Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Bókahillur Eldtraustir skápar Skjalaskápar Skjalakerfi Smávörukerfi Fjölbreytt úrval Frábær þjónusta Lagerbakkar Brettakerfi Smávörukerfi Árekstrarvarnir Milligólf Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár Brautarholt 26–28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Fleiri lausnir – meiri þjónusta Við leggjum saman áralanga reynslu og þekkingu beggja aðila, og aukum þannig fjölbreytni í lausnum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Skrifstofurými Lagerrými Lyftur og lyftarar Sjálfvirkar hurðir og hurðaopnarar Verslunarrými PIPA R \ TBW A • SÍA Rými og RÍ verslun hafa sameinað krafta sína í eitt öflugt fyrirtæki. Við skurðaðgerðir bæði stórar sem smáar er oft fjarlægður hluti líf- færis eða jafnvel allt líffærið. Ýms- ar ástæður liggja þar að baki. Þeg- ar kanna þarf hverskonar mein er í líffærinu eða hvort tekist hafi að fjarlægja allan sjúkan vef þá er vefurinn eða líffærið í heild sinni sent á rannsóknastofu í vefj- ameinafræði. Oft er talað um að vefjasýni sé sent í ræktun en því fer fjarri því það er alls ekki ræktað heldur er það sett í formalín sem varðveitir vefinn í þeirri mynd sem hann var í þegar hann var fjarlægður úr eða af líkamanum. Formalínið stoppar því allt líf í vefnum. Þegar formal- ínið hefur unnið sitt verk þá er sýnið meðhöndlað og gegnfyllt með vaxi þannig er hægt að skera afar þunnar sneiðar sem eru að- eins einnar frumu þykkar. Þessar sneiðar eru settar á smásjárgler og litaðar. Með mismunandi lit- arefnum er hægt að kalla fram ýmsa þætti í vefnum sem gefa vís- bendingar um hvað sé að. Litunar- aðferðir eru fjölmargar og mis- flóknar. Með sérstakri litun magasýna má til dæmis lita fyrir bakteríum og sjást þá fallega bláar bakteríur í sýnunum sem benda til sýkingar í maga sem gæti verið undanfari magasárs. Í litun má einnig kalla fram alla þætti upp- byggingar á vefnum sjálfum til að greina sundur mismunandi band- vef eða lita mismunandi slímteg- undir í kirtlavef og svona mætti lengi telja. Undirbúningur, sneiðing og litun vefjasýna eru verk lífeindafræðinga Í dag er langt frá því að öll sýni fari í rannsókn hjá rannsóknastofu í vefjameinafræði því sýni sem telst eðlilegt er fargað þegar í stað. Þau sýni sem fara í rannsókn eru aftur á móti hluti af ómet- anlegu safni vefjasýna sem nýtast til rannsókna fyrir vísindamenn framtíðar. Mikil áhersla hefur ver- ið lögð á varðveislu þessa safns sem kennt er við Níels Dungal, fyrrverandi forstöðumann Rann- sóknastofu Háskólans í vefj- ameinafræði. Dungalsafnið er ein af þjóðargersemum okkar Íslend- inga. Þar eru geymd á smásjárg- lerjum og í vaxkubbum flestöll sýni sem tekin hafa verið úr eða af fólki á Íslandi frá upphafi stofnunar Rannsóknastofu Háskóla Íslands. 15. apríl er alþjóðlegur dagur líf- eindafræðinga og hefur verði hald- inn frá 1996. Dagurinn er haldinn til að minna á störf lífeindafræð- inga sem eru mikilvæg fyrir grein- ingu sjúkdóma og við köllum „Lyk- il að lækningu“. ÁSTA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, HREFNA KJARTANSDÓTTIR, lífeindafræðingar. Hvað verður um líffærin mín? Frá Ástu Björgu Björnsdóttur og Hrefnu Kjartansdóttur - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.