu sem hafði legið í miklum hita í
2-3 daga“. Ef veiðimenn grunar að
einhverjir brjóti reglurnar í þessari
þjóðarparadís ættu þeir ekki að hika
við að láta landverði vita.
Frábær veiði fyrstu vaktina
„Þetta var ævintýri,“ segir Friðrik
Guðmundsson en hann var einn átta
manna í veiðifélaginu Kipp sem hófu
veiðina í Flóðinu í Grenlæk í vikunni.
Á tveimur veiðidögum lentu þeir í
sannkölluðu moki og lönduðu 215
fiskum. Mest var það niður-
göngusjóbirtingur, sem var öllum
sleppt, en einnig veiddust tveir stað-
bundnir urriðar og nokkrir geldbirt-
ingar og var eitthvað af þeim fiski
tekið í soðið.
„Sérstaklega var frábær veiði
fyrsta hálfa daginn því þá var alls
staðar fiskur og alls staðar taka. Við
vorum tveir við Trektina og fengum
45 fiska fyrsta einn og hálfan tím-
ann,“ segir hann. Alls veiddu fé-
lagarnir um 150 fiska á fyrstu vakt-
inni.Takan datt talsvert niður á heila
deginum en glæddist að nýju síðasta
morguninn.
Þetta er sjötta árið sem Kippur er
með Flóðið. „Þetta var langbesta
opnunin. Við vorum með um 160
fiska í fyrra.
Ég veiði bara á Flæðarmús þarna
á vorin, mætti með fimm og þær voru
allar ónýtar í lokin. En sjálfsagt hefði
verið sama hvað ég setti undir, takan
var þannig.“
Stærsta fiskinn veiddi Víðir Guð-
jónsson og var hann áætlaður 15
pund þegar honum var landað eftir
talsverð tog.
„Við bíðum allir eftir að hitta hann
ennþá þyngri aftur í haust,“ segir
Friðrik.
Veiðimenn sem voru í Tungulæk í
Landbroti, rétt fyrir norðan Gren-
læk, veiddu ágætlega um síðustu
helgi og í upphafi vikunnar. Menn
sögðu mest af fiskinum þó ekki taka í
læknum sjálfum heldur í vatnaskil-
unum úti í Skaftá; þar tóku allt að 80
cm langir birtingar flugur veiði-
manna sem fengu alls 16 fiska á ein-
um degi.
„Þeir veiða sem mæta“
Veiðin hefur verið mjög góð í
Litluá í Kelduhverfi í vor, þrátt fyrir
langvarandi kulda, en áin er líka
óvenjulega heit. Að sögn Sturlu Sig-
tryggssonar í Keldunesi hefur dregið
úr veiðinni síðustu vikur, vegna þess
að ástundunin hefur verið minni en
fyrstu vikurnar. „Þeir veiða sem
mæta, menn fengu til að mynda átján
í gær,“ segir hann og bætir við að
bæði sé um að ræða sjóbirting og
staðbundinn urriða.
Í fyrra var í fyrsta skipti leyft að
veiða á stöng í Skjálftavatni, sem
Litlaá rennur úr, og veiddust um 250
fiskar eftir að veiðin þar hófst 20. júlí.
„Nú geta veiðimenn í ánni því líka
veitt í vatninu og er mjög góð veiði-
von þar,“ segir Sturla en stöngum á
svæðinu hefur ekki verið fjölgað
þrátt fyrir þessa breytingu, en veitt
er á fimm stangir.
Kunnugir segja ásókn í Brúará
hafa verið minni í vor en oft áður,
þótt þeir sem reyna við silunginn í
ánni snúi oft heim með ágætan afla.
Veiðimaður sem er með bústað við
Fullsæl, sem rennur í Brúará norðan
við Reyki, lætur vel af veiðinni í vor,
enda hefur hann veitt fallega og vel
haldna urriða í læknum.
„Þetta var langbesta opnunin“
215 veiddust á fyrstu vöktunum í Flóðinu í Grenlæk Urriðatröll veiðist í Þingvallavatni
Vaxandi ásókn í urriðann í vatninu Misheiðarlegir veiðimenn á bakkanum í þjóðgarðinum
Urriðatröll Mikal Wajtas með tæplega 19 punda urriða sem hann veiddi í Þingvallavatni á dögunum og sleppti að myndatöku lokinni.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Skapaðu góðar minningar
með teppi frá Belakos
Öll teppin sem við bjóðum eru afrafmögnuð,
ofnæmisprófuð og með óhreinindavörn.
Erum einnig með vönduð teppi á stigahús.
Skrifað var í gær undir samkomulag
um sameiginlegt markaðsátak sem á
að hvetja landsmenn til ferðalaga
innanlands.
Að samkomulaginu standa Ferða-
málastofa, markaðsstofur allra
landshluta og Ferðaþjónusta bænda.
Verkefninu er ætlað að skila mun
betri nýtingu fjármuna og markviss-
ari markaðssetningu öllum aðilum í
ferðaþjónustu til heilla.
„Íslendingar ættu hiklaust að
leyfa sér að vera ferðamenn á Íslandi
og greiða fyrir þjónustu og afþrey-
ingu, fá leiðsögn um okkar einstæðu
náttúru- og menningarminjar, panta
gistingu og kaupa góðan mat,“ er
haft eftir Ólöfu Ýri Atladóttur ferða-
málastjóra í tilkynningu.
Ólöf segir einnig að Ísland sé
kraumandi af spennandi ævintýrum
fyrir alla fjölskylduna. „Hér heima
er hægt að upplifa svo margt sem er
alveg einstakt á heimsvísu.“
Átakið mun standa næstu þrjú ár-
in og í sumar verður nýtt vefsvæði
undir formerkjum herferðarinnar
opnað.
Morgunblaðið/Ómar
Markaðsátak Skrifað undir samkomulag um markaðsátak sem á að hvetja
Íslendinga til að ferðast innanlands á þessu ári.
Íslendingar hvattir til
ferðalaga innanlands
Markaðsátaki hleypt af stokkunum