Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst fjölskylda þín óþægilega gagnrýnin og letjandi í dag. Farðu yfir öll efnisatriði og gefðu þér tíma til þess að vega þau og meta. 20. apríl - 20. maí  Naut Passaðu þig á því að einblína ekki svo mikið á praktíska hluti, að þú missir sjónar á gleði þinni og sköpunargáfu. Horfstu í augu við það sem þú forðast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert óvenju kraftmikil/l þessa dagana og nýtir meðbyrinn til þess að bæta ástarsamband. Fólk gæti farið að trúa þér ef þú værir ekki alltaf að stríða því. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert svo heillandi núna að þú gæt- ir fengið fólk til að gera allt fyrir þig sem þú nennir ekki að gera. Jafnvel þótt þú viljir ekki ástarsamband er gott að eignast nýjan vin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Undirbúðu þig aftur og aftur fyrir komandi áskoranir, og þú öðlast öryggi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ástæða þess að þú ert svo gleyminn þessa dagana er að þú ert með of mörg járn í eldinum. Farðu yfir stöðuna í rólegheitum og þá muntu geta leyst málin fyrirhafn- arlítið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú veist hvað þú vilt, og þarft ekki álit annarra til að styðja valið. Þér er óhætt að treysta eðlisávísun þinni í bland við hæfileg- an skammt af raunsæi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í léttu skapi þessa dag- ana og átt auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri. Samskiptin við hitt kynið ganga glimrandi vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Slíðraðu sverðin og láttu ekki ómerkilegan kryt eyðileggja ágætan dag. Mundu að við uppskerum eins og við sáum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Deginum er vel varið, því þú átt eftir að njóta afraksturs hans í einkalífinu og ekki síður í starfi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú nærð þeim árangri sem þú ætlar þér. Samvera í góðum félagsskap mun vafalaust veita þér mikla gleði. Taktu á hon- um stóra þínum og láttu vita af tilfinningum þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gáta sem þú hefur lengi velt fyrir þér verður nú leyst og lausn hennar mun koma þér verulega á óvart. Tillögur þínar eru að öllum líkindum ekki góðar og gætu valdið vandræðum. Karlinn á Laugaveginum varmeð dagpoka á bakinu þegar ég hitti hann og sagði án þess að heilsa: „Góð er vorblíðan en leið- inleg garðverkin. Ég er búinn að stinga upp fyrir kerlinguna, svo að hún getur farið að setja niður kart- öflurnar. Annars flaug mér vísa í hug. Hún er eins og góðar vísur eiga að vera, sjálfbjarga en skiptir þó engu máli: Þó að nóg sé nú um sýsl með neftóbak í pontu skýst ég upp í Köldukvísl og kasta fyrir lontu.“ Og var horfinn. Í gær birtist í vísnahorni gátuvísa eftir Einar Benediktsson: Settist ég á bungu baks (kistill) bar í höndum fundinn goða (askur) veifaði skíði skerja þaks (spónn úr hvalskíði) skvetti að lending kyrnu boða (munnur og skyr). Orðið „kyrningur“ þýðir „gróft skyr, graðhestaskyr“ og þekkir Jón Eyjólfur Jónsson læknir þá merk- ingu frá heimsókn sinni í veitinga- húsið Lögberg í Lækjarbotnum, þar sem honum var boðið upp á þennan rétt ungum dreng og þótti ekki lystugur. Mér hefur alltaf þótt gaman að vísum Einars Jochumssonar. Í bók- inni „Upp á Sigurhæðir“ er sagt frá því, að þegar Einar lærði að ganga hafi hann fengið vísu frá Þóru móð- ur sinni eins og hin börnin, – „þessi varð til er hún mætir Einari í bæj- argöngunum, nývöknuðum og „lafalúðalegum“ í útgangi:“ Einar kemur akandi, allur sundur flakandi. Var þá mamma vakandi vel mót drengnum takandi. Þessa léttu hrynjandi og mælsku tók Matthías í erfðir frá móður sinni. Enn fremur segir frá því að Ein- ar hafi í riti sínu „Kristindómur, Árás á kennimenn lúthersku kirkj- unnar“ kallað séra Matthías „dýrk- aðan óðinshana þjóðkirkjunnar“. Þessi vísa fékk vængi: Helgasonur séra Jón sínum beitir hroka rigsar upp í ræðustól með riddarakross og poka. Og þessa vísu fann ég á miða með minni rithönd og krotað í hana. Mig minnir að hún sé eftir mig. Ég þori ekki að fortaka það: Gjálífið við Öxará einkum þó á kveldin þegar sól á himni há í hjörtunum kveikti eldinn olli því að þellu hjá Þorgeir skreið und feldinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Með neftóbak í pontu G æ sa m a m m a og G rí m u r G re tt ir S m áf ó lk H ró lfu r h ræ ð ile g i Fe rd in a nd ROP! ÉG ER ALLTAFÁ VAKT ÆI, NEI! ÞETTA ER EIN AF ÞESSUM NÓTTUM ÞAR SEM ÉG GET BARA EKKI FUNDIÐ ÞÆGILEGA STELLINGU TIL AÐ SOFA Í STUNDUM VERÐUR MAÐUR BARA AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA SAMI VIÐBJÓÐURINN OG ÞÚ GAFST OKKUR Í GÆR HONUM FINNST HANN SVO SVALUR EFTIR AÐ EIGANDINN HANS FÓR MEÐ HANN Á FÓTBOLTALEIK ÉG BIÐST FORLÁTS ÞETTA FINNST MÉR MÓÐGANDI! ÞETTA ER FERSKUR VIÐBJÓÐUR SEM ÉG ELDAÐI Í MORGUN! Það er magnað hvað Íslendingareru fótboltasinnuð þjóð. Þrátt fyrir að við höfum náð hvað minnst- um árangri einmitt í þeirri grein á al- þjóðavísu. Víkverji eins og margir fé- laga hans hugsar til þess sem gullaldartíma þegar kraftaverkamað- urinn Guðjón Þórðarson kom okkur svo nálægt því að komast á heims- meistarakeppnina í fótbolta að þáver- andi heimsmeistarar slógu möguleika okkar ekki út af borðinu fyrr en í síð- asta leik undanriðilsins og á síðustu mínútunum þegar þeir unnu okkur 3-2 í París í Frakklandi. Það var stór- kostleg keppni og á Guðjón Þórð- arson skilda fálkaorðu fyrir að hafa gefið landanum loksins möguleika sem þó var sleginn út af borðinu eins og alltaf. Því á endanum var þessi sig- ur eins og allir okkar sigrar í fótbolta, svona næstum-því-sigur. Við kom- umst næstum því áfram. Það er svo sjaldgæf tilfinning að það var ynd- isleg tilfinning. x x x En í handboltanum komumst viðekki aðeins á heimsmeistaramót, ólympíumót og Evrópumót nánast alltaf heldur höfum við náð silf- urmedalíu á hinum háu Ólympíu- leikum. Algjörlega stórkostlegur ár- angur. Þegar HK varð Íslandsmeistari í handbolta á Íslandi varð það vissulega forsíðufrétt á Morgunblaðinu, en ekki aðalfréttin á forsíðunni. Aðalfréttin með risastórri fjögurra dálka mynd á forsíðunni var um það að fótboltakeppni landsins væri að byrja. Knattspyrnutíðin væri hafin og myndin var úr einum af fyrstu leikjum Íslandsmeistaramóts- ins í knattspyrnu, tíðindalitlum leik í móti sem var að hefjast. En sigur HK í Íslandsmeistaramóti í handbolta endaði í eins dálks mynd á forsíðunni. x x x Fótboltinn virðist eiga hug flestra.En handboltinn og körfuboltinn mega ekki gleymast. Hvað þá jaðar- íþróttirnar. Það er oft ótrúlega lítið fjallað um þau afrek sem piltar og stúlkur þessa lands eru að fram- kvæma ef þau eru ekki í fótbolta- skóm. Saga HK og þessi langþráði Íslandsmeistaratitill er svo sannar- lega falleg og verðugt fréttaefni. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í saman- burði við þá dýrð, sem oss mun opin- berast. (Rm. 8, 18.) Auðbrekku 3, 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ www.oreind.is YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR FRÁ GERVIHNETTI Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst 26.500kr.Verð frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.