Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 28. apríl – 13. maí Ole Ahlberg Pétur Gautur Síðasta sýningarhelgi Ný málverk 28. apríl – 13. maí Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Listmunauppboð Myndlist til 29. maí Bækur til 27. maí Hljómplötur til 13. maí Vefuppboð Vorbingó Alþjóðlegu barnahjálp- arinnar verður í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36 í Reykjavík, á sunnudaginn klukkan 16. Fram kemur í tilkynningu að ágóðinn renni til munaðarlausra barna í Austur-Kongó. Bingó fyrir barnahjálp Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum tryggt okkur sæti í röð- inni hjá nokkrum framleiðendum þegar þeir koma með nýja rafbíla á markað. Þegar frumvarpið um breytingar á virðisaukaskattslög- unum um niðurfellingu hluta virðis- aukaskattsins af hreinorkubílum hefur verið samþykkt mun rekstrar- grundvöllurinn skýrast. Þegar það gerist getum við lagt fram pantanir og þá kemur í ljós hvað við fáum mikið af bílum,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Northern Lights Energy, um fyrirhugaðan innflutn- ing á rafbílum á næstu misserum. Í gegnum tíðina hafa ýmis áform um innflutning á rafbílum ekki gengið eftir og hefur það orðið vatn á myllu þeirra sem telja hug- myndir um rafbílavæðingu íslenska bílaflotans óraunhæfar. Eru orðnir samkeppnishæfir Gísli blæs á slíkar efasemdir og bendir á að rafbílar séu orðnir það fullkomnir og drægnin orðin það góð að þeir séu orðnir samkeppn- ishæfir við suma bensín- og dísilbíla. „Við bindum vonir við að geta flutt inn 100 rafbíla áður en skól- arnir byrja í september. Á næsta ári teldum við svo gott að geta selt hér 300 rafbíla. Við viljum hins vegar ekki spá fyrir um söluna árið 2014. Hvað varðar einstakar tegundir höf- um við tryggt okkur 100 rafbíla af gerðinni Reva NXR og auk þess aðrar tegundir sem við munum til- kynna síðar. Sá bíll verður sam- keppnishæfur við aðra smábíla en við vonumst til að geta boðið hann á 3-3,5 milljónir kr. Drægnin er allt að 160 km og ætti bíllinn því að nýtast einstaklingum og fyrirtækjum.“ Munu sjá um allt viðhald Að sögn Gísla mun fyrirtækið Even sjá um söluna, eða réttara sagt leiguna, þar sem rafbílarnir verða leigðir, til dæmis til 60 mán- aða, gegn útborgun og fastri mán- aðarleigu. „Það þarf að leggja fram útborgun. Síðan tekur við greiðsla á hverjum mánuði sem ætti að vera svipuð og útgjöld til bensín- og dísil- kaupa í dag. Miðað við fimm ára leigusamning erum við að horfa á 40.000 til 60.000 krónur á mánuði. Það fer eftir viðtökunum hversu góð kjör við getum veitt og hversu há útborgun er í hverju tilviki. Við er- um að bjóða fólki aðgang að öku- tæki sem við sjáum um allt viðhald á. Við afhendum bíl, orku og hleðslulausn. Það fylgir allt í pakk- anum. Við setjum upp hleðslustaur fyrir viðskiptavini og verður lausnin löguð að hverjum og einum. Þá er ætlunin að bjóða upp á hraðhleðslu á rafhlöðum. Við teljum að flestir muni líta á rafbílinn sem bíl númer tvö á heimilinu,“ segir Gísli sem sér fyrir sér markað með notaða rafbíla á Íslandi frá og með árinu 2018. Notaðir rafbílar á boðstólum „Flestir rafbílaframleiðendur eru með allt að 8 ára ábyrgð á raf- hlöðunum. Miðað við eðlilegan akst- ur áætla framleiðendur að þá séu enn 80% eftir af endingu rafhlöð- unnar. Það eru því allar forsendur fyrir markaði með notaða rafbíla á Íslandi sem hafa drægni upp á 120 km. Þá verða rafhlöðurnar stöðugt fullkomnari og verðið lækkar.“ Ætlar að flytja inn 100 rafbíla í sumar  Fyrirtækið Even undirbýr mikinn innflutning  Ætlar að flytja inn 300 rafbíla árið 2013  Bílarnir verða leigðir út Nokkrar tegundir » Fyrirtækið Even horfir til innflutnings á rafbílum frá ýmsum framleiðendum. » Nefna má að Nissan Leaf er að fara í fjöldaframleiðslu. » Þá ætla frönsku bíla- smiðjurnar í Renault að bjóða upp á nokkrar tegundir rafbíla á næstu mánuðum. » Einnig má nefna rafbíla- merkin Tesla og Coda. Á leiðinni Even stefnir á að selja rafbílinn Reva NXR í miklu magni hér á landi á næstu misserum. Háskólalest Háskóla Íslands heim- sækir um helgina Fjallabyggð sem er annar áfangastaður lestarinnar á ferð hennar um landið í maí. Nemendur á efsta stigi í Grunn- skóla Fjallabyggðar sóttu í gær námskeið í Háskóla unga fólksins. Gátu ungmennin þar kynnt sér efnafræði, jarðfræði, nýsköp- unarfræði, japönsku og tómstunda- og félagsmálafræði. Í dag verður efnt til vísindaveislu fyrir alla fjölskylduna í Tjarnar- borg, samkomuhúsi Ólafsfjarðar, kl. 12-16. Segir í tilkynningu, að þar sýni Sprengjugengið kröftugar og litríkar efnafræðitilraunir og gestir geti kynnt sér undraspegla, stjörnufræði, syngjandi skál, spennandi sýnitilraunir, eldorgel og ótalmargt fleira. Einnig verði sýningar í Stjörnuveri á hálftíma fresti. Háskólalestin ferðaðist um land- ið í fyrra, á aldarafmæli Háskóla Ís- lands, og er leikurinn endurtekinn í ár. Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Háskólalestin verður í Grindavík 16. og 19. maí og á Ísafirði 25. og 26. maí. Háskólalestin í Fjallabyggð Sprengingar Sprengjugengi HÍ sýndi list- ir sínar á Kirkjubæjarklaustri nýlega. Alþjóðlegt ljóðaspjall, þar sem kynntur verður afrakst- ur úr þýðingasmiðju með reykvískum skáldum af er- lendum uppruna verður haldið í Tjarnarbíói í dag kl. 18. Þýðingasmiðjan var haldin í tilefni Fjölmenning- ardags Reykjavíkur og skipulögð af Reykjavík Bók- menntaborg UNESCO og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þýðingasmiðjan er, að sögn skipuleggj- enda, fyrsta skrefið að því að kynna verk erlendra skálda sem gert hafa Ísland að heimili sínu. Markmiðið með henni er að auka skilning á fjölmenningunni sem finna má á Íslandi og skapa brú milli menningarheima. Ljóðskáldin sem taka þátt í verkefninu eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son (Ísland), Elías Portela (Galisía/Ísland), Björn Kozempel (Þýskaland), Harutyun Mackoushian (Armenía), Juan Camilo Román Estrada (Kól- umbía), Kári Tulinius (Ísland), Mazen Maarouf (Palestína) og Þórdís Björnsdóttir (Ísland). Aðgangur er ókeypis. Alþjóðlegt ljóðaspjall í Tjarnarbíói Aðalsteinn Ásberg Sigurðarsson Opnuð verður sýningin Svipmyndir frá Austurlandi með sautján mynd- um Eyjólfs Jónssonar í Ljós- myndasafni Reykjavíkur í dag. Í tilkynningu frá safninu segir að Eyjólfur (1869-1944) hafi ekki verið maður einhamur. Ásamt því að reka ljósmyndastofu frá árinu 1893 hafi hann m.a. verið með klæð- skeraverkstæði á sínum snærum, setið í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, gegnt stöðu útibússtjóra Íslands- banka og verið með ýmiss konar inn- og útflutning. Myndirnar á sýningunni eru að stærstum hluta af fjölskyldu- meðlimum Eyjólfs og umhverfi þeirra. Þær þykja gefa góða mynd af hinum fjölhæfa athafna- og fjöl- skyldumanni Eyjólfi auk þess sem þær veita innsýn í bæjarlífið á Seyð- isfirði um aldamótin 1900. Ljósmynd/Eyjólfur Jónsson Veiðimaður Sigurður Stefánsson kemur heim með feng sinn árið 1906. Svipmyndir frá Austurlandi Sérstök hverfisguðsþjónusta verður haldin í Seltjarn- arneskirkju sunnudaginn 13. maí kl. 11. Til hennar er sérstaklega boðið íbúum við fjórar götur á Nesinu, þ.e. Austurströnd, Eiðistorg, Hrólfsskálavör og Steinavör. Íbúar úr þessum fjórum götum munu lesa ritningar- lestra og bænir og Bjarni Þór Bjarnason sókn- arprestur þjónar í athöfninni. Jóhann Helgason, tón- listarmaður og tónskáld, býr í einni af þessum götum (Austurströnd). Hann ætlar að syngja og leika eitt laga sinna. Kammerkór kirkjunnar undir stjórn organistans Friðriks Vignis Stefánssonar syngur lög eftir Jóhann í athöfninni. Jóhann á 40 ára útgáfuafmæli á þessu ári, en fyrsta platan hans kom út árið 1972. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á veit- ingar í safnaðarheimili. Lög Jóhanns flutt í hverfisguðsþjónustu Jóhann Helgason Sýningin Skúlptúr verður opnuð á morgun, 13. maí klukkan 15, á Hót- el Glymi í Hvalfirði. Á henni sýnir myndhöggvarinn Anna Sigríður skúlptúra sem hún hefur unnið úr steini og stáli. Um verkin segir í til- kynningu að þau séu lítil frumdýr sem hægt sé að handfjatla og ýmiss konar stærri verur og farartæki. Anna Sigríður hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum hér á landi sem erlendis. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1985 og Akademie Voor Beel- dende Kunst í Hollandi árið 1989. Sýningunni lýkur 24. júní. Lítil frumdýr, stærri verur og farartæki STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.