Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
vers á Ásbrú í samstarfi við Verne
Global, hafi farið til Svíþjóðar og
Finnlands. Fjármálaráðuneytið hafi
ekki viljað ljá máls á sérstakri
skattafyrirgreiðslu sem beðið var
um, en iðnaðarráðherra verið já-
kvæður.
Árni segir umræðu stjórnvalda um
Suðurnes, einkum vinstrimanna,
hafa aukið á doða og vonleysi íbúa.
„Umræðan gefur til kynna að þar búi
menntunarlítið og uppburðarlítið
fólk með ónothæfar sveitarstjórnir,
sem ekkert geri í atvinnuálum nema
að hugsa um álver. Umræðan dregur
úr vilja sveitarstjórnarmanna til
samstarfs við ríkisstjórnina og dreg-
ur úr krafti íbúa til að berjast áfram.
En við berjumst þó samt.“
Þá bendir Árni á að enn hafi ekki
komið samræmdar tillögur um lausn-
ir á skuldavanda heimilanna sem
standast dóma Hæstaréttar. Á með-
an tapi fólk heimilum sínum og
hundruð kröftugra Íslendinga hafi
bjargað sér með því að flytjast úr
landi. Suðurnesjamenn hafi orðið
sérstaklega illa fyrir barðinu á þessu.
Loks nefnir hann sjávarútvegs-
málin. Tillögur um breytingar á fyr-
irkomulagi sjávarútvegsmála hafi
verið í biðstöðu í þrjú ár. „Eftir að
ekkert var gert með fjölskipaða
sáttanefnd stjórnmálaflokka og at-
vinnuvega hefur ríkisstjórnin tekið
málið í sínar hendur og ítrekað skilað
ónothæfum niðurstöðum sem ekki er
einu sinni samkomulag um á meðal
stuðningsmanna hennar. Á meðan
bíður nánast öll fjárfesting í sjávar-
útvegi. Enginn veit hvað verður og
þorir því ekki að fjárfesta í grein-
inni,“ segir Árni og telur að þessi
óvissa geti haft áhrif á hundruð
starfa í sjávarútvegi á Suðurnesjum.
Engin markviss vinna
Um fundahöld ríkisstjórnarinnar á
landsbyggðinni hafði Árni þetta að
segja að endingu:
„Það er ágætt að ríkisstjórnin
fundi úti á landi en greinilegt er að
það sem lagt er á borð er samtín-
ingur frá embættismönnum í ráðu-
neytunum um það sem verið er að
skoða. Engin markviss vinna er unn-
in áður en ríkisstjórnin fer á þessi
svæði og leggur fram sínar tillögur.
Við höfum kallað þetta brauðmola
eða brauðmylsnu, þar sem öllu er
sópað saman í einn poka og rétt
landsbyggðinni. Þetta eru ekki góð
vinnubrögð. Ég finn þessu ekki allt
til foráttu, ákveðnir þættir hafa
vissulega komið sér vel, en meg-
invinnan er ekki nægilega vönduð.“
Morgunblaðið/RAX
Landsbyggðarfundir
» Ekki hefur verið tilkynnt
hvenær eða hvort ríkisstjórnin
fundar á fleiri stöðum á lands-
byggðinni.
» Eins og kemur fram hér til
hliðar á ríkisstjórnin boð um að
koma aftur norður á Akureyri
en hún á eitt ár eftir á kjör-
tímabili sínu.
» Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra sló á létta
strengi á Austfjörðum í vikunni
og sagði við sveitarstjórnar-
menn að fundurinn þar yrði
vonandi fordæmi fyrir næstu
ríkisstjórn, sem tæki við eftir
10-15 ár.
» Á fundunum í Reykjanesbæ
og á Ísafirði, sem haldinn var í
apríl í fyrra, var skipaður sam-
ráðsvettvangur ráðuneyta og
heimamanna til að vinna að
eflingu byggða í þessum lands-
hlutum.
» Slíkur vettvangur var ekki
settur á fyrir austan heldur til-
kynnt stofnun nýrrar stoð-
stofnunar, Austurbrúar, sem
ætlað er að auka skilvirkni inn-
an svæðisins og í samskiptum
við ríkisvaldið.
» Fram kom á Egilsstöðum að
ríkisstjórnin vildi sjá sambæri-
legar stofnanir verða til í öðr-
um landshlutum, sem hluta af
sóknaráætlunum landshlut-
anna til ársins 2020.
Núverandi ríkisstjórn Samfylking-
arinnar og VG hélt sinn fyrsta rík-
isstjórnarfund á Akureyri 12. maí
2009. Þó að sá fundur hafi verið
haldinni úti á landsbyggðinni var
hann annars eðlis en þeir fundir sem
á eftir hafa komið, í Reykjanesbæ og
á Ísafirði og Egilsstöðum.
Á fundinum voru nokkur almenn
mál afgreidd og engin sem kallast
geta svæðisbundin fyrir Akureyri
eða Norðurland. Það sem þó kemst
næst því var eitt mála sem Jóhanna
Sigurðardóttir lagði fram sem for-
sætisráðherra. Það fjallaði um sókn-
aráætlun fyrir Ísland þar sem rík-
isstjórnin hugðist efna til víðtæks
samráðs, undir forystu forsæt-
isráðuneytisins, um sóknaráætlanir
fyrir alla landshluta til eflingar at-
vinnulífs og lífsgæða til framtíðar,
eins og það var orðað.
Velkomin aftur norður
Oddur Helgi Halldórsson, formað-
ur bæjarráðs Akureyrar, segir þá
bæjarstjórn sem tók við árið 2010
hafa óskað eftir fundi með forsætis-
ráðherra og öðrum ráðherrum en
ekkert orðið af neinum formlegum
fundi. Ríkisstjórnin sé velkomin aft-
ur norður. „Við erum stærsta sveit-
arfélagið á landsbyggðinni og höfum
ákveðnar höfuðborgarskyldur gagn-
vart nágrenninu. Okkur finnst allt í
lagi að fá fund með ríkisstjórninni til
skrafs og ráðagerða og til að heyra
vonir okkar og væntingar til mála
eins og Vaðlaheiðarganga og fleiri
stórra verkefna. Við erum fyrst og
fremst að biðja um sanngirni en
enga sérstaka bitlinga,“ segir Oddur
og ítrekar að Eyfirðingar vilji leggja
hönd á plóg með stjórnvöldum við að
koma þjóðfélaginu á flot á ný.
Fyrsti fundurinn á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG eftir kosningarnar 2009
fundaði á Akureyri 12. maí og heimsótti m.a. Háskólann á Akureyri.
TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR
FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.IS
/L
YF
59
61
3
05
/1
2
Lægra
verð
í Lyfju
– Lifið heil
50%
afsláttur
Gildir í maí.
Ert þú með brjóstsviða?
Galieve dregur úr brjóstsviða á 3 mínútum.
Virkar í allt að 4 tíma.
Galieve mixtúra og tuggutöflur innihalda virku efnin natríumalgínat, natríumhýdrógenkarbónat og kalsíumkarbónat. Galieve er notað við einkennum maga- og vélindisbakflæðis svo sem nábít og brjóstsviða. Skömmtun fyrir
fullorðna og börn 12 ára og eldri: Mixtúra: 10-20 ml eða 2-4 töflur eftir máltíðir og þegar farið er að sofa, allt að 4 sinnum á dag. Börn yngri en 12 ára: skal aðeins gefið samkvæmt læknisráði. Sjúklingar með ofnæmi fyrir inni-
haldsefnunum eiga ekki að nota lyfið. Ekki taka þetta lyf innan tveggja klst. frá því að þú hefur tekið inn önnur lyf þar sem það getur truflað verkun sumra annarra lyfja. Leitaðu til læknisins ef þú veist að þú ert með skert
magn af magasýru í maganum, þar sem áhrif lyfsins gætu verið minni. Galieve er öruggt fyrir þungaðar konur og konur með börn á brjósti. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá til. Lesið vandlega leiðbeiningar á fylgiseðli
áður en notkun lyfsins hefst. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabær.