Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 41
það nauðsynlegasta úr búslóð hans og einnig úr búslóð móður okkar. Mikið var sjónarspilið, sem Eldfellið hélt fyrir okkur, bæði við komu og brottför frá Eyjum. Garðar minntist þessar- ar ferðar lengi, enda var heim- ilisköttur mömmu með í för til Hafnarfjarðarhafnar. Ekki var laust við að Brandur blessaður eftirléti svolítil lyktarummerki eftir dvölina í káetu Garðars og einhverju sinni sagði Garðar mér það hlæjandi að þrátt fyrir mikil þrif í káetunni hefði ilmur hans legið í loftinu mánuðum saman. En heim til Eyja fluttu Garðar og Ásta óbuguð um leið og þess var kostur. Garðar og Ásta urðu fyrir óskaplegu áfalli þegar þau misstu Ástu dóttur sína einungis 33 ára gamla. Missir barns setur óhjákvæmilega óafmáanleg spor á foreldra, jafnvel þó að barnið hafi verið löngu af barnsaldri og búið að koma upp eigin fjöl- skyldu. Ég skynjaði oft í sam- tölum við Garðar hvað missirinn var djúpur og hafði mikil áhrif á hann. Því er vel við hæfi að útför hans skuli bera upp afmælisdag Ástu heitinnar. Síðustu tvö ár átti Garðar við veikindi að stríða, sem smám saman tóku sífellt aukinn toll af honum. Á spítalanum var þó allt- af þröng á þingi og oft glatt á hjalla þrátt fyrir veikindi. Undir lokin vissum við oft vart hvernig hann skynjaði umhverfi sitt og því varð ég hrærður þegar hann heilsaði mér með nafni þegar ég kom til hans fyrir u.þ.b. mánuði. Kæra Ásta og fjölskylda, megi minning mikils öðlings og mann- vinar lifa. Fjölnir Ásbjörnsson. Æskuvinur minn Garðar Ás- björnsson lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja 7. maí síðastliðinn eftir erfið veikindi um alllangt skeið og hafa sein- ustu mánuðir verið honum erf- iðir. Minningar vakna frá löngu liðnum dögum er við vorum að vaxa úr grasi fyrir áratugum, það voru fagrir og áhyggjulausir dag- ar. Leiksvæðið var Stakkagerð- istún og nágrenni. Er kom að skólagöngu vorum við bekkjar- bræður bæði í Barnaskólanum og síðan í Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja. Ungir að árum geng- um við í Skátafélagið Faxa og störfuðum þar í nær áratug. Margs er að minnast frá þeim tíma, gangna um eyjuna okkar, útilega, róðrarferða, funda o.fl. Árið 1948 fórum við ásamt fleir- um á skátamót á Þingvöllum. Flogið var til Hellu og var þetta okkar fyrsta flug sem okkur fannst mikið ævintýri. Einnig fórum við suður til Sviss árið 1953 á skátamót ásamt skátum frá Akranesi og Borgarnesi. Þessi hópur hefur haldið vel sam- an í gegnum árin ásamt eiginkon- um, ferðast saman bæði inn- nlands og utan. Árið 1955 réðumst við í að byggja okkur hús er standa við Illugagötu 10 og 12 hér í bæ. Þetta var skemmtilegur tími en erfiður. Þarna ólust börnin upp við leik og störf og var samgangur mikill milli heimilianna. Garðar gerðist vélstjóri og varð sjómennskan hans aðalstarf. Hann var á hinum ýmsu bát- um og reyndist ávallt hinn traustasti starfsmaður. Á þess- um árum var oft farið í siglingar til Englands með fisk. Er heim var komið var hann ekki tóm- hentur og nutu börnin okkar góðs af því er hann rétti þeim sælgæti og fleira. Þetta var vel þegið af börnunum. Að lokinni sjómennskunni gerðist hann útgerðarstjóri hjá Sigurði Einarssyni en þar eins og annars staðar innti hann starf sitt vel af hendi og fylgdist með hvort tæki og tól væru í lagi, hvar bátarnir væru, hvort þeir væru að fiska, þarna var Garðar á heimavelli. Garðar og Ásta byggðu sér sumarbústað við Syðri-Reyki í Biskupstungum, þar átti fjölskyldan margar góð- ar stundir. Þarna hafa þau gróð- ursett tré og runna, og er þetta sannkallaður sælureitur. Garðar var mikill áhugamaður um stang- veiði, hann gat notið þess þarna í Tungufljótinu er rennur þar við bæjardyrnar. Auk þess fór hann norður í Víðidalinn, austur í Grenlæk og fleiri ár. Gaman var að hlusta á hann segja veiðisögur um þann stóra sem hann missti. Þá hafði hann gaman af flugu- hnýtingum og lét vita hvaða fluga veiddi best. Nú er leiðir skilur er margs að minnast sem of langt yrði upp að telja og setjum við það í minningarsjóðinn. Kæri vinur, um leið og við kveðjum þökkum við tryggð og vináttu liðin ár og vottum Ástu, börnum, Fjölni, og fjölskyldun- um öllum dýpstu samúð. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta, að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður sem einskis hér á jörðu væntir sér. (Tómas Guðmundsson.) Ása og Magnús. Garðar Ásbjörnsson hefur nú kvatt þetta jarðlíf eftir löng og erfið veikindi. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja en þar hefur hann dvalið í rúm tvö ár. Garðar byrjaði að vinna hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja árið 1976. Hann byrjaði þar sem vélstjóri á Álsey, en fór í land ár- ið 1977 og tók að sér ýmis störf hjá fyrirtækinu. Fljótlega tók hann við starfi útgerðarstjóra. Eftir að Hraðfrystistöðin sam- einaðist Ísfélagi Vestmannaeyja árið 1991 starfaði Garðar áfram sem útgerðarstjóri fram til árs- ins 2001 er hann lét af störfum. Garðar var hægri hönd Sigurðar Einarssonar forstjóra og var samvinna þeirra einstök og bar aldrei skugga á. Garðar var ein- staklega vandaður maður. Aldrei var hávaði eða fyrirferð í honum og sjaldan skipti hann skapi. Hann vann störf sín af alúð og samviskusemi og bar ávallt hag fyrirtækisins fyrir brjósti. Skip- stjórar félagsins báru virðingu fyrir honum og þótti þeim gott að vinna með svo þægilegum og ljúf- um manni, sem alltaf hugsaði um að skip félagsins væru sem best útbúin. Sjávarútvegur hefur ekki alltaf verið dans á rósum og stundum afrek að halda stórum flota gangandi yfir hávertíð þeg- ar fyrirtæki áttu allt undir því að vertíðir heppnuðust sem best. Garðar hafði einstakt lag á því að sjá til þess að allir legðust á eitt til þess að halda hlutunum gang- andi án þess nokkurn tíma að skipta skapi. Garðar var ekki ein- göngu starfsmaður Ísfélagsins heldur fjölskylduvinur. Hann var sem afi gagnvart drengjunum á heimilinu og ófáar veiðiferðir voru farnar þar sem Garðar var með í för. Það var heilög stund á gamlársdag, þegar Garðar kom í heimsókn með skipaflugelda, sem drengirnir skutu upp um kvöldið. Einstök skapgerð en ákveðni gerði Garðar að góðum sam- ferðamanni þeirra, sem þekktu hann og áttu samskipti við hann. Þó að hann hafi verið af gamla skólanum, ósérhlífinn og sam- viskusamur til vinnu, sem átti hug hans allan, þá átti Garðar stóra fjölskyldu og ófá barna- börn, sem sakna afa síns um ókomna tíð. Garðari eru þökkuð störf hans í þágu Hraðfrystistöðvarinnar og Ísfélagsins. Við kveðjum hann með virðingu og þakklæti, þökk- um honum vináttu og tryggð í gegnum tíðina. Við sendum Ástu og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guðbjörg Matthíasdóttir og synir. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar og bróður, GUÐBJÖRNS SIGURPÁLSSONAR frá Vík, Fáskrúðsfirði. Jóna Mortensen, Birgir Grétar Sigurpálsson, Þóra Mortensen. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát okkar ástkæru RANNVEIGAR ODDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á 5. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir hlýhug og góða umönnun. Jónína G. Kjartansdóttir, Finnur S. Kjartansson, Emilía S. Sveinsdóttir, Ágúst Oddur Kjartansson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ragna S. Kjartansdóttir, Friðgeir Þ. Jóhannesson, Þórir Kjartansson, Arna Magnúsdóttir, Helga Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG G. STEPHENSEN kjólameistari, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 15. maí kl. 13.00. Guðrún M. Stephensen, Sigurbjörn Þ. Bjarnason, Hannes M. Stephensen, Annika Stephensen, Magnús M. Stephensen, Sigrún Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR RUTHAR JÓNSDÓTTUR, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði. Inga Jóna Jónsdóttir, Steindór Guðmundsson, Ólína Bergsveinsdóttir, Guðmundur Ragnar Ólafsson, Jón Bergsveinsson, Ásdís Árnadóttir, Björg Bergsveinsdóttir, Eggert Dagbjartsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Gígja Hrönn Eiðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför VILHJÁLMS ÞÓRSSONAR frá Bakka í Svarfaðardal. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- deildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umönnun hans. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur. Aðstandendur Villa. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR HJALTALÍN frá Brokey, sem lést mánudaginn 30. apríl, verður jarð- sungin frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 14.00. Jarðsett verður í Narfeyrarkirkjugarði á Skógarströnd. Freysteinn V. Hjaltalín, Friðgeir V. Hjaltalín, Salbjörg Sigríður Nóadóttir, Laufey V. Hjaltalín, Þorsteinn Sigurðsson, Guðjón V. Hjaltalín, Ásta Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS LEÓSSONAR netagerðarmeistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild L4 á Landspítala Landakoti fyrir góða umönnun og fjölskyldu og vina fyrir aðstoð við útförina. Iðunn Elíasdóttir, Leó Jónsson, Ragna Haraldsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Viktor Jónsson, Ingibjörg Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elsku Búnni afi. Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur og fagur, sólin skein og veðrið var milt. Þinn uppá- haldstími, sumarið, var í vænd- um. En eins og hendi væri veifað dró fyrir sólu. Lífið virðist ansi oft geta tekið óvænta stefnu, það þekkjum við bæði af eigin raun. Ófá tárin hafa runnið niður kinnar mínar, bæði af söknuði og gleði þegar ég hugsa um þig. Mikil var gæfa mín af fá að eiga ykkur Lóu ömmu að. Núna loks- ins eruð þið sameinuð á ný og ég veit að eftir þeirri stund hafið þið beðið. Samhentari hjón veit ég ekki um. Sú gagnkvæma virðing, ást og umhyggja sem fylgdi ykk- ur ömmu alla tíð var einstök og sannast að ást getur enst að ei- lífu. Ég á svo fallega mynd af ykkur ömmu í huganum þar sem þið leiddust hönd í hönd eftir ströndinni á Mallorca. Vinnusemi og dugnaður eru orð sem eiga vel við þig, afi. Alla tíð stundaðir þú erfiðisvinnu en aldrei nokkurn tímann heyrði ég þig kvarta undan nokkrum hlut. Í frítíma þínum dundaðir þú heima fyrir, sást um allt viðhald utan- dyra og að auki tókst þú þátt í heimilisstörfunum með ömmu. Enda bar heimili ykkar þess fag- urt merki. Alltaf varstu líka boð- inn og búinn til að koma og hjálpa þegar eitthvað þurfti að gera. Hafsjór af fróðleik hefur farið með þér. Þú kenndir mér ýmis- legt og það var alltaf hægt að leita til þín. Þú hefur stutt svo óendanlega mikið við bakið á mér í þeim verkefnum sem mér hafa verið falin. Mikið þykir mér vænt um þær stundir sem við áttum saman, hvort sem það var þegar þú bauðst mér í hádegismat, þeg- ar ég kíkti til þín í spjall, þegar við hittumst í veislum eða þegar þú komst í heimsókn. Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og fannst þér fátt skemmtilegra en að rugla í tengdasonum þínum. Alltaf gastu komið með góða sögu og glætt hana lífi og jafnvel kryddað hana örlítið. Ég er enn að bíða eftir því að vakna upp af þessum draumi eða martröð öllu heldur. Mikið sakna ég þín sárt. Allar frábæru minn- ingarnar sem ég á af þér hlýja mér þó um hjartaræturnar. Minning þín mun lifa í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi og ætla ég að vera dugleg að segja öðrum frá þér og ömmu. Næst þegar ég fæ mér saltkjöt og baunir eða kjöt í karríi mun ég hugsa til þín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Hafsteinn Sigurgeirsson ✝ Hafsteinn Sig-urgeirsson fæddist á Ísafirði 16. september 1930. Hann lést á hjartalækn- ingadeild Land- spítalans við Hringbraut 19. apríl 2012. Útför Hafsteins fór fram í kyrrþey. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku afi, ég sendi þér mína hinstu kveðju með þökk fyrir þann tíma sem við áttum saman. Kæru systkini, missir ykkar er mikill. Yndislegir foreldrar eru fallnir frá og þær minningar sem þau skilja eftir sig eru ykkur svo dýrmætar. Betri foreldra hefðuð þið ekki getað átt. Guð geymi þig, elsku afi, ég elska þig. Þín Tinna Dröfn. Nú er fallinn frá maður sem var ekki bara tengdafaðir minn heldur svo miklu meira, hann var mér mikill vinur og félagi. Eftir að Lóa dó var Búnni þátttakandi í daglegu lífi mínu og dóttur sinn- ar og margar ferðir farnar í fjallabílnum mínum eins og Búnni kallaði jepplinginn minn. Búnni hafði mikinn húmor, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum, og gerðum við óspart grín hvor að öðrum. Á rúntinum var mikið bullað og fannst Dóru oft nóg um en við skemmtum okkur hið besta. Félagsskapur okkar var okkur báðum mikilvægur og til ánægju. Í janúar síðastliðnum fórum við þrjú saman til Kanaríeyja og minnist ég þess með hlýju í hjarta hve glaður Búnni var í þeirri ferð, það var eins og hann hefði fundið barnið í sér að nýju, svo einlæg var gleðin. Til sjós var Búnni mikill og góður kennari en ég naut hand- leiðslu hans þegar við vorum saman til sjós. Það var áberandi hve mikið hann lagði sig fram við þá sem voru nýir. Búnni vildi öll- um vel. Missir Búnna er minn sárasti missir í lífinu og því erfitt að koma í orð hve mikilvægur Búnni var mér og að lýsa persónu hans, engin orð eru nógu stór og mik- ilfengleg til að lýsa því. Því miður er ferðum okkar yfir Stóralæk lokið en hver veit nema þið Lóa fylgið okkur Dóru héðan í frá þegar við förum og fáum okkur einn bleikan í Hveragerði. Mig langar að ljúka þessu með setningunni sem ég sagði við þig á 80 ára afmæli þínu: „Það þarf mann eins og þig fyrir mann eins og mig.“ Börnum Búnna og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Tryggvi Samúelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.