Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað Ferðasumar 2012 ferðablað innanlands föstudaginn 25. maí. Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig og verður aðgengilegt á mbl.is. Því verður einnig dreift á upplýsingamiðstöðvar um land allt. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 21. maí. SÉ RB LA Ð Ferðasumar 2012 ferðablað innanlands Minniskort Minnislyklar Kortalesarar Aukahlutir fyrir farsíma, snjallsíma, iPhone og iPad Töskur og símahulstur í miklu úrvali Rafhlöður fyrir alla farsíma Minnislykill 4GB 1.990 kr. Gott úrval af einföldum og ódýrum GSM símum Skype heyrnartól 1.290 kr. 12V bílafjöltengi með USB útgangi 2.990 kr. Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Öll GSM bílhleðslutæki á 990 kr. Almenningur þarf að fylkja sér um núver- anda forseta þar sem ríkisstjórnum og meiri- hluta Alþingis er ekki treystandi. Miklar lík- ur eru á að reynt verði enn frekar að þvinga Icesave-kröfuna í gegnum þingið og jafn- vel fleiri málum í óþökk þjóðarinnar. Það væri nánast syndaaflausn fyrir ríkisstjórnina tækist henni að koma kröfunni í gegn. Væri ekki svona sjúkt ástand í þjóðmálum landsins sem raun ber vitni og einkennist helst af mörgum gerspiltum þingmönnum og ómældu foringjaræði, hefði við aðrar að- stæður mátt styðja að fá húsfreyju að Bessastöðum. Vart getur talist eðlilegt að forsetaframbjóðandi geti ekki upplýst afstöðu sína til Evrópu- sambandsaðildar enda mikill Sam- fylkingarfnykur af framboði hennar og óásættanlegt hvernig hún telur rétt að fara með málskotsréttinn, sem meginþorri þjóðarinnar hefur ítrekað óskað eftir að sé notaður. Málskotsréttur sem ekki er notaður er pólitísk ákvörðun þegar þjóðin er ekki samstiga og vill að hann sé virk- ur. Jafnvel þótt þjóðin vilji hafa kyn- þokkafulla konu sem forseta þarf al- menningur að íhuga að forsetaframbjóðandi sem ekki vill nota málskotsréttinn er að hunsa vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill að rétturinn sé virkur. Ríkisstjórnir sem svíkja helstu kosningarloforð sín ítrekað, eru rún- ar öllu trausti og þá ríður á að hafa forseta sem öryggisventil almenn- ings, sem vill og þorir að nota mál- skotsrétt sinn sem felst í 26. gr. stjórnarskrárinnar. Varla spillir fyr- ir að ekki þarf að borga Ólafi Ragn- ari tugi milljóna í eftirlaun fyrir kjörtímabilið verði hann aftur end- urkjörinn. Slitastjórn Landsbankans hefur gefið það út að ekki væri til nema fyrir forgangskröfum í Icesave, sem er einnig háð því að ákveðnar væntingar gangi eftir, jafnvel þó svo að búið sé að selja Iceland Food-keðjuna sem öllu átti að bjarga með sínum 67% eigna- hlut. Enn vantar hundruð milljarða í eft- irstöðvar varðandi samningana þó svo vill- andi upplýsingum sé haldið á lofti um annað, enda ekki búið að borga nema 1/3 af for- gangskröfum. Þó svo Lee Buchheit hafi náð að- eins betri samningi er samt um 500 milljarða gat að ræða auk áfallinna vaxta. Ávinningurinn sem Lee Buch- heit náði í sínum samningi hefur guf- að upp með gengissigi krónunnar, sem nemur tugum milljörðum hefði forsetinn staðfest samningana. Þjóð- in á ekki að láta ESA kúga sig. Eðli- legast er að útkljá málið fyrir dóm- stólum enda ekki um neina smáupphæð að ræða sem þjóðin er ófær um að borga. Ríkisstjórnin fer í mál af minna tilefni þegar landinn á í hlut en því er öfugt farið þegar þarf að leita réttlætis gagnvart erlendum aðilum. Þá er ekkert annað en sleikjuháttur og ræfildómur í fyr- irrúmi enda útlendingadýrkunin al- gjör sem búið er að sýna sig oft í gegnum árin. Það líður að kosningum um for- seta lýðveldisins með tilheyrandi taugatitringi hjá stjórnarflokkunum að fá forseta sem strengjabrúðu sem myndi ekki nota málskotsrétt sinn, jafnvel þó að það væri í óþökk þjóð- arinnar. Það er ekki hægt að útiloka að stjórnvöld reyni enn frekar að troða Icesave í gegnum þingið þó það sé í hróplegu ósamræmi við yf- irlýstan vilja þjóðarinnar. Þegar forsetinn neitaði að skrifa upp á fjölmiðlalögin um árið voru núverandi stjórnarþingmenn svo al- sælir að þeir héldu vart vatni, en það gegnir öðru máli um eigin óhæfu- verk varðandi Icesave-samningana. Hefði forseti Íslands samþykkt samningana stæði þjóðin frammi fyrir slíkri örbirgð að hún hefði í besta falli verið áratugi að hreinsa sig af þeim skuldaklafa. Ríkisstjórn- inni tókst að sýna landsmönnum fram á að enginn munur er á vinstri- og hægristjórn þar sem sérhags- munagæslan sér alltaf um sig og sína, með gerspillta flokksforingja ásamt „ já amen“-skósveinum. Sum- ir af sjálfstæðismönnum eru ekki undanskildir, með flokksforingjann í farabroddi, sem tóku u-beygju á síð- ustu metrunum í Icesave-deilunni þegar reynt var að þvinga samn- ingana í gegnum þingið. Ábyrgðarleysið fær væntanlega sem fyrr að njóta sín með ómældum kosningaloforðum í aðdraganda næstu alþingiskosninga, svo sem í jarðganga- og mannvirkjagerð og öðrum gæluverkefnum byggðum á óraunhæfum væntingum og lántök- um. Væntanlega verða ekki upp- byggilegri loforðin hjá meginþorra stjórnarandstæðinga, þar sem áþekkir loforðalistar verða einnig viðhafðir. Ríkisstjórn og aðrir þingmenn sem voru tilbúnir að samþykkja á annað þúsund milljarða kröfu með óraunhæfum vöxtum, eru vart í takt við raunveruleikann. Það hlýtur að vera takmörkum háð hvað þjóð sem er komin að fótum fram er tilbúin að undirgangast af ábyrgðarlitlum þingmönnum. Almenningur þarf að átta sig á villandi málflutningi stjórnvalda sem er ítrekað haldið á lofti til að réttlæta glórulausa skuldaviðurkenningu sem Icesave er, þá er gott að vita af þeim örygg- isventli sem forseti lýðveldisins hef- ur verið. Meginþorri þjóðarinnar vill að málskotsréttur forseta sé virkur. Forseti getur illa orðið allsherj- arsameiningartákn, þar sem hann getur ekki þóknast nema annarri fylkingunni. Höldum forsetanum lengur og þokkadísinni á skjánum Eftir Vilhelm Jónsson »Meginþorri þjóðarinnar vill að málskotsréttur forseta sé virkur. Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir. Fyrir rúmum þrjátíu árum, þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta- kjörs, risu upp raddir sem fundu framboði hennar allt til foráttu. Helst bar á gagnrýni í þá veru að hún væri einstæð móðir sem ætti ekki maka til þess að standa sér við hlið í for- setaembættinu. Þá voru þeir margir sem bentu á afskipti Vigdísar af baráttu gegn herstöðinni á Miðnesheiði. Öll vitum við hvernig fór. Með Vigdísi eignuðust Íslend- ingar einn ástsælasta þjóðhöfðingja sem setið hefur á Bessastöðum, að öllum öðrum ólöstuðum. Vigdís braut vissulega blað í sög- unni og fór sannarlega gegn ríkjandi hefðum. Hún þorði, gat og vildi. Gagnrýnisraddirnar voru fljótar að þagna eftir að hún tók við embætti – enda sýndi hún og sannaði að hún var starfsins verð. Sjálf var ég virkur þátttakandi í kosningabaráttu Vigdís- ar og minnist þess hversu alþýðleg hún var alla tíð og laus við að draga fólk í dilka eftir þjóðfélagsstöðu. Hún var frambjóðandi sem bjó yfir kjör- þokka, reynslu, menntun, mann- kærleik og hlýju – en síðastnefndu eiginleikarnir eru þeir sem færðu henni ekki síst sigurinn. Mér eru einnig minnisstæð varn- aðarorð Vigdísar þess eðlis að hvorki hún né stuðningsmennirnir mættu undir neinum kringumstæðum tala af óvirðingu um meðframbjóðendurna. Við það var staðið. Slíkur frambjóð- andi býðst þjóðinni núna, þegar for- setakosningar eru framundan. Þóra Arnórsdóttir minnir um margt á Vig- dísi. Hún er ung, vel menntuð, vel upplýst og hefur þann mannkærleik og hlýju sem einkenndu Vigdísi í embætti. Bakgrunnur hennar er einnig að mörgu leyti svipaður bak- grunni Vigdísar; Þóra nam erlendis, talar fjölmörg tungumál, hefur starf- að við leiðsögn um landið okkar og unnið í sjónvarpi fyrir utan þann fá- gæta eiginleika að hafa ómælda per- sónutöfra. Og hún flytur ekki ein á Bessastaði, fari svo að hún nái kjöri. Með henni fara tvö börn þeirra Svav- ars Halldórssonar, auk barnsins sem er á leið í heiminn þegar þessi orð eru skrifuð. Auk þeirra verða þrjár dæt- ur Svavars án efa heimagangar á hinu forna menning- arsetri. Þau hjónin hafa tekið þá ákvörðun að Svavar sinni börnunum í fullu starfi. Það eru því létt- væg rök þegar því er haldið fram að Þóra kunni að eiga í erf- iðleikum með að sinna embættinu með „öll þessi börn“. Í því sam- bandi er e.t.v. rétt að varpa fram þeirri spurningu hvort nokkur hefði haft orð á barnafjöld þeirra hjóna ef dæmið hefði snúist við og Svavar boðið sig fram til forseta. Á það skal einnig minnt að þau hjón hafa bæði verið í krefjandi vakta- vinnu við fjölmiðla; vinnu þar sem reynt hefur á samtakamátt þeirra þegar kemur að umönnun barna þeirra. Ef Þóra nær kjöri verður enn frekar haldið utan um fjölskylduna þar sem annað foreldrið er alfarið heimavinnandi. Ungan aldur Þóru hefur oft borið á góma þeirra sem efast um hæfni hennar. Svarið við því er að kjörgengisaldur forseta er 35 ár og sá aldur hefur varla verið settur að ástæðulausu. Fyrir skömmu heyrði ég vel menntaða og virta konu í samfélaginu svara þessum gagnrýnisröddum á snilldarlegan hátt: „Þóra er líklega betur upplýst um flest mál en allur þorri almennings. Í starfi sínu sem fjölmiðlamaður hefur hún orðið að setja sig vel inn í hin ólíkustu mál og situr svo í munnlegu prófi frammi fyrir alþjóð; prófi sem reynir á þekk- ingu hennar.“ Ef Þóra Arnórsdóttir nær kjöri forseta Íslands höfum við valið vel menntaða, fjölupplýsta, hjartahlýja fjölskyldukonu; konu sem lætur sér annt um almenning; konu sem verður þjóðinni til mikils sóma. Fjölmenntaða fjölskyldukonu á Bessastaði Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Ragnheiður Davíðsdóttir » Þóra Arnórsdóttir minnir um margt á Vigdísi. Hún er ung, vel menntuð, vel upplýst og hefur þann mannkærleik og hlýju sem einkenndu Vigdísi í embætti. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.