Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 39
þennan trausta mann lýsa tengslum okkar þannig: „Hún Karen, nú hún er næstelsta barnabarnið mitt.“ Og það þurfti ekki að hafa fleiri orð um það. Ég naut þeirra forréttinda að eyða sumrum mínum í sveit á Dalatanga, þangað sem hann pabbi minn flutti þegar ég var 7 ára, þar eignaðist ég heila fjöl- skyldu með Billu konu pabba og foreldra hennar þau Erlend og Elfríð í broddi fylkingar og ekki leið á löngu þar til ég var farin að kalla þau afa minn og ömmu. Og æskusumrin liðu þar við leik og störf og alltaf var afi nálægur, oft raulandi Katarína, Katarína, en það kallaði hann mig oft, og þeg- ar ég stálpaðist bættust heim- sóknir yfir jól við. Þá kynntist ég nú alveg nýrri hlið á afa, þegar kom að því að spila vist. Hann og amma áttu sitt eigið tungumál þ.e. ef þau voru að spila saman og oft fannst afa maður vera of ragur við að segja, enda hikaði hann ekki við að segja hálfa eða heila ef svo bar undir, já hann afi minn var hug- aður. Og ef amma spilaði eitthvað af sér þá gall í honum: Nú hvað varstu að hugsa kona? En að sjálfsögðu allt í góðu. Það er erfitt, já nánast ekki hægt að tala um afa en ekki ömmu, þau voru jú svo samrýmd í gegnum öll þessi ár. Ein jólin sem ég dvaldi á Tanganum kom afi til mín rétt fyrir jól og spurði hvort ég gæti aðstoðað hann að- eins, sjálfsagt svaraði ég. Já það er þetta með að pakka inn jóla- gjöfunum til hennar ömmu þinn- ar frá mér, sagði afi og ég hugs- aði með mér, hversu mikið mál getur það verið? Og svo kom afi með pokana, já pokana, þessi jól fékk amma alls kyns gjafir frá afa allt frá nýtísku ilmvatni til gler- listaverka, já svei mér þá ef hann afi var ekki bara rómantískur of- an á allt saman. Seinni árin hafa samskiptin ekki verið eins mikil enda ég löngu hætt að fara í sveit á Tang- ann og þau afi og amma flutt það- an á Egilsstaði en það er samt alltaf órjúfanlegur hluti þess að ferðast austur á land að koma við hjá afa og ömmu. Nú síðast kom ég við hjá þeim um þar síðustu helgi í skottúr austur og fékk ég gott faðmlag frá afa, það yljar mér nú þegar ég er fjarri fjöl- skyldunni á þessum erfiðu tím- um. Afi minn, þín minning lifir. Karen Jenný. Mig langar til að minnast afa míns í stuttu máli en fyrir mér var hann einn besti og traustasti maður sem ég hef þekkt. Ég var yfirleitt hluta úr sumri hjá afa og ömmu á Dalatanga á mínum æskuárum. Þegar ég lít til baka voru það margar ómetanlegar stundir sem við afi áttum saman. Við spiluðum til dæmis mjög mik- ið á spil og afi hafði gaman af að stríða mér, sérstaklega á því, „að það væri nú bara heppni ef ég ynni spil“. Það féll reyndar ekki í kramið hjá mér en þetta var bara góðlátleg ertni, enda fannst mér alltaf afi minn skemmtilega stríð- inn. Einnig minnist ég þess þegar ég bjó hjá afa og ömmu á Egils- stöðum, og var í menntaskóla þar, en þann vetur var ég með hestana mína í sameiginlegu hesthúsi. Við fórum alltaf saman í hesthúsið og afi gaf hestunum og mokaði undan þeim með mér. Afi fékk þarna aðeins nasaþef af að hugsa um skepnur sem ég veit að gladdi hann mikið eftir að hann og amma fluttu í Egilsstaði. Það er of langt að telja upp allar sam- verustundirnar með þér, elsku afi minn, en mig langar til að þakka fyrir þann tíma sem við höfum átt saman, hann er mér afar dýr- mætur og ég mun sakna þín mik- ið. Afi og amma voru svo náin að maður talaði varla um þau sitt í hvoru lagi, enda gerðu þau flest saman og voru alltaf með eitt- hvert skipulagt. Þau voru búin að plana svo margt saman sem þau ætluðu að gera. Afi minn var nýkominn af spít- alanum eftir vel heppnaða að- gerð, þegar hann var skyndilega kallaður burtu úr þessum heimi. Það var því mikið áfall að fá til- kynningu um „að afi væri dáinn“, maður sem var alltaf til staðar fyrir fjölskylduna ef á reyndi. Ég þakka samt mikið fyrir að ég fékk að kveðja hann stuttu áður en hann lést, þó að ég hafi svo sann- arlega ekki litið á það sem okkar síðustu kveðjustund, en það skiptir mig miklu máli núna. Elsku amma, megir þú öðlast styrk sem kemur þér í gegnum þessa miklu sorg að missa mann- inn sem var þér allt í lífinu, en afi minn mun örugglega fylgjast með þér og gæta þín, hann mun lifa áfram meðal okkar og ég mun varðveita minningu hans eins vel og ég get. Þín dótturdóttir, Elfríð Ída. Elsku afi minn. Ég vildi að þú værir ekki farinn frá mér. Það var svo margt sem mig langaði að gera með þér. Núna get ég aldrei aftur komið til þín ef ég þarfnast þín. Komið í kaffi til þín og ömmu. Verið með þér í garðinum eða heyrt í þér tauta t.d. uss og svei. Vona bara að þér líði vel núna og hafir það gott. Ástarkveðjur, Mikael – barnabarn. Ég er búinn að vera mikið á æskuslóðum afa á Siglunesi. Hef verið þar með Hödda frænda á ferðum hans í bústaðinn sem þau Helga eiga þar. Þau byggðu hann á grunni hússins sem afi og amma bjuggu í þegar þau áttu heima á Nesi. Þess vegna finnst mér erfitt að hafa ekki getað ver- ið meira með honum og spjallað við hann um hvernig lífið hafi gengið fyrir sig á Siglunesi. Sakna þess að geta ekki fengið meiri upplýsingar frá honum um gamla daga og búskapinn á Siglu- nesi. Það var alltaf svo gaman að tala við afa því hann var svo alltaf svo hress og kátur. Mér fannst gaman að vita það að honum lík- aði ágætlega þegar ég kallaði hann „drenginn“. Ég mun reyna að hugsa til allra þeirra góðu stunda sem ég átti með afa og geyma þær í huga mínum. Afi var góður „drengur“. Hannibal Páll. Elsku afi. Það er svo gaman að hugsa til þess þegar við fórum með ykkur ömmu að Þríhyrn- ingsvatni, við stelpurnar komum með mikinn fisk heim úr ferðinni, þið hjálpuðuð okkur við það að draga inn fiskana og kennduð okkur á veiðimennskuna. Í kof- anum sem við gistum í vorum við Hulda svo undrandi á því að það væri ekkert sjónvarp og enginn barnatími, og við þurftum að sætta okkur við það að vera sjón- varpslausar. Þrátt fyrir það var ferðin skemmtileg og eftirminni- leg. Við erum svo glaðar að geta átt svona góðar minningar um þig. Jódís og Hulda. Elsku afi minn er dáinn og all- ar minningar um svo góðan mann verða alltaf geymdar í hjörtum okkar sem eftir standa. Elsku amma það er svo erfitt að skilja að afi sé dáinn og komi aldrei aft- ur, þið voruð svo samrýnd í öllu sem þið gerðuð, hans verður sárt saknað af okkur öllum. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ástarkveðja, Baldur Reginn (Balli), Sigrún Arna, Fríða Carmen og Breki Hrafn. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 ✝ Ástríður Guð-björnsdóttir fæddist á Rauðs- gili í Hálsasveit 26. september 1920. Hún lést á Skjóli hinn 3. maí 2012. Ástríður var önnur af sjö systk- inum. Foreldrar hennar voru Guð- björn Oddsson frá Gull- berastaðaseli og Steinunn Þor- steinsdóttir frá Húsafelli. Systkini hennar voru Þor- steinn, f. 1919, d. 1999, Stein- unn, f. 1921, Oddur, f. 1922, d. 1990, Tryggvi, f. 1925, Kristín, f. 1929, og Ingibjörg, f. 1931. Ástríður fór snemma að heiman, var veturinn 1934-5 hjá ömmubróður sínum, Krist- leifi Þorsteinssyni á Stóra- Kroppi. Hún fór í vist norður í land hjá frænkum sínum í heima á Rauðsgili 11. janúar 1951. Faðir hans var Tómas Tómasson (1909-1981) bygg- ingameistari frá Hrútafelli. Haustið 1951 réð Ástríður sig sem ráðskonu hjá sr. Pétri Ingjaldssyni að Höskulds- stöðum. Þar var hún fram á vor 1955, er hún tók upp sambúð með Árna Ingimundarsyni mjólkurfræðingi á Snorrabraut 42. Hann lést í desember 1957. Ástríður byggði sér íbúð í Ljósheimum 6 og flutti þangað 1960. Vorið 1965 hóf hún sam- búð með Kristjáni Finnbjörns- syni málara (1921-2002) á Reykjavíkurvegi 30 í Hafn- arfirði. Hún fluttist á Brekkulæk 1 árið 1981 og bjó þar uns hún fluttist á Skjól í nóvember 2008. Ástríður verður jarðsungin í Reykholtskirkju í dag, laug- ardaginn 12. maí 2012, kl. 14. framhaldi af vist- inni á Stóra Kroppi, fyrst hjá Kristínu Lofts- dóttur og Árna lækni á Grenivík, en síðan Ástríði Jósepsdóttur á Ak- ureyri. Sumarið 1940 var hún á Grænavatni í Mý- vatnssveit og um veturinn á Víði- völlum í Skagafirði. Síðan tóku við fleiri góðir staðir svo sem tilraunabúin í Laugardælum og á Sámsstöðum, hjá Klem- ensi Kristjánssyni bústjóra, sem var frumkvöðull í korn- rækt á Íslandi. Þá var hún á Húsmæðraskólanum í Hvera- gerði í einn vetur, 1945-6. Það- an réði hún sig í vist til Jakobs Gíslasonar raforkumálastjóra og var þar fram á haustið 1950. Hún eignaðist soninn Snorra Ásta bjó með pabba á árun- um 1966 til 1979. Hún kom inn á heimilið ásamt Snorra syni sín- um. Börnin voru sex talsins og öll á misjöfnum aldri. Seinna sagði hún að þetta hefði verið eitt það erfiðasta verkefni sem hún hefði tekið sér fyrir hendur um dagana. Ásta fæddist á Rauðsgili í Borgarfirði og hélt ávallt sterkum tengslum við bæinn sinn. Dvöldum við strák- arnir þar á sumrin sem bæði mótaði okkur og þroskaði. Ásta hafði sinn sérstaka stíl. Hún var með sítt og mikið hár sem hún fléttaði fallega og sjaldan sást hún án höfuðfats. Hún var ein af fáum konum sem reyktu pípu, hafði gaman af að eiga fallega bíla og reyndi meira að segja að gera við þá sjálf. Ásta átti um tíma rauða Volvo-kryppu sem var sportút- gáfa og var oft reynt að slá tímamet þegar farið var í Borg- arfjörðinn. Seinna eignaðist hún grænan BMW sem hún átti þar til hún hætti að keyra. Ásta gaf þá Karólínu, dóttur okkar, bíl- inn sem hefur vart slegið feilp- úst. Við fjölskyldan minnumst skemmtilegra ferðalaga um landið með Ástu og Snorra. Ófáar sumarbústaðaferðir á Snæfellsnesið þar sem hún kenndi krökkunum að tína æta sveppi og ná í ölkelduvatn. Þá hafði Ásta sérstakt lag á að tyggja þurrkuð epli. Kenndi Ásta okkur sérstaka tugguað- ferð til að koma í veg fyrir að eplin festust í gómnum. Ástu var alla tíð umhugað um heilsuna og mataræðið og hafði sterka trú á óhefðbundnum lækningum. Ásta gerði jurta- seyði, ræktaði Mansjúríu-svepp um tíma og neytti sér til heilsu- bótar. Heita lækinn í Nauthóls- vík stundaði hún iðulega sem og sundlaugarnar. Ásta hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar. Hún hafði sérstakan húmor og ein- stakt lag á að skjóta inn vel völdum orðum á hárréttu augnabliki. Ásta bjó síðustu ár- in á hjúkrunarheimili og naut einstakrar umönnunar Snorra, sonar síns. Sá hann ætíð til þess að hún væri vel tilhöfð og hefði allt til alls. Saman fóru þau reglulega í bíltúra og heimsókn- ir, sem Ásta naut allt fram til síðasta dags. Þegar dags er þrotið stjá þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Við minnumst Ástu með hlýhug og sendum Snorra og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Finnbjörn, Oddný og Karólína. Ástríður Guðbjörnsdóttir ✝ IngibjörgSteinþórs- dóttir fæddist 5. maí 1926. Hún lést á Héraðssjúkra- húsinu á Blöndu- ósi 1. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Steinþór Björnsson, bóndi Breiðabólstað, f. 28. mars 1900, d. 4. janúar 1986, og kona hans Ingibjörg Jón- asdóttir húsfreyja, f. 31. októ- ber 1899, d. 4. apríl 1978. Steinþór var alinn upp á Breiðabólstað frá unga aldri og að fóstru sinni látinni 1924 tók hann við búi á Breiðaból- stað og bjuggu þau hjón þar til ársins 1976 að þau fluttu til Blönduóss. Ingibjörg var elst fjögurra systkina en þau eru bólstað hjá foreldrum Ingi- bjargar, en í ársbyrjun 1953 fluttu þau í Skólahúsið við Sveinsstaði í Austur- Húnavatnssýslu. Þar bjuggu þau meðan Jóhann lifði en Ingibjörg flutti til Blönduóss árið 1990 og átti heima þar til æviloka. Jóhann vann utan heimilis meðan heilsa hans leyfði en haustið 1963 veiktist hann af berklum og var að mestu óvinnufær eftir það. Meðan þau hjón áttu heima í Skólahúsinu var Ingibjörg ætíð með nokkrar kindur og fáein hross. Hún var natin við dýrin og ferhyrndu kindurnar hennar, flekkóttu, og snyrti- legu taðhlaðarnir vöktu at- hygli ferðamanna og oft stöns- uðu langferðabílar á hlaðinu við Skólahúsið erlendum ferðamönnum til ánægju. Saumastofa var sett á fót á efri hæðinni í Skólahúsinu árið 1979 og vann Ingibjörg þar. Útför Ingibjargar verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 12. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Jóhanna, Jónas og Sigurlaug sem öll lifa systur sína. Ingibjörg giftist 29. des. 1949 Jó- hanni Helga Guð- mundssyni, sem fæddur var á Litlu-Borg í Vest- ur-Húnavatnssýslu 5. nóv. 1922, d. 28. des. 1988. Dóttir þeirra hjóna er Ólöf Guðmunda sjúkraliði, f. 5. júní 1962. Hún giftist 29. des- ember 1985 Halldóri Jóhanni Grímssyni verkstjóra, f. 26. maí 1959, og búa þau í Reykja- nesbæ. Sonur þeirra er Þor- grímur Jóhann, f. 28. júní 1989, vélvirki að mennt, sem býr í foreldrahúsum. Ingibjörg og Jóhann áttu heimili fyrstu árin á Breiða- Þeir hverfa einn af öðrum sam- ferðamennirnir í sveitinni heima. Nú er látin sómakonan Ingibjörg Steinþórsdóttir, sem í tæp 40 ár átti heima í Skólahúsinu í túnfæt- inum heima á Sveinsstöðum. Ég var aðeins sjö ára þegar þau Inga og Daddi komu í Skólahúsið og var ávallt mikill samgangur milli heimilanna. Þó að Daddi væri dul- ur að eðlisfari var glettnin oftast skammt undan og hann sá skemmtilegar hliðar á samferða- mönnunum þegar þannig lá á hon- um. Inga var mjög natin við skepn- ur og fylgdist ætíð vel með hvort einhvers staðar bjátaði eitthvað á. Hún var með sitt fé í landinu hjá pabba. Á hennar fyrstu árum í Skólahúsinu tíðkaðist það að sleppa ánum fyrir sauðburð. Pabbi samdi við Ingu að líta eftir lambánum og margar ferðirnar fór ég með henni. Þá fórum við ríð- andi og lærði ég margt. Hún var glögg að sjá ef lamb komst ekki á spena eða ef eitthvað var að heilsu þeirra eða ánna. Hún var einkar lagin við að aðstoða ær við burð og fór víða á bæi til þess. Þar komu hennar nettu hendur sér vel. Dæmi um hennar miklu athygli get ég nefnt að eitt sinn á seinni árum hennar í Skólahúsinu lét hún mig vita að Blesu mína vant- aði í hrossahópinn. Ég vissi að Blesa var komin að köstun og fór strax og fann hryssuna þá kastaða en folaldið hafði farið afvelta þar sem dys Friðriks og Agnesar var við Þrístapa. Þarna hefði folaldið dáið ef árvekni Ingu hefði ekki komið til. Hesturinn Friðrik er einn af okkar traustustu hestum. Hann á sér marga aðdáendur bæði austan og vestan Atlasála og nú síðast hafði kona samband frá Þýskalandi, langaði að komast á hestbak í sumar og spurði hvort Friðrik væri enn tiltækur. Hann hefði verið svo dásamlegur þegar hún kom síðast, en það var nú fyr- ir aldamót. Mörg fleiri dæmi mætti nefna þar sem Inga bjarg- aði skepnum og kom til hjálpar. Daddi átti bíla sem hann fór vel með. Fyrstu árin þeirra í Skóla- húsinu átti pabbi engan bíl. Þá fengum við stundum far með Dadda á gamla willysjeppanum. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð þegar þau buðu mér og eldri systur minni að Stafnsrétt í Svart- árdal. Við vorum ekki há í loftinu þá en það var mikil upplifun að sjá féð koma niður af heiðinni en ekki síður að sjá allan gleðskapinn sem dunaði á grundunum við réttina fram á nótt. Þar var maður með harmoniku og spilaði, sumir döns- uðu og svo kom að því að slettist upp á vinskapinn hjá tveimur og þá var slegist svo blóð draup. Eftir að Daddi veiktist og gat ekki unnið jafnmikið og áður hlýt- ur oft að hafa verið þröngt í búi. Almannatryggingar voru ekki miklar í þá daga en hirðusemin, nýtnin og fyrirhyggjan var í fyr- irrúmi. Aldrei varð maður var við að þau liðu skort og eitt er víst að það voru ekki mikil vandamál hjá Ingu að kaupa íbúð á Blönduósi þá hún ákvað að flytja þangað. Fólk sem talar um erfiðleika dagsins í dag gæti margt lært af slíku fólki sem þau hjón voru og hvernig spara mætti og komast af með lít- ið. Eftir að Björg kom í Sveins- staði urðu þær Inga miklar vin- konur. Eftirlifandi dóttur þeirra hjóna og fjölskyldu vottum við Björg okkar samúð. Magnús frá Sveinsstöðum. Ingibjörg Steinþórsdóttir Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.