Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Allur aldur leggst vel í mig því mér finnst aldur vera svo af-stæður. Þetta er spurning um hugarfar,“ sagði Helga Möll-er, söngkona og flugfreyja, um hvernig henni þætti að verða 55 ára í dag. „Ég er nýkomin úr skemmtilegri golfferð þannig að ég er mjög vel stemmd.“ Helga sagðist yfirleitt ekki hafa haldið mikið upp á afmæli sín en fimmtugsafmælið er henni minnisstætt. „Það bar upp á daginn þegar aðalkeppnin var í Evróvisjón. Ég hef tekið þátt í Evróvisjón-partíi Páls Óskars í mörg ár og gerði það líka þennan dag. Það sungu allir fyrir mig afmælissönginn mér al- gjörlega að óvörum. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Helga. Hún sagði að Evróvisjón hefði verið þáttur í lífi hennar alveg frá árinu 1986 þegar hún var fulltrúi Íslands í fyrsta sinn sem Íslendingar tóku þátt, ásamt þeim Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni í Icy- hópnum. „Ég hef sungið Gleðibankann að minnsta kosti einu sinni á ári síðan þá. Þetta er eini bankinn sem stendur vel að vígi eftir bankahrunið, fullur af gleði-innistæðum og ég er bankastjórinn!“ Helga hóf að syngja opinberlega við eigin gítarleik á unglings- árum og grípur enn í gítarinn. „Ég hef samið tvö lög um ævina og annað fór í sönglagakeppni Kvenfélagsins á Sauðárkróki. Svo samdi ég lag og texta til barnabarnsins þegar ég varð amma. Ef ég eignast fleiri barnabörn verð ég líklega að semja fleiri lög!“ gudni@mbl.is Helga Möller söngkona er 55 ára í dag Morgunblaðið/Sigurgeir S Afmælisbarnið Helga Möller söngkona hefur sungið opinberlega frá unglingsárum þegar hún söng og spilaði sjálf undir á gítar. Gleðibankinn stóð af sér bankahrunið Ó lafur ólst upp í Hafnar- firði og var í sveit hjá Bergi og Önnu, á Stein- um undir Eyjafjöllum. Hann útskrifaðist frá Flensborg og lauk sveinsprófi í prentiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Ómetanlegt uppeldisstarf Ólafur starfaði við Upptökuheim- ilið í Kópavogi 1976-79. Hann og Drífa, kona hans, stofnuðu síðan og starfræktu, ásamt Sigurði Ragnars- syni og Ingu Stefánsdóttur, meðferð- arheimili fyrir unglinga að Smáratúni 1979-83, og síðan á Torfastöðum í Biskupstungum 1983-2004. Uppeldis- og meðferðastarf Ólafs og Drífu var afar árangursríkt og ómetanlegt, enda þeirra hugsjón og lífsköllun. Á þeim árum eignuðust þau fjölda „fósturbarna“ og hafa síð- an eignast „fósturbarnabörn“ sem sum hafa verið skírð í höfuðið á þeim. Ólafur snýr sér að hrossarækt Ólafur og Drífa voru með fjárbú- skap á Torfastöðum, mest um 400 fjár, en hófu fljótlega hrossarækt. Nú hafa tugir hrossa frá Torfastöðum hlotið 1. verðlaun og árið 2011 varð Gautrekur frá Torfastöðum, fyrstur Ólafur Einarsson, hrossabóndi á Torfastöðum, 60 ára Í Tungnarétt Ólafur og Drífa ræða málin í réttunum við tvö af sínum kæru fósturbörnum. Ómetanlegt uppeldis- starf á Torfastöðum Á Spáni Ólafur ásamt börnunum ungum, Fannari, Björt og Eldi. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Marikó Dís fæddist 14. júlí kl. 16.28. Hún vó 3.545 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunna Dís og Stefán Svan. Reykjavík Ragna Malen fæddist 24. júlí. Hún vó 3.295 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Edda Sigrún Svavarsdóttir og Ragnar Þór Ragn- arsson. Nýir borgarar Ásdís Valdi- marsdóttir húsmóðir er sjötug í dag, 12. maí. Árnað heilla 70 ára Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.