Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Fíknsjúkdómurinn er fjölskyldusjúkdóm- ur, já, svo sannarlega. Við þurfum ekki vís- indin til að segja okkur það. Brjóstvitið dugir. Fjölskyldulægni fíkn- sjúkdómsins er augljós þegar við lítum í kring- um okkur. Áfengissýki litar sumar fjölskyldur sterkum litum, með fíkn í önnur vímuefni í bland. Að- standendur í slíkum fjölskyldum eru þó fleiri en þeir fíknu, og eru oft á tíðum þjakaðir vegna sjúkdómsins í fjölskyldunni. Vísindin hafa þó kennt okkur mik- ið um fíknsjúkdóminn. Við vitum að hann er heilasjúkdómur, vegna taugalífeðlisfræðilegra breytinga sem verða í heila og þær breytingar verða vegna áhrifa erfða og um- hverfis. Hvernig er það þá, getum við vit- að fyrirfram hvort við munum þróa fíknsjúkdóminn? Eru vísindin komin svo langt? Nei, því miður. Áfram þurfum við að fá einkenni, afleið- ingar, til að greina þennan vanda. Ef fíknsjúkdómurinn er í fjöl- skyldunni erum við í aukinni áhættu. Hvernig má þá vara sig á honum? Öruggasta leiðin er auðvitað bind- indi frá öllum vímugjöfum alltaf! Þá þróast auðvitað ekki fíkn í vímuefnið. Önnur góð leið, ef sjúkdómurinn er í fjöl- skyldunni, er að bíða með að byrja, og vera þá komin til meiri þroska ef sjúkdóm- urinn þróast þegar neysla hefst. Síðan er það að kynna sér vel þennan sjúkdóm ef hann er í fjölskyldunni, þekkja einkenni hans og þróun, leita upplýs- inga um hann. Þannig má þekkja einkennin snemma í þróuninni og grípa fyrr inn í ef á þarf að halda. Það er það mikilvægasta, að taka ábyrgð á vandanum um leið og hann er ljós, leita sér aðstoðar til að ná bata sem fyrst og vinna að langvar- andi bata. Þeir sem þekkja til vandans og fá um hann réttar upplýsingar hafa önnur tök á því að eiga við hann, heldur en sá sem litla vitneskju hef- ur um sjúkdóminn, hans einkenni og afleiðingar. Viðbrögðin þurfa ekki að litast af fordómum, særindum og ásökunum, heldur geta verið af ábyrgð. Við sjáum oft ánægjulegar afleið- ingar þess að það er „bati í fjölskyld- unni“. Ungir einstaklingar koma oft snemma til meðferðar einmitt vegna þess að það eru einhverjir fjöl- skyldumeðlimir í bata frá fíkn- sjúkdómnum. Þeir hafa getað gert grein fyrir vandanum við sitt fólk, kennt þeim um hann, hvaða einkenni hann gefur, hvernig má þekkja fíkn- sjúkdóm frá annarri neyslu, o.s.frv. Þetta getur leitt til þess að ungur sér fyrr vanda sinn en annars yrði. Auk þess sem fyrirmyndin er að sjálfsögðu mikil hvatning. Það er mikils virði að greina fíkn- sjúkdóminn snemma til að grípa inn í til bata. Ef spara má ár í neyslu hjá einstaklingi með fíknsjúkdóm er mikið unnið. Það er einmitt það sem hægt er að gera með því að miðla áfram. Þeir sem eru í bata og þeir sem þekkja sjúkdóminn geta verið beint og óbeint miklir áhrifavaldar, innan sinnar fjölskyldu og meðal sinna nánustu. Þannig er ekki alslæmt að vera í mikilli „alkafjölskyldu“ heldur getur verið mjög hvetjandi að vera í „bata- fjölskyldu“. Eitthvað til að vinna að fyrir allar barnafjölskyldurnar okk- ar, foreldra sem koma í meðferð og eldri systkini. „Það er bati í minni fjölskyldu!“ Eftir Valgerði Rúnarsdóttur » Áfengissýki litar sumar fjölskyldur sterkum litum, með fíkn í önnur vímuefni í bland. Valgerður Rúnarsdóttir Höfundur er læknir hjá SÁÁ. Deilurnar um fisk- veiðistjórnunarkerfið hafa á umliðnum árum smám saman ýtt mál- efninu niður í skotgrafir stjórnmálabaráttunnar. Þeir fræðimenn sem hafa tjáð sig fá óblíðar viðtökur og ummæli um þá á netinu geta fylgt þeim til æviloka. Og nú þegar nýjar tillögur í málinu hafa komið fram hjá ríkisstjórn- inni þegja flestir þeirra þunnu hljóði. Stjórn fiskveiðiauðlindarinnar er þó mjög mikilvæg fyrir okkur, kannski álíka og stjórn olíuvinnslunnar er Norðmönnum. Og markmið okkar allra eru svipuð, það er að hámarka sam- félagslegan ábata. Samgæði Í félagsvísindum, t.d. í hagfræði og stjórnsýslufræði, er í háskólum á Vest- urlöndum kennt um samgæði og hvernig samfélög velja sér nýting- armódel þegar þau eru takmörkuð. Þau módel taka mið af markmiðum stjórnunarinnar. Þau geta verið að auka hagkvæmni eða styrkja félagsleg sjónarmið eða hvað annað. Hér á landi var valið að mæta rekstrarlegum sjón- armiðum enda hafði ríkissjóður (í gegnum bankakerfið) og bæjarsjóðir (með bæjarútgerðum) greitt með út- gerð og fiskvinnslu í áratugi. Það virð- ist eðlileg nálgun fyrir jafn mikilvæga auðlind og hér um ræðir og í takt við lausnir Norðmanna við nýtingu olíu- auðlinda. Markmiðunum er náð með einkaeignarlegum formum. Margt ungt fólk telur að almenn- ingur eigi samgæði eins og hverja aðra einkaeign og með þessum rekstr- arformum sé gengið á rétt þess. Það er stjórnmálaleg blekking. Með svipuðum rétti mætti segja að enginn ætti sam- gæði. Bændur hafa t.d. aldrei átt al- menninga. Ráðstöfunar- og nýtingarréttur Hins vegar hefur samfélagið ráðstöf- unarrétt yfir samgæðum og almenn- ingur nýtingarrétt samkvæmt því nýt- ingarmódeli sem samfélagið velur. Um það ætti ekki að þurfa að deila og sam- félagið hefur í áratugi sett lög um sam- gæði svo sem vatnsréttindi, jarðaeign og fjölda margt fleira. Með sama hætti getur samfélagið sett leikreglur um sjávarútvegsauð- lindina og þarf ekki nein ný ákvæði í lög eða stjórnarskrá til þess. Fullyrð- ingar um það eru oft á tíðum stjórn- málalegar blekkingar eða þjóna þeim tilgangi að fella úr gildi núverandi nýt- ingarmódel. Þannig getur sam- félagið sett nýjar leik- reglur og breytt nýting- armódelum í hvaða skyni sem er, svo sem til þess að auka nýliðun, koma nýrri tækni í gagnið eða til þess að auka umhverf- isvernd. Og það er hægt að gera enda þótt nýting- armódeli sé ekki breytt í grundvallaratriðum og stefnt að sömu meg- inmarkmiðum og áður. Afrakstur greinarinnar Við val á nýtingarmódeli hefur sam- félagið í huga hvernig arðurinn frá auðlindinni skilar sér. Í mörgum ríkj- um þriðja heimsins er hann sóttur beint í ríkissjóð eða í vasa einræð- isherra. Á Vesturlöndum eru rík- issjóðir hins vegar fjármagnaðir með sköttum af tekjum, eignum og vöru- veltu. Arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni okkar berst samfélaginu öllu með óbeinum hætti eins og módelið gerir ráð fyrir og eykur meðal annars tekjur ríkissjóðs í þeim gjaldaformum sem hér hafa verið nefnd. Einnig veldur út- gerð og fiskvinnsla margfeldisáhrifum í samfélaginu. Ef arðurinn af auðlindinni er mikill, eins og af olíuauðlindinni í Noregi, kemur til greina að stofna sjóð um hann, eins og þar var gert. Það ætti samfélagið alltaf að geta gert. Það get- ur einnig sett slíkum sjóði ítarleg markmið og skilyrði, þannig að hann nýtist samfélaginu öllu sem best, t.d. með góðum fjárfestingum samkvæmt ákveðinni stefnumörkun. Hins vegar má með fræðilegum rök- um fullyrða að nýting arðs frá þjóð- arauðlindum til rekstrar geti leitt til þess að allir verði fátækari. Gildir þá sennilega einu hvort hann rennur til ríkis eða sveitarfélaga (samneysla) eða með sendingu ávísunar til almennings (einkaneysla). Sáttatillaga Hér er lögð fram sú tillaga að sátt um sjávarútvegsauðlindina að stofn- aður verði sjóður. Að því tilskildu að atvinnugreinin þyldi það, en um það eiga að vera til staðreyndir. Fjárfestingasjóður um sjáv- arútvegsauðlindina yrði undir stjórn og forræði útgerðarinnar og sjó- manna. Í því efni væri fordæmi við skipulagningu lífeyrissjóðanna fylgt. Þá væri það líka mikill meginkostur að koma slíkum sjóði eins langt frá krumlum stjórnmálanna og hægt væri, sem geta sóst eftir stundarvinsældum. Jafnvel í Noregi falla stjórnmálamenn í freistni gagnvart olíusjóðnum. Fræðilega virðist fýsilegast að miða við hóflegt auðlindagjald sem legðist jafnt á allan fisk veiddan á íslands- miðum. Það jafnar aðstöðu ólíkra út- gerðarforma, en ef litlum rekstr- arformum er hyglað er fallið frá markmiðum stjórnunarinnar. Þá mætti innheimta gjaldið eins og virð- isaukaskatt (inn- og útgjald milli veiða, vinnslu og sölu) þannig að það komi á hið veidda á ólíkum framleiðslustigum og sjóðurinn fengi gjaldið frá mesta verðmæti þess. Þótt margar útgerðir reki ábata- sama fjárfestingastefnu og sjái til þess að arðurinn af greininni nýtist þjóðinni allri vel, væri með tillögunni verið að koma fjárfestingamálum greinarinnar í ákveðinn farveg. Þá væri einnig reynt að koma í veg fyrir að miklum ágóða einstakra útgerða yrði komið undan með einhverjum hætti. Sáttatillaga um fiskveiðistjórnun Eftir Hauk Arnþórsson Haukur Arnþórsson » Stofnaður verði sjóð- ur með auðlindagjaldi á allan veiddan fisk. Hann verði undir stjórn útgerðar og sjómanna, en mæti samfélagslegum markmiðum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Eitt af óheppilegri samheitum í íslenskri tungu er hin tvöfalda merking orðsins lán sem „gæfa“ og lántaka í formi peninga (sem stundum reynist ólán). Nýjasta kennisetning stjórnmálamanna er að hið mesta lán felist í sem mestu láni og hafa síðustu tvær rík- isstjórnir aukið skuldir ríkissjóðs um 1.400 milljarða frá hruni til að sannreyna kenninguna. „Lánsemi“ velferðarstjórnar fjár- magnseigenda virðast engin tak- mörk sett og hoppa nú aðdáendur og álitsgjafar af kæti yfir nýjasta óláni þjóðarinnar vegna nýs láns upp á 1.000 milljónir dala. Þrælslund ís- lenskra félagshyggjumanna gagn- vart erlendum fjármagnseigendum er vitaskuld heimsþekkt eftir vask- lega framgöngu í Icesave-málinu. Því kom ekki á óvart að boðnir voru svo rausnarlegir vextir (6%) að eftirspurn fjárfesta samsvaraði fjórföldu framboði! Með hinum háu vöxtum skipaði nýjasti fjármálaráðherrann þjóðinni á bekk með Spáni og Portúgal sem eiga sér ekki við- reisnar von vegna efnahagshnignunar og skuldsetningar. Annað orð í íslenskri tungu sem einnig hefur tvöfalda merkingu er orðið „fé“ sem jafnt er notað yfir peninga og sauðfé. Sauðs- háttur er hugtak sem óneitanlega kemur upp þegar haft er í huga að lánsféð er notað til að greiða upp lán sem ber 3,25% vexti. Þegar svo við bætist að féð er ávaxtað á 0,5% vöxt- um í erlendum banka fer málið að jaðra við bilun. Yfirlýstur tilgangur er að verið sé að ala upp trúverð- ugleika hjá fjárfestum. Óþarft er að efast um þekkingu ráherrans á þessu sviði enda uppeldisfræðingur að mennt. Kostnaður skattgreiðenda af hin- um lántekna „trúverðugleika“ er um 74 milljarðar í fágætri erlendri mynt. Flestir vita hinsvegar að hvorki er hægt að fyrirskipa né kaupa virðingu. Sama á við um trú- verðugleika sem heldur verður ekki tekin að láni. Ólán Eftir Arnar Sigurðsson »Með hinum háu vöxtum skipaði nýjasti fjármálaráð- herrann þjóðinni á bekk með Spáni og Portúgal sem eiga sér ekki við- reisnar von vegna efnahagshnignunar og skuldsetningar. Arnar Sigurðsson Höfundur starfar á fjármálamarkaðnum. REDKEN hárgreiðslustofur: REDKEN Iceland á Dreifing: Hár ehf - s. 568 8305 har@har.is MEÐ HÁÞRÓAÐRI TÆKNI REDKEN FÆRÐU MEIRI GLANS, MÝKT Í HÁRIÐ OG LANGVARANDI HALD BLÁSTURSVÖRURNAR veita vörn gegn hitatækjum og læsa mýkt og glans inni í hárinu. HÁRLÖKKIN gefa 24 klst. vörn gegn loftraka, 8 klst. stjórn og fallegan glans. Númerakerfi REDKEN gefur til kynna hald hármótunar- vörunnar til að ná fram því útliti sem þú óskar: Milt hald 01-05 Miðlungshald 06-15 Hámarkshald 16-23 FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. FORM HITAVERND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.