Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 133. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ókunnugir menn grófu í garðinum 2. Keyptu fyrir milljarð í Bauhaus 3. Dýr mistök lögmannsstofu 4. Íslendingar oftar á bak við …  Hljómsveitin Greifarnir heldur tón- leika í kvöld, 12. maí, á Þýska barnum við Tryggvagötu. Greifarnir munu hefja leik um miðnætti og verður dansað fram á rauðanótt við vel þekkta smelli hljómsveitarinnar. Greifar fagna sumri á Þýska barnum  Sönghópurinn Spectrum flytur Sálumessu eftir John Rutter í Nes- kirkju annað kvöld kl. 20 ásamt hljómsveit. Stjórnandi er Ingveldur Ýr en hún mun, ásamt Jasmín Kristjánsdóttur, syngja Pie Jesu eftir Andrew Lloyd Webber á tónleikunum. Þá mun hópurinn flytja íslensk og erlend lög. Einsöngvari verður Valdís G. Gregory sópran. Spectrum flytur Sálu- messu Johns Rutter  Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir heldur minningartónleika um föður sinn, Ólaf Gauk Þórhallsson, 1. júní nk. á Café Rosenberg, Klapparstíg 25. Yfirskrift tónleikanna er „Jazz fyrir pabba“. Ólafur Gaukur lést í fyrra en hann var einn helsti brautryðjandi dægurtónlistar á Ís- landi. Anna Mjöll hefur búið og starfað sem söngkona í Los Angeles í mörg ár. Anna Mjöll djassar í minningu föður síns FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 m/s og rigning eða súld, einkum S- og V-lands. Hægari vindur og úrkomuminna síðdegis. Hiti 5 til 12 stig. Á sunnudag NA og N 15-23 m/s. Rigning eða slydda og síðar snjókoma um landið N- og A-vert, en styttir upp á S- og SV-landi. Kólnandi veður, vægt frost en frostlaust S-lands. Á mánudag og þriðjudag Norðanátt, víða 10-18 m/s og snjókoma eða él, en þurrt S- lands. Heldur hægari vindur á þriðjudag. Frost um mestallt land, hiti 0 til 5 stig. Handboltamaðurinn Einar Hólmgeirs- son hefur tekið út sinn skammt af meiðslum á ferlinum og svo virtist sem hann hefði þegar spilað sinn síð- asta leik. Einar er hins vegar kominn aftur í gang með Magdeburg, kveðst vera laus við meiðslin og í ágætu formi. „Ég mun skoða allt sem kemur inn á borð til mín,“ segir Einar um stöðu mála hjá sér. »1 Einar laus við meiðsli og ætlar að halda áfram Páll Gísli Jónsson, mark- vörður Skagamanna, er leik- maður 2. umferðarinnar í fótboltanum hjá Morg- unblaðinu. Hann átti stór- leik í sigri ÍA á KR í fyrra- kvöld. „Fólkið hér á Skaganum gerir miklar kröfur til liðsins og það er bara fínt. Bæjarfélagið var á hvolfi og það var frábært að upplifa stemninguna á leiknum,“ segir Páll. »4 Frábært að upp- lifa stemninguna Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir leggur land undir fót næstu vikur og keppir fyrst í Bras- ilíu, en keppir síðan á Dem- antamótaröðinni í New York. Ásdís býr sig undir Ól- ympíuleikana af fullum krafti og ætlar m.a. að nota þessi mót sem framundan eru til að láta reyna á breytingar á kast- stílnum. »1 Ásdís byrjar í Brasilíu og breytir kaststílnum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reykjavíkurborg hvetur fólk til þess að gefa ekki fuglunum á Tjörninni brauð yfir varptímann, það er í júní og júlí á meðan andarungarnir eru að komast á legg. Ástæðan er sú að brauðgjafirnar laði að sílamávana sem sæki í brauð- ið og tíni svo upp andarungana. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að yfir sumarið sé meira af náttúrulegu æti í Tjörninni fyrir endur og svani en yfir veturinn. Þess vegna sé minni þörf fyrir brauðgjafirnar á sumrin. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, segir að mávarnir komi á Tjörnina vegna brauðgjafanna. Hann segir það vissulega vera orðið rótgróið að gefa öndunum brauð en þær nái ekki öllu brauðinu og máv- arnir séu snöggir að næla sér í bita. Auk þess sé oft gefið svo mikið brauð að endurnar torgi því ekki. Ekki stendur til að fara í sérstakar aðgerðir til þess að farga mávum við Tjörnina í sumar eða stugga við þeim. Þórólfur segir það ekki vera auðvelt og þeir séu fljótir að læra á slíkar tilraunir. Hann telur ef til vill helst ástæðu til að vinna á þeim máv- um sem drepi andarungana. Það gera ekki allir mávar heldur ákveðnir einstaklingar. Slíkar að- gerðir eru mjög tímafrekar og ekki auðveldar í framkvæmd. „Við eigum ekki margra kosta völ, en eitt er að hvetja borgarbúa til að hjálpa okkur með því að draga úr brauðaustrinum,“ sagði Þórólfur. Það er ekki aðeins að sílamávarnir sæki í brauðið á Tjörninni. Þeir eru mjög fundvísir á matarleifar sem standa til boða í opnum sorpí- látum eða er fleygt á götur og torg. Fólk er því hvatt til að ganga vel um og skilja ekki eftir óvarinn mat- arúrgang. Jóhann Óli Hilmarsson, fugla- fræðingur og „afdankaður anda- pabbi“, hefur lengi fylgst með fugla- lífi á Tjörninni. Hann telur að það að hætta brauðgjöfum til Tjarnar- fuglanna bitni helst á einstæðum feðrum og öfum og ömmum – og svo á sílamávinum. „Mávurinn líður fyrir sílaskort í sjónum eins og aðrir sjófuglar,“ seg- ir Jóhann Óli. Hann segir að þeir Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur hafi fylgst náið með atferli sílamáv- anna við Tjörnina fyrir nokkrum ár- um. Sílamávarnir komu ekki fyrr en upp úr klukkan 10.00 á morgnana og fjölgaði á matar- og kaffitímum en þá kom fólk gjarnan til þess að gefa fuglunum brauð. Mávarnir voru svo horfnir upp úr klukkan 21.00 á kvöldin þegar fólk var hætt brauð- gjöfum. „Mávarnir voru algjörlega innstilltir á brauðið,“ segir Jóhann Óli. Hann segir að um það bil einn af hverjum 100 sílamávum virðist stunda ungadráp í einhverjum mæli. Sílamávar sækja í andabrauðið  Reykjavíkurborg hvetur fólk til þess að láta af brauðgjöfum við Tjörnina Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurtjörn Sílamávarnir hafa lært að njóta andabrauðsins sem borgarbúar gefa við Tjörnina. Nú er fólk hvatt til þess að draga úr brauðgjöfunum. Stöðugt er unnið að því að gera Hljómskálagarðinn meira aðlað- andi fyrir borgarbúa. Nú stendur til að koma þar fyrir æfingatækj- um til líkamsræktar. Í fyrra var bætt við leiktækjum. Þá á að fjölga ávaxtatrjám og berjarunnum í Hljóm- skálagarðinum að sögn Þórólfs Jóns- sonar garð- yrkjustjóra. Plantað hefur verið kirsu- berjatrjám, sem nú standa í blóma, og eins verður epla- og peru- trjám fjölgað. Æfingatæki og ávaxtatré STÖÐUGT VERIÐ AÐ BÆTA HLJÓMSKÁLAGARÐ Þórólfur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.