Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 44
44 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
Allur aldur leggst vel í mig því mér finnst aldur vera svo af-stæður. Þetta er spurning um hugarfar,“ sagði Helga Möll-er, söngkona og flugfreyja, um hvernig henni þætti að verða
55 ára í dag. „Ég er nýkomin úr skemmtilegri golfferð þannig að ég
er mjög vel stemmd.“ Helga sagðist yfirleitt ekki hafa haldið mikið
upp á afmæli sín en fimmtugsafmælið er henni minnisstætt.
„Það bar upp á daginn þegar aðalkeppnin var í Evróvisjón. Ég hef
tekið þátt í Evróvisjón-partíi Páls Óskars í mörg ár og gerði það líka
þennan dag. Það sungu allir fyrir mig afmælissönginn mér al-
gjörlega að óvörum. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Helga. Hún
sagði að Evróvisjón hefði verið þáttur í lífi hennar alveg frá árinu
1986 þegar hún var fulltrúi Íslands í fyrsta sinn sem Íslendingar
tóku þátt, ásamt þeim Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni í Icy-
hópnum. „Ég hef sungið Gleðibankann að minnsta kosti einu sinni á
ári síðan þá. Þetta er eini bankinn sem stendur vel að vígi eftir
bankahrunið, fullur af gleði-innistæðum og ég er bankastjórinn!“
Helga hóf að syngja opinberlega við eigin gítarleik á unglings-
árum og grípur enn í gítarinn. „Ég hef samið tvö lög um ævina og
annað fór í sönglagakeppni Kvenfélagsins á Sauðárkróki. Svo samdi
ég lag og texta til barnabarnsins þegar ég varð amma. Ef ég eignast
fleiri barnabörn verð ég líklega að semja fleiri lög!“ gudni@mbl.is
Helga Möller söngkona er 55 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Afmælisbarnið Helga Möller söngkona hefur sungið opinberlega frá
unglingsárum þegar hún söng og spilaði sjálf undir á gítar.
Gleðibankinn stóð
af sér bankahrunið
Ó
lafur ólst upp í Hafnar-
firði og var í sveit hjá
Bergi og Önnu, á Stein-
um undir Eyjafjöllum.
Hann útskrifaðist frá
Flensborg og lauk sveinsprófi í
prentiðn við Iðnskólann í Reykjavík.
Ómetanlegt uppeldisstarf
Ólafur starfaði við Upptökuheim-
ilið í Kópavogi 1976-79. Hann og
Drífa, kona hans, stofnuðu síðan og
starfræktu, ásamt Sigurði Ragnars-
syni og Ingu Stefánsdóttur, meðferð-
arheimili fyrir unglinga að Smáratúni
1979-83, og síðan á Torfastöðum í
Biskupstungum 1983-2004.
Uppeldis- og meðferðastarf Ólafs
og Drífu var afar árangursríkt og
ómetanlegt, enda þeirra hugsjón og
lífsköllun. Á þeim árum eignuðust
þau fjölda „fósturbarna“ og hafa síð-
an eignast „fósturbarnabörn“ sem
sum hafa verið skírð í höfuðið á þeim.
Ólafur snýr sér að hrossarækt
Ólafur og Drífa voru með fjárbú-
skap á Torfastöðum, mest um 400
fjár, en hófu fljótlega hrossarækt. Nú
hafa tugir hrossa frá Torfastöðum
hlotið 1. verðlaun og árið 2011 varð
Gautrekur frá Torfastöðum, fyrstur
Ólafur Einarsson, hrossabóndi á Torfastöðum, 60 ára
Í Tungnarétt Ólafur og Drífa ræða málin í réttunum við tvö af sínum kæru fósturbörnum.
Ómetanlegt uppeldis-
starf á Torfastöðum
Á Spáni Ólafur ásamt börnunum ungum, Fannari, Björt og Eldi.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjavík Marikó Dís fæddist 14. júlí
kl. 16.28. Hún vó 3.545 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar eru Sunna Dís
og Stefán Svan.
Reykjavík Ragna Malen fæddist 24.
júlí. Hún vó 3.295 g og var 49 cm löng.
Foreldrar hennar eru Edda Sigrún
Svavarsdóttir og Ragnar Þór Ragn-
arsson.
Nýir borgarar
Ásdís Valdi-
marsdóttir
húsmóðir er
sjötug í dag,
12. maí.
Árnað heilla
70 ára
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón