Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ásama tíma ogmeirihlutiSamfylk- ingar og Besta flokksins í borg- arstjórn Reykjavík- ur er upptekinn við að hunsa vilja foreldra í skóla- málum, losa borgarstjóra undan starfsskyldum sínum og missa tökin á fjármálastjórn borg- arinnar lætur hann eiga sig að svara óskum Alþingis um um- sögn um frumvörp um fisk- veiðistjórnun. Nú er að vísu vitað að sjávar- útvegur á ekki upp á pallborðið hjá Samfylkingunni og er greinilega ekki nógu skemmti- legur fyrir Besta flokkinn. Engu að síður verður að teljast með ólíkindum að þessir flokkar skuli ekki hafa sinnt því að Reykjavíkurborg sendi inn um- sögn um frumvörpin. Þó að þessum flokkum þyki sjávarútvegur ekki spennandi ber borgarfulltrúum þeirra skylda til að gæta hagsmuna borgarinnar og borgarbúa fyrst þeir buðu sig fram til þeirra starfa. Og það er ekki eins og meiri- hlutinn í borgarstjórn hafi ekki verið minntur á skyldur sínar í þessu efni. Í byrjun mánaðarins lögðu til dæmis fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram tillögu um að samin yrði umsögn borg- arinnar um frumvörpin, en af- greiðslu tillögunnar var frestað. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lögðu einnig fram tillögu í haust um að gerð yrði úttekt á áhrifum hugsanlegra breytinga á umhverfi sjáv- arútvegsins á Reykjavík, en því hefur meirihlutinn ekki sinnt. Nú virðist loks hafa verið ákveðið að borgin semji umsögn og að gengið verði frá henni í næstu viku, næstum mánuði eftir að frestur til að skila um- sögn rann út. Reykjavíkurborg er einn stærsti útgerðarstaður landsins og sjávarútvegur er ein mik- ilvægasta atvinnugrein borg- arinnar. Þetta er ekki eins aug- ljóst og á mörgum minni þéttbýlisstöðum í kringum landið vegna þess að borgin er stærri og atvinnulífið fjöl- breyttara. Engu að síður er þetta nokkuð sem borg- arfulltrúar, ekki síst þeir sem skipa meirihlutann, mættu að ósekju átta sig á og þar með hversu mikilvægt það er að borgin gefi álit sitt á jafn stóru hagsmunamáli. Raunar verður að teljast lík- legt að borgarfulltrúarnir átti sig á þeim hagsmunum sem um er að tefla og að skýringarnar á sinnuleysinu séu aðrar en skort- ur á þekkingu á mikilvægi út- gerðarinnar fyrir Reykjavík- urborg. Ætli skýringarnar á því að meirihlutinn í Reykjavík dregur lappirnar í því að veita umbeðnar umsagnir um fisk- veiðistjórnunarfrumvörpin séu ef til vill þær sömu og valda því að meirihlutinn fagnar því þeg- ar ríkisstjórnin ákveður að hætta að leggja fram fjármagn til vegamála í borginni? Það skyldi þó ekki vera að Besti flokkurinn og Samfylkingin velji að gæta frekar hagsmuna ríkisstjórnarinnar en íbúa Reykjavíkurborgar. Forgangsröðun Besta flokksins og Samfylkingar í borg- inni er sérkennileg} Í hagsmunagæslu fyrir ríkisstjórnina? Tveir alsírskirunglingar voru dæmdir til 30 daga óskilsorðsbund- innar fangavistar vegna þess að þeir framvísuðu föls- uðum vegabréfum við komuna til landsins 25. apríl. Deilt hefur verið um aldur drengjanna, en þeir segjast vera 15 og 16 ára og í dómnum er gengið út frá því- .Vegna inngrips Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra voru drengirnir látnir lausir þegar þeir höfðu afplánað níu daga af dómnum. Bæði Rauði kross Íslands og Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendu frá sér álykt- anir út af þessum dómum. Í yfirlýsingunum er vísað bæði í barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna og flóttamanna- samning Samein- uðu þjóðanna, sem báðir hafa verið fullgiltir á Íslandi. Í barnasáttmál- anum segir að tryggja beri að barn, sem leiti eftir réttarstöðu sem flóttamaður eða talið sé flóttamaður samkvæmt viðeig- andi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái viðeigandi vernd og mann- úðlega aðstoð við að nýta sér sín réttindi. Í flóttamannasamningnum er skýrt tekið fram að flóttamenn og hælisleitendur njóti verndar gegn sakhæfi fyrir að hafa í fór- um sínum eða framvísa stolnum eða fölsuðum vegabréfum. Það er undarlegt að þessi réttindi og skuldbindingar skuli ekki virt í íslensku réttarkerfi. Flóttamenn njóta verndar í flótta- mannasamningi og barnasáttmála SÞ} Að virða réttindi S egjum sem svo, að sólin komi ekki upp í dag. Hver yrðu viðbrögðin önnur en að einhver gréti það, að ekki væri hægt að fara út í sólbað? Tækju Íslendingar almennt eftir því, nema bændur og sjómenn? Samkvæmt Veðurstofu Íslands sést ekki til sólar næstu daga, en hún hlýtur þó að koma upp, fjandakornið. Hér í gósenlandinu, þar sem engan dreymir um að svíkja undan skatti, frekar en í Grikk- landi eða Ítalíu, hrykki fjöldinn ugglaust í kút, ryki í Bauhaus eða BYKO (eða Húsasmiðjuna eða Múrbúðina; ég verð að passa mig að verða ekki kærður fyrir mismunun) til þess að kaupa sólarlampa. Útlitið er fyrir öllu sem kunnugt er og kannski jafnvel frádráttarbært frá skatti. Ljósdrappað er fallegur litur, hvort sem er á húð eða vegg. Allir litir eru það reyndar, hver á sinn hátt; það lærði ég þegar ég seldi eldri konum málningu, teppi og veggfóður í gamla daga. „Afskaplega, fallegt, já. Sann- arlega mjög lekkert.“ Þannig var best að bregðast við ef þær lýstu yfir ánægju með eitthvað. Ég þurfti ekki bein- línis að segja ósatt, einungis að vera sammála síðasta ræðumanni. Var þó ekki á prósentum, vildi innst inni bara vera vinalegur. Því verkefni lauk heldur aldrei; þegar þurfti að mála aftur, ef veggfóðrið skemmdist (eða fór úr tísku) eða hundurinn pissaði of mikið í teppið (eða það fór úr tísku) þurfti að kaupa nýtt og þá mátt ég alveg vera búinn að skipta um skoðun – ef kúnninn var búinn að því áður. Vilji viðskiptavinurinn snjókomu þá fær hann snjókomu. Ég fór reyndar ekki fram á allt þetta heldur bað einungis um hjálp til að geta frestað því að slá lóðina og bera á girð- inguna um helgina. Þarf að fara á völlinn og undirbúa herrakvöldið og vonaðist þess vegna bara eftir smá-skúr. Mér finnst norð- anbál og snjókoma fullmikið af því góða, satt best að segja. Ég þarf líka fá tækifæri til að óska besta vini mínum til hamingju með daginn. Með til- liti til stúlkna sem voru í bekknum og eru þar af leiðandi jafnaldrar okkar, tel ég ekki ráð- legt að upplýsa hverju hann fagnar, en hlýt að mega upplýsa, með góðri samvisku, að leyndóið byrjar á 5 og endar á 0. Viðbrögð mín við því, ef sólin kæmi ekki upp, yrðu því fyrst og fremst vonbrigði yfir því að þurfa að óska vini mínum til hamingju með afmæli í of miklum kulda. Ef vetur og sumar frjósa saman má reyndar reikna með góðu sumri og kannski er það eins með fyrri og seinni hálfleik í lífinu; skelli á skítaveður í dag en aftur verði blíða á morgun, verða seinni 5+0 árin hugsanlega far- sælli en ella. Ef ekki verður hundi út sigandi í dag, jafn- velt ófært á milli húsa, sendi ég hér með góða afmæl- iskveðju. Þeir taka til sín sem eiga. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Áfram gakk, 5+0 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Nú þegar aðeins rétt rúmartvær vikur eru eftir afþessu þingi er fjöldi málaenn óafgreiddur, þar á meðal þrjú stærstu mál ríkisstjórn- arinnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna stjórnlagaráðs verður rædd í næstu viku en kvótafrumvörpin og rammaáætlun um nýtingu og vernd virkjunarkosta er enn inni á borði at- vinnuveganefndar þingsins. Að sögn Ástu R. Jóhannes- dóttur, forseta Alþingis, liggur dag- skrá þingsins á þriðjudag að hluta til ljós fyrir en þá verði m.a. IPA- styrkir Evrópusambandsins, áfeng- islög og náttúruvernd til umræðu auk mála sem komi úr þingnefndum. „Svo er ákveðið að umræðan um stjórnlagaráð verði á miðvikudag og föstudag. Ef henni verður ekki lokið höfum við líka laugardaginn upp á að hlaupa,“ segir Ásta. Ómögulegt sé hins vegar að segja hversu mörg mál eigi eftir að komast á dagskrá fyrir þinglok. Mál séu alls staðar í ferlinu en einnig séu einhver mál sem ákveð- ið hafi verið að mæla ekki fyrir á þessu þingi. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hefur ýjað að því að þingað verði fram á sumar svo hægt verði að ljúka stórum málum. Ásta segir hins vegar að starfsáætlun Al- þingis sem samþykkt var í ágúst liggi fyrir. Sú áætlun gerir ráð fyrir þing- lokum hinn 31. maí. Forsetakosn- ingar eru í júní en hefð hefur verið fyrir því að ekki sé þing á meðan á kosningabaráttu stendur fyrir þær eða sveitarstjórnarkosningar. Ásta segir þó allan gang vera á því og dæmi séu um að þing hafi dregist fram í kosningabaráttu. „Það hefur þó verið reynt að taka tillit til henn- ar,“ segir hún. Tekur rifrildi fram yfir sátt Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins, segir að vandamál þings- ins sé ekki skortur á þingdögum heldur forgangsröðun. „Mér reikn- ast til að eftir séu tíu þingdagar, þar á meðal eldhúsdagsumræður. Ef menn ætluðu sér að klára þetta á réttum tíma og einhver vilji væri til að ná samkomulagi við stjórnarand- stöðuna held ég að það væri alveg hægt. Vilji forsætisráðherra hafa þingið starfandi í allt sumar óttumst við það ekki,“ segir hún. Þá spáir hún því að stjórn- arflokkarnir muni ekki þora að taka rammaáætlun úr nefnd vegna inn- byrðis deilna þeirra og finnst réttast að leggja kvótafrumvörpin til hliðar til að ná sátt um þau. „Ríkisstjórnin sneiðir alltaf fram hjá sátt þegar gott rifrildi er í boði,“ segir hún. Þingið fram í júní ef þarf Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, telur að það náist að afgreiða stóru málin á þessu þingi en varar þó við að þing- hald gæti dregist eitthvað. Hann tel- ur ekki að það myndi trufla aðdrag- anda forsetakosninganna. „Þetta fer eftir því hversu einbeittir og samheldnir þing- menn eru í því að klára þetta. Ég er fullviss um það að þetta mun klárast,“ segir Magnús Orri sem býst við því að kvótafrumvörpin verði tekin úr nefnd í næstu viku. „Ef með þarf þá þarf þingið að starfa fram í júní. Við þurfum að aflétta óvissunni um stjórn fiskveiða á Ís- landi. Þess vegna er mik- ilvægt að Alþingi ljúki þessu máli.“ Mörg stór mál eru óafgreidd á Alþingi Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Það verður tómlegt í þingsal á mánudag en þá verður nefndadagur. Svo má búast við stífum þingfundum fram að mánaðarlokum. Breytingar voru gerðar á þing- sköpum Alþingis í fyrra til að bæta störf þingsins og von er á frekari breytingum. Traust til Al- þingis mælist hins vegar lítið í könnunum og mikið er rætt um litla virðingu þess. Magnús Orri segir ekki nógu góðan brag á störfum þingsins en ekki sé við aðra en þingmenn sjálfa að sak- ast sem mættu vera duglegri að fara í „boltann í stað manns- ins“. Ragnheiður Elín segir vandamálið veikan meiri- hluta stjórnarinnar. Kosn- ingar frekar en breytt þing- sköp gætu breytt þessu. Forseti Alþingis segir þó vinnubrögðin hafa batnað. „Mér sýnist á Alþingistíðindum að í gamla daga hafi oft heilmikið gengið á en það fór ekki eins hátt og nú þegar allt er í beinni útsend- ingu,“ segir Ásta. Ekki nógu góður bragur VIRÐING ALÞINGIS Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.