Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 30. apríl var spiluð síðasta umferð Siglufjarðarmótsins í sveitakeppni. Til leiks mættu 11 sveitir og voru spilaðir tveir leikir á kvöldi, allir við alla, tvöföld um- ferð. Hart var sótt að Siglunesjaxlinum Hreini Magnússyni og hans sveit- arfélögum á lokasprettinum. Eins og áður hefur komið fram í frétta- pistlum frá félaginu var Hreinn og hans sveitarfélagar að verja titilinn í áttunda sinn í röð, eða allt frá árinu 2005. Með Hreini í sveit eru þeir Friðfinnur Hauksson og Anton og Bogi Sigurbjörnssynir. Lokaúrslit urðu annars þessi: Sv. Hreins Magnússonar 423 Sv. Ingvars Páls Jóhannssonar Dalvík 417 Sv. Guðlaugar Márusdóttur 407 Sv. Hákonar Sigmundssonar Dalvík 389 Spiluð voru forgefin spil og var Butler-staða efstu spilara þessi: Anton Sigurbjörnsson 1,45 Bogi Sigurbjörnsson 1,43 Ólafur Jónsson 1,11 Jóhannes Jónsson 1,10 Hákon Sigmundsson 1,10 Hreinn Magnússon 1,06 Nú stendur yfir síðasta mót fyrir sumarhlé, Tunnumótið tveggja kvölda tvímenningur, þar sem spil- uð eru forgefin spil. Vegleg verlaun sem gefin eru af eiganda, Tunnan-prentþjónusta ehf., eru í boði. Eftir fyrri umferð er staða efstu para þessi: Anton Sigurbjss. – Bogi Sigurbjörnss. 59,6 Jón T. Jökulsson – Ingvar P. Jóhannss. 58,9 Smári Víglundss. – Marinó Steinarss. 58,3 Sæmundur Anders. – Gústaf Þórarinss. 57,8 Hákon Sigmundss. – Jóhannes Jónss. 56,0 Sigurbj. Þorgeirss. – Þorsteinn Ásgeirss. 54,7 Miðvikudaginn 16. maí verður haldið veglegt lókahóf á Allanum, þar sem veitt verður ríkulega í mat og drykk í boði stjórnar. Þar verða veitt verðlaun fyrir mót vetrarins, auk þess sem bronsmeist- ari tímabilsins verður sérstaklega heiðraður, samkvæmt hefð, auk þess að verða krýndur sem besti spilari félagsins. Nú þegar aðeins eitt spilakvöld er eftir er augljóst að þá nafnbót hlýtur Anton Sigurbjörnsson sem hefur spilað frábærlega vel á tímabilinu. Bronsstigsstaða efstu spilara í lok vetrar er þessi: Anton Sigurbjörnsson 442 stig Bogi Sigurbjörnsson 430 stig Jón Tryggvi Jökulsson 332 stig Ólafur Jónsson 330 stig Hreinn Magnússon 304 stig Stjórn Bridgefélags Siglufjarðar sendir öllum bridsspilurum bestu sumarkveðjur. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið þriggja kvölda tví- menningskeppni þar sem Unnar og Hulda sigruðu með yfirburðum. Úr- slit urðu þessi: Hulda Hjálmarsd. – Unnar A. Guðmss. 812 Daníel Halldórss. – Jón Sigtryggsson 738 Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss. 736 Snorri Markúss. – Ari Gunnarsson 725 Garðar V. Jónss. – Sigurjón Ú. Guðmss. 713 Sunnudaginn 6.5. var spilað á 10 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Hulda Hjálmarsd. – Unnar A. Guðmss. 271 Jón Sigtryggss. – Daníel Halldórsson 269 Jórunn Kristinsd. – Stefán Óskarsson 242 Austur-Vestur: Oddur Hanness. – Árni Hannesson 262 Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss. 243 Snorri Markúss. – Ari Gunnarsson 238 Þetta var síðasta spilakvöldið hjá okkur á þessu vori. Við byrjum aft- ur að spila sunnudaginn 16.9. Við óskum öllum bridsspilurum gleði- legs sumars og vonumst til að sjá sem flesta við spilaborðið í haust. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan 19. Vaðandi slemmur í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gull- smára mánudaginn 7. maí. Úrslit í N/S: Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 316 Guðrún Gestsd. – Lilja Kristjánsd. 311 Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórss. 306 Birgir Ísleifsson – Jóhann Ólafss. 292 Halldór Jónsson – Jón Hanness. 284 A/V Gunnar Alexanderss. – Elís Helgas. 336 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 322 Ármann J. Láruss. – Guðl. Nielsen 314 Elís Kristjánss. – Þorsteinn Laufdal 299 Anna Hauksd. – Magnús Marteinsson 292 Athyglisvert var að í 30 spilum sem spiluð voru unnust 12 slemmu- spil í báðar áttir. Fjörlegt það. Sextíu spilarar í Gullsmára Spilað var á 15 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 10. maí. Úrslit í N/S: Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss.339 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 319 Gróa Jónatansd. - Kristm. Halldórss. 302 Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 287 Díana Kristjánsd. - Ari Þórðarson 285 A/V: Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 307 Ármann J. Láruss. - Guðl. Nielsen 305 Sigurður Björnss. - Stefán Friðbjarnars. 292 Oddur Jónsson - Haukur Guðbjartss. 290 Stefán Ólafsson - Helgi Sigurðss. 285 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 10. maí. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N-S: Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 266 Helgi Hallgrímss. - Ægir Ferdinandss. 266 Siguróli Jóhannss. - Ágúst Þorsteinss. 243 Ólafur Theodórs - Björn E. Péturss. 228 Árangur A-V: Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 294 Sigurjón Helgas. - Helgi Samúelss. 280 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 251 Jórunn Kristinsd. - Sigrún Andrews 239 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bréf til blaðsins S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 lau. 10-18, sun. 12-18 SUMMER fellikollur nú 995,- CHAIR Fellikollur. H46 cm. 1.495,- NÚ 995,- Sumar Litir: tilboð Fyrirsögnin er þýðing úr latínu: „Natura simpla est“, máli mennta- manna fyrrum, og höfð eftir Isaac Newton, hinum mikla eðlisfræðingi og stærðfræðingi en mætti líka þýða á íslensku að náttúran sé einföld. Newton fann alheims- lögmál um þyngdaraflið. En það er um það hvernig allir hlut- ir með massa í al- heiminum toga hver í annan. Þá er aflfræðin einnig komin frá honum auk þess sem hann varð að þróa stærðfræði sem var þá ekki til til þess að reikna lögmál sín. Téð afl- fræði er undirstaða vélvæðingar vorra tíma. Oft hefur verið álitið að skynsem- in eða vitið sé bara aðalsmerki homo sapiens eða nútímamannsins en allt bendir til þess að allt lifandi sé gætt skynsemi í einni eða annarri mynd. Skynsemin er lífefnafræðilegt ferli eða lífefnahvarf og nauðsynleg jafnt minnstu lífverum eins og einfrum- ungum sem og fjölfrumungum eins og manninum sem er líklega flókn- asta lífveran og ein sú yngsta sem þróaðist á jörðinni. Á tímum Newtons, fyrir um 3 öld- um, var ekkert vitað um margt af því sem við vitum í dag. Ef rétt skil- ið þá snýst okkar litla jörð um sjálfa sig á einum sólarhring og um sólina á rúmu ári, en sólkerfið er á hring- ferð í Vetrarbrautinni og hefur sólin farið um 23 hringi frá því hún varð til. Sjálf Vetrarbrautin er síðan í fríu falli, líklegast í hring. Þessi hraði og kraftar sem virka í alheim- inum gera flest kúlulaga, jarðhnetti og stjörnur. Það að Newton gat skýrt hvernig alheimurinn héldist saman var meiriháttar afrek. En skyldi þá ekki líka vöxtur, endurnýj- un og viðhald lífveranna sem hlýtur að byggjast á skynsemi við öflun matar til að vinna úr honum orku til vaxtar og stöðugrar endurnýjunar efna lífveranna og þeirra sjálfra vera á sama hátt í rauninni einfald- ara en margur hyggur? Er ég starfaði í Norsk Hydro hlustaði ég á fyrirlestur fyrir okkur starfsmennina. Fyrirlesarinn hafði haft með mataræði norsku íþrótta- mannanna að gera er vetrarólymp- íuleikarnir voru í Lillehammer um árið en Norðmenn unnu þá fleiri gull, silfur og brons samanlagt en nokkur önnur þjóð. Hann hélt því fram að mataræðið væri lykillinn að velgengni í íþróttum og námi. Sagði hann frá tilraun með tossabekk í skóla í stórbæ einum í Noregi, en hún fólst í því að gefa nemendunum morgunmat í skólanum. Téður tossabekkur varð hæstur um vorið af fleiri sambærilegum bekkjum. Þetta var túlkað á þann veg að holl- ur morgunmatur hafi líka áhrif á gáfnafarið til hins betra, nokkuð sem má skilja út frá efnafræði lík- amans. Fyrir okkur mannskepnurnar er því morgunmaturinn gífurlega mik- ilvægur eftir föstu alla nóttin enda heitir morgunmatur „breakfast“ á ensku, það að rjúfa föstuna. Þetta bendir til þess að efnaskipti okkar séu háð matarvenjum og erfð gegn- um þróunina. Líkaminn starfar bara ekki á fullu ef eitthvað vantar af allt að 100 efnum sem hann þarfnast fyrir efnaskiptin. Við manneskj- urnar þurfum því bara að nota vit okkar eða skynsemi til að velja þau hollu efni sem líkaminn þarfnast í sem réttustu magni og neyta þeirra reglulega. Svo einfalt er þetta frá náttúrunnar hendi að því er virðist! PÁLMI STEFÁNSSON, efnaverkfræðingur. Náttúran er ekki flókin Frá Pálma Stefánssyni Pálmi Stefánsson Ísland er land mitt. Þar sem enginn stjórnmálamaður virðist ætla að mótmæla sölunni (leigunni) á Gríms- stöðum, en ætla heldur allir að fljóta sofandi að feigðarósi, ætla ég að draga upp framtíðarmynd fyrir ykk- ur. Kínverjar koma til þess að vera. Það verður gerður flugvöllur, og þeir munu byggja íbúðarhús fyrir sitt kínverska starfsfólk, í stuttu máli, þeir munu stofna ríki í ríkinu. Þjóðin getur kvatt Grímsstaði, því það verður of seint að gráta og mót- mæla eftir að þeir eru sestir að. Þeir munu rústa lífríki Grímsstaða með veiðum á fuglum og öðrum dýrum sem kynnu að ráfa þar inn, og síðan er það norðurleiðin með öllu sínu. Þið munuð ekki geta stýrt þeim. Gömul íslensk spá segir að við munum tapa sjálfstæði okkar og verða aftur fátæk þjóð. Ég hef hugleitt hvort núverandi stjórnvöld séu að stíga fyrstu skrefin í þá átt. Þið viljið rústa kvótakerfinu, þið talið niður bændurna okkar, sem fæða okkur, og þið talið aldrei um verkafólk. Síðan þetta, að hleypa inn á þjóðina fólki sem fer sínar eigin leiðir. Kínverjar notfæra sér græðgi Vesturlanda og Bandaríkjanna og nóg er af henni hér, en einnig á hinn bóginn eymd og fátækt. Þeir hafa mikið sest að í Serbíu, og komu þangað í stríðslok. Þetta er löngu ákveðin stefna hjá þeim og þið skulið ekki halda að þeir beri nokkra virð- ingu eða vinarhug til okkar né nokk- urra annarra. Ég vil ekki að barna- börnin og barnabarnabörnin mín þurfi að kljást við þá. Engin þjóð lætur þeim eftir land af fúsum og frjálsum vilja, nema óvitur græðg- isöfl á Íslandi og auðvitað er samn- ingurinn trúnaðarmál. Þið eruð að semja niður fyrir ykkur. Steingrímur J. Sigfússon, talaðir þú ekki gegn NATO og hernum? Mikið óskaplega ert þú, maður minn, búinn að tala í marga hringi. Oddný G. Harðardóttir og Katrín Júlíus- dóttir, eigið þið ekki börn? Hugsið til framtíðar. Ég þakka þeim sem hafa hringt til mín og lýst sömu áhyggjum og ég hef. Megi landvættirnar nú varðveita land og þjóð. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Lokaviðvörun Frá Stefaníu Jónasdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.