Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
Hin stórbrotnu Klettafjöll skarta sínu fegursta á þessum árstíma með fjölbreyttu dýra-
og plöntulífi, ásamt áhugaverðum áfangastöðum og tignarlegum þjóðgörðum. Flogið til
Seattle og síðan ekið til Vancouver í Kanada. Að lokinni stuttri dvöl er Kyrrahafsströndin
kvödd og stefnan tekin í austur, um og yfir Klettafjöllin. Víða staldrað við og skoðað
m.a. í Kamloops og Jasper. Stephan G. Stephansson skáld settist að meðal landa sinna
á sléttunni í skjóli fjallanna. Farið í hús skáldsins í Markerville og litla íslenska byggðin
skoðuð. Gist í Calgary áður en snúið verður aftur til fjalla. Ferðamannabærinn Banff
heimsóttur svo og eitt fegursta fjallavatn veraldar, Lake Louise.
Nú er ekið vestur um og komið við í Golden, Kelowna og ekið um Okanagandal.
Ferðin endar á skoðunarferð um Seattle.
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
Verð: 335.600 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, 5 morgunverðir, allar skoðunarferðir með rútu,
aðgangur að þjóðgörðunum í Jasper og Banff og íslensk fararstjórn.
www.baendaferdir.is
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Allarskoðunarferðirinnifaldar
Travel Agency
Authorised by
Icelandic Tourist Board
SUMAR 13
18. ágúst - 1. september
Klettafjöllin í Kanada
Átta erlendrar netverslanir eða
þjónustur sem selja efni sem hlaðið
er niður á netinu, skiluðu virð-
isaukaskatti til ríkisins vegna sölu til
íslenskra kaupenda yfir netið á
fyrstu tveimur mánuðum ársins.
Þeim sem kaupa efni á borð við
bækur fyrir lestölvur, tónlist, kvik-
myndir o.fl., sem hlaðið er niður á
netinu, ber að greiða virðisaukaskatt
af því sem keypt er eftir lagabreyt-
ingu sem Alþingi samþykkti sl.
haust.
Nokkuð vel hefur gengið að fá
stór erlend netfyrirtæki sem selja
slíka þjónustu yfir netið, á borð við
Amazon-netverslunina, til að skrá
sig hjá skattayfirvöldum hér á landi
vegna innheimtu virðisaukaskatts af
sölunni til Íslands en tekjurnar skila
sér beint í ríkiskassann.
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins
voru alls átta erlendir aðilar á skrá
skv. upplýsingum sem fengust hjá
Ríkisskattstjóra. Skiluðu þeir sam-
tals 5.437.937 kr. í virðisaukaskatt á
þessu tímabili af rafbókum, tónlist
eða öðru því efni sem Íslendingar
keyptu yfir netið og hlóðu niður.
Þetta skiptist þannig að tekjur af
kaupum á bókum, tónlist o.fl. sem
greiða þarf af 7% virðisaukaskatt
var alls 813.065 kr. og virð-
isaukaskattur af efni sem lendir í
25,5% skattsþrepi nam samtals
4.624.872 kr. Þetta er efni á borð við
kvikmyndir, smáforrit („öpp“) o.fl.
Jón Guðmundsson hjá embætti
ríkisskattstjóra segir að erlendu
seljendurnir innheimti virðisauka-
skattinn við sölu á skattskyldri raf-
rænni þjónustu, sem hlaðið er niður í
tölvur hér á landi og eru þeir með
umboðsmenn hér á landi sem annast
þetta fyrir þá gagnvart skattyfir-
völdum. ,,Enn sem komið er eru
þetta ekki mjög margir aðilar en
þeir stærstu eru komnir inn,“ segir
hann.
Ógerlegt er að hafa yfirlit yfir
hvar einstaklingar og fyrirtæki
kaupa neysluvarning, hugbúnað eða
aðra þjónustu sem sótt er yfir netið.
,,Þessi stærri fyrirtæki sem vilja
hafa allt sitt uppi á borðinu, gera
þetta með réttum hætti. Þau eru
orðin vön þessu þegar þau selja inn á
Evrópumarkað því þá þurfa þau að
skrá sig hjá Evrópusambandinu og
skila skatti af sinni sölu. Þau þekkja
þetta því vel. En það tekur sinn tíma
að koma þessu í gott lag og eflaust
þurfum við að hafa uppi á ein-
hverjum fyrirtækjum og ýta við
þeim,“ segir Jón. omfr@mbl.is
Átta netverslanir skila skatti
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Kindle Greiða þarf virðisaukaskatt af bókum fyrir lestölvur.
5,4 millj. virðisaukaskatti skilað í ríkissjóð vegna kaupa
á efni sem hlaðið var niður frá útlöndum janúar-febrúar
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturj@mbl.is
Samþykkt þingsályktunartillögu um
breytingar á stjórnarráðinu felur
það í sér að ráðuneytum verður
fækkað úr tíu í átta, meðal annars
með því að stofnað verður atvinnu-
vegaráðuneyti og að fjármálaráðu-
neytið og efnahags- og viðskipta-
ráðuneytið verða sameinuð.
Langri umræðu um stjórnarráð-
stillöguna lauk í fyrrakvöld, eftir
samkomulag formanna þingflokk-
anna. Tillagan var síðan samþykkt í
gærmorgun með 28 atkvæðum gegn
21. Þingmenn ríkisstjórnarflokk-
anna og Hreyfingarinnar greiddu
atkvæði með samþykkt þingsálykt-
unartillögunnar nema hvað Árni Páll
Árnason, þingmaður Samfylkingar-
innar og fyrrverandi efnahags- og
viðskiptaráðherra, sat hjá og Jón
Bjarnason, þingmaður VG og fyrr-
verandi sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra, greiddi atkvæði á móti.
Kostnaður gagnrýndur
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði áður en atkvæða-
greiðslan fór fram að um væri að
ræða lokahnykkinn í stjórnarráðs-
breytingum og að breytingarnar
myndu skila sér vel fyrir stjórn-
sýsluna. Margir fleiri þingmenn
tóku til máls.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður
VG, og Valgerður Bjarnadóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
fögnuðu þeim breytingum sem
þingsályktunartillagan gengi út á og
töldu þær mikilvægar. Fagnaði Álf-
heiður því sérstaklega að staða um-
hverfismála yrði styrkt með breyt-
ingunum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
gagnrýndi þingsályktunartillöguna
harðlega. Nauðsyn þeirra breytinga
sem tillagan kvæði á um væri órök-
studd og kostnaðurinn af henni yrði
mikill og bættist við þann mikla
kostnað sem hefði þegar komið til
vegna ríkisstjórnarinnar.
Jón Bjarnason lýsti andstöðu
sinni við þingsályktunartillöguna og
sagði hana meðal annars ganga gegn
samþykktum síns flokks. Ítrekaði
hann að breytingarnar væru meðal
annars að kröfu Evrópusam-
bandsins.
Ragnheiður Elín Árnadótt-
ir, þingflokksformaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagðist
meðal annars efast um
að þær breytingar
sem þingsályktunar-
tillagan kvæði á um
lifðu af ríkis-
stjórnaskipti.
Lokahnykkurinn í breyt-
ingum á stjórnarráðinu
Stjórnarandstæðingar efast um að breytingin lifi af næstu ríkisstjórnarskipti
Tveir fyrrverandi ráðherrar ríkisstjórnarinnar samþykktu ekki tillöguna
Morgunblaðið/Ómar
Níu ráðherrar Það fækkar væntanlega um einn ráðherra við ríkisstjórnarborðið þegar ráðuneytum fækkar í kjölfar
samþykktar Alþingis á þingsályktunartillögu um breytingar á stjórnarráði Íslands.
Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarráðinu voru ekki kostnaðarmetnar af
fjármálaráðuneytinu þar sem þær eru heimilaðar með þingsályktun og
ekki þurfti lagabreytingu. Fram kemur í minnisblaði forsætisráðuneyt-
isins að mesti kostnaðurinn sé við húsnæði og að Framkvæmdasýslan
telji að hann geti orðið á bilinu 125 til 225 milljónir kr. Mesti kostnaður-
inn er við viðbyggingu Skúlagötu 4.
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta
mikla bil veki athygli. Reynslan sýni að áætlanir í þessum efnum
hafi ekki staðist. Hann bendir á að kostnaður við breytingar á
húsnæði við stofnun innanríkis- og velferðarráðuneyta hafi
verið áætlaður 160 milljónir en orðið 243 milljónir kr. þegar
upp var staðið. Ekki hafi heldur orðið sparnaður í rekstri.
Áætlanir hafa ekki staðist
BREYTINGAR Á HÚSNÆÐI KOSTA 125 TIL 225 MILLJÓNIR
Ásbjörn
Óttarsson
Stjórn lífeyris-
sjóðsins Stapa
hélt í gær fund
en
Kári Arnór
Kárason, fram-
kvæmdastjóri
sjóðsins, segir að
ekki hafi verið
tekin nein
ákvörðun um það
hvort höfðað
verði mál gegn lögfræðingi sem olli
sjóðinum milljarðatjóni. Hann lýsti
of seint 5,2 milljarða kröfu í bú
Straums-Burðaráss fjárfesting-
arfélags.
„Við erum að fara yfir þessi mál
og kanna hvaða möguleikar eru í
stöðunni,“ sagði Kári. „Verið er að
vinna greinargerð um málið, það
gæti tekið nokkra daga. Við þurfum
að vita hvað málaferli gætu kostað
og hver ávinningurinn gæti orðið,
ekki má gleyma að hann gæti gripið
til varna.“
Nokkur misskilningur hefur ríkt
um það hve miklu tjóni mistök lög-
fræðingsins hafi valdið. Krafa Stapa
á hendur Straumi-Burðarási fjár-
festingarfélagi, sem Héraðsdómur
samþykkti en Hæstiréttur ekki, var
upp á 5,2 milljarða króna og var þá
búið að bæta við dráttarvöxtum og
öðrum kostnaði frá 2009. Kári segir
að þegar eftir fall Straums 2008 hafi
Stapi ákveðið að afskrifa um 50%
upphaflega kröfu upp á 4,4 millj-
arða.
„Við færðum þetta til öryggis nið-
ur í núll í bókunum okkar 2009 en
menn geta reiknað þetta tjón á
marga vegu,“ segir Kári. „Ef við
miðum við raunverulega endur-
heimtuhlutfallið verða þetta tæpir
tveir milljarðar sem við töpum, við
myndum auðvitað ekki fá hærra
hlutfall af okkar kröfum en aðrir
kröfuhafar. Þannig að það er ósann-
gjarnt að segja að mistök lögfræð-
ingsins hafi kostað okkur 5,2 millj-
arða króna, það er af og frá, tveir
milljarðar eru nær lagi.“
Stjórn Stapa
bíður eftir
greinargerð
Tap vegna mistaka
um tveir milljarðar
Kári Arnór
Kárason