Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Í tilefni af alþjóðlega farfugladeg- inum ætlar Fuglavernd að standa fyrir fuglaskoðun á Álftanesi sunnudaginn 13. maí og þá verður lögð áhersla á að skoða far- fuglana. Lagt verður af stað frá Kasthúsatjörn gangandi stundvís- lega klukkan 13 og er áætlað að fuglaskoðunin taki um einn og hálfan tíma. Leiðsögn verður í umsjón Ólafs Torfasonar. Þá stendur til að telja rjúpur í Krossanesborgum við Akureyri um miðjan maí en nánari dagsetn- ing fer eftir veðri og vindum. Um er að ræða samvinnuverk- efni Fuglaverndar og Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Loks verður fuglaskoðun í Frið- landi við Flóa hinn 19. maí kl.10 í samvinnu við sveitarfélagið Ár- borg. Mun Jóhann Óli Hilmarsson leiða gönguna. Fugla- skoðun á Álftanesi  Alþjóðlegur farfugla- dagur á sunnudag Ljósmynd/Alex Máni Lómur Í friðlandinu í Flóa. Það var mikið um að vera hjá Landhelgisgæslunni í morgunsárið á fimmtudag þegar varðskipið Þór kom til hafnar, Týr hélt út og Æg- ir beið átekta þar til Þór lagði að bryggju. Varðskip Íslendinga hafa átt heimahöfn í gömlu höfninni í Reykjavík allt frá því höfnin var byggð á árunum 1913-1917. Lengst af voru skipin við Ingólfsgarð en síðar færð yfir á Faxagarð þar sem skip Hafrannsóknastofnunar eru einnig með viðlegu, Bjarni Sæ- mundsson og Árni Friðriksson. Varðskipið Týr mun sinna drátt- arskipaverkefnum utan Íslands- stranda næsta mánuðinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ásgrími Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunn- ar, fela verkefnin í sér að draga skip frá Nova Scotia yfir til Dan- merkur í brotajárn og í framhald- inu að sækja annað skip í Kílar- skurðinn og draga það á sama stað í Danmörku. Reiknað er með að Týr komi til baka í kringum 10. júní. Miðað við að allt gangi eðli- lega verður þetta því um mánaðar fjarvera, mögulega 5 vikur, að sögn Ásgríms. Að hans sögn hefur Týr ekki verið við gæslu á Íslandi síðan hann kom heim úr nýlegum verk- efnum erlendis. Varðskipin koma og fara Ljósmynd/Faxaflóahafnir Varðskipaumferð Siglt inn og út úr Reykjavíkurhöfn.  Varðskipið Týr mun sinna dráttarskipaverkefnum utan Íslandsstranda næsta mánuðinn  Þór er kominn til hafnar VÍS skoðaði dekk 50 tjóna- bíla sem komu á tjónaskoð- unarstöð félags- ins í mars. Reyndust dekk 35% þeirra vera með of grunnu mynstri sam- kvæmt reglu- gerð, eða innan við 1,6 mm. Þá voru aðeins 63% bílanna með jafnan loftþrýsting í dekkjunum og 43% með of lítinn loftþrýsting miðað við stærð viðkomandi dekkja. VÍS segir á heimasíðu sinni að all- ir eigi að vera búnir að taka nagla- dekkin undan en búast megi við að snjór og hálka verði víða um helgina, ef veðurspá gengur eftir, sér í lagi á Norður- og Austurlandi. Við þær að- stæður eiga bílar á sumardekkjum lítið erindi út á viðkomandi vegi, seg- ir á vef VÍS. Dekk í lélegu ástandi Neglt Vetrardekk með nöglum. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og er meginmarkmið hennar stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðla- bankinn skal ennfremur sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Laus störf hjá Seðlabanka Íslands Helstu verkefni: • Söfnun og vinnsla upplýsinga um: Greiðslumiðlun. Útboð verðbréfa. Gjaldeyrismarkað. Krónumarkað. • Uppfærsla innlendra og erlendra hagtalna í FAME-gagnagrunni. Hæfniskröfur: • Háskólapróf í viðskipta- og/eða hagfræði. • Reynsla af gagnavinnslu og notkun gagnagrunna. • Starfsreynsla af fjármálamarkaði æskileg. • Góð almenn tölvufærni. • Góð íslensku og enskukunnátta. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi. • Lögð er áhersla á skipuleg og fagleg vinnubrögð, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Sérfræðingur í gagnasöfnun og upplýsingavinnslu Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í gagnasöfnun og upplýsingavinnslu. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Helstu verkefni og ábyrgð • Söfnun gagna í gagnagrunna og gæðaskoðun gagna. • Samskipti við fjármálafyrirtæki • Úrvinnsla gagna til birtingar í ritum bankans og í Hagtölum Seðlabankans. • Þróun á gagnagrunnum bankans í samvinnu við önnur svið Menntun og hæfniskröfur: • Viðskipta- eða hagfræðimenntun eða sambærileg menntun. • Haldgóð þekking á fjármálafyrirtækjum, fjármálamörkuðum, reikningsskilum og ársreikningum. • Góð almenn tölvufærni. • Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti. • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi. • Góðir samskiptahæfileikar. • Frumkvæði, nákvæmni, vandvirk og skipulögð vinnubrögð ásamt metnaði til að ná árangri í starfi. Nánari upplýsingar veitir Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri gagnasöfnunar og upplýsingavinnslu, í síma 569 9600. Sérfræðingur í gagnasöfnun og upplýsingavinnslu Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í gagnasöfnun og upplýsingavinnslu. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson forstöðumaður markaða og staðgengill framkvæmdastjóra gagnasöfnunar og upplýs- ingavinnslu í síma 569 9600. Sótt skal um störfin á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is, í síðasta lagi laugardaginn 26. maí næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla annast öflun, skráningu og úrvinnslu tölfræðilegra gagna sem Seðlabankinn safnar vegna starfsemi sinnar. Upplýsingar þessar leggja grunn að mati bankans á mikilvægum þáttum peningamála og reglulegri birtingu tölulegra gagna í ritum bankans og á vefsíðu hans. Seðlabankinn birtir tölulegar upplýsingar sínar í Hagtölum Seðlabankans á heimasíðu sinni. Allt efni Hagtalnanna er einnig aðgengilegt á ensku. Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla skiptist í þrjár einingar, þ.e. fjármálafyrirtæki, greiðslujöfnuð og markaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.