Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
Sís! Krakkarnir í Grandaskóla voru heldur betur kátir þegar Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson, heimsótti þá í gær og las upp úr Skemmtibók Sveppa sem hlaut nýverið Bókaverðlaun barnanna.
Ómar
Fjöldi heimila á Ís-
landi er með þunga
skulda- og greiðslu-
byrði sem hjá flestum
tengist því að koma
sér þaki yfir höfuðið.
Húsnæði er eitt af
undirstöðum fé-
lagslegs öryggis.
Vandi heimila með
verðtryggð húsnæð-
islán er ekki aðeins
vegna stökkbreytts
höfuðstóls í kjölfar bankahrunsins,
vandinn er viðvarandi og leggur
þungar byrðar á heimili. Íbúðalána-
sjóður (ÍLS) hefur flest verðtryggð
lán á sínu borði. Sjóðurinn hefur
samfélagslegu hlutverki að gegna
og tilvist hans byggist á því hlut-
verki að tryggja landsmönnum ör-
yggi og jafnrétti í húsnæðismálum.
Eitt af markmiðum núverandi
ríkisstjórnar frá 2009 er að draga úr
vægi verðtryggingar og fá aðstoð
Seðlabankans til þess. Nú, þremur
árum síðar, hefur ekkert heyrst af
vinnu stjórnvalda til að uppfylla
þetta markmið. Þvert á móti end-
urspeglar aðgerðaleysið þá stefnu
að viðhalda verðtryggingu til vísi-
tölu neysluverðs – enda ljóst að hún
malar gull og bætir stöðu stofnana
og ríkissjóðs, það hefur margoft
komið fram. Staðan í núinu, snýst
um það að greina vandann á heild-
stæðan hátt, horfast í augu við hann
og grípa til raunhæfra aðgerða.
Forgangsverkefni er að afnema
verðtrygginguna og leiðrétta höf-
uðstól húsnæðislána hjá ÍLS.
Leiðrétting lána –
jöfnuður eða mismunun?
Ríkisstjórn Jóhönnu og Stein-
gríms hefur ekki tekið heildstætt á
vanda fjölskyldna eftir hrunið – með
hagsmuni heimila að leiðarljósi sem
berjast við stórfelldar hækkanir
húsnæðislána. Aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar hafa verið sértækar og
áhersla á sérsniðnar lausnir sem
beinast að afmörkuðum hópum lán-
þega, í stað þess að taka á málum af
réttlæti og raunsæi, og lækka höf-
uðstól lána. Því var
hafnað. Stærsti hluti
lánþega hjá ÍLS situr
uppi með verðtryggð
húsnæðislán sem hafa
hækkað um tugi pró-
senta (sjá töflu eitt),
gagnvart þeim hópi er
aðgerðaleysið nánast
algert.
Dæmi um sérsniðnar
aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar er 110% leiðin
sem gagnaðist þeim
hópi best sem skuld-
setti sig mest. Þar var skuldahalinn
klipptur af og höfuðstóllinn lækk-
aður. Sú aðgerð kostaði rúmlega 43
milljarða króna. Megnið af upphæð-
inni fór til viðskiptavina bankanna,
aðeins 1/6 af upphæðinni fór til við-
skiptavina Íbúðalánasjóðs. Nú hefur
ráðherranefnd uppgötvað að úrræði
stjórnvalda hafa ekki komið hópi
með lánsveð til góða. Þetta er 2.000
manna hópur. Flestir þeirra tóku
lán hjá ÍLS, keyptu sér íbúð 2005-
2008 en þurftu að fá lánað viðbót-
arveð, hjá ættingjum. „Síðan uxu
lánin upp úr öllu valdi.“ Það er
nokkuð sem allir lánþegar þekkja!
Fjármálaráðherra sagði í fréttum
RÚV: Við munum örugglega taka á
lánsveðunum. Við höfum nánast gef-
ið fyrirheit um það, en síðan verðum
við bara að meta í hvaða stöðu, við
erum til að taka á fleiri málum
(Oddný Harðardóttir, 20.4. 2012).
Áætlað er að aðgerðin kosti um 40
milljarða króna. Einn hóp lánþega
er rétt að nefna, þá sem keyptu hús-
næði 2005-2008 og lögðu fram eigin
sparnað, sem nam allt að 35% af
kaupverði húsnæðis og tóku 65% lán
hjá Íbúðalánasjóði. Þetta er fólk á
öllum aldri, sem stendur frammi
fyrir því að skuld þeirra við ÍLS
hefur vaxið gífurlega vegna verð-
tryggingar og eigið framlag nánast
brunnið upp. Þessi hópur hefur
samt ekki tapað nóg til að eiga
möguleika á sérsniðinni leiðréttingu
stjórnvalda.
Þetta lýsir í hnotskurn þeirri mis-
munun sem stjórnvöld beita – þrátt
fyrir að verðtrygging til vísitölu
neysluverðs hafi leikið alla lánþega
grátt, sem tóku lán á umræddu
tímabili. Þeir sem tóku 100% lán fá
leiðréttingu, hinir sem lögðu fram
eigin sparnað fá enga og eign þeirra
gerð upptæk. „Jöfnuðurinn“ felst í
því að allir skuldi 100% í húseign
sinni, það er tekið eða gefið, og sér-
tækar aðgerðir sniðnar að því
marki. Vandi verðtryggingar er
heimasmíðaður. Slíkt fyrirbæri
þekkist ekki meðal þjóða.
Verðtrygging lána –
vandinn í hnotskurn
Ljóst er að skuldavandi heimila
með verðtryggð lán hefur aukist gíf-
urlega á síðustu árum eins og fram
kemur í töflu eitt. Taflan sýnir
dæmi um 18 milljón króna verð-
tryggt lán, 65% af verðmæti eignar,
tekið hjá ÍLS í lok árs 2007. Taflan
er tvískipt: Í hluta I sést hvernig
lánið hækkar í tíma og samkvæmt
vísitölu og í hluta II sést hvernig
mánaðarlegar afborganir hækka
einnig samkvæmt vísitölu neyslu-
verðs.
Taflan sýnir raundæmi um stökk-
breytingu á höfuðstól verðtryggðs
láns sem hefur nánast hækkað mán-
aðarlega frá 2007 til 2012. Heild-
arhækkun nemur rúmlega 7 millj-
ónum króna, þ.e. 42,1% hækkun.
Þar af hefur lánið vaxið um 4 millj-
ónir eftir að núverandi ríkisstjórn
tók við völdum í febrúar 2009. Í töfl-
unni sést glöggt að þensla vegna
verðtryggingar er ekki á undanhaldi
og litið til síðustu 15 mánaða, frá
febrúar 2011, hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 28,4 stig og hækk-
að lánið um tæpar tvær milljónir
króna á þessum tíma. Þetta er lýs-
andi dæmi um verðtryggt lán sem
hefur hækkað skuld lánþega, sem
þýðir í raun að eign viðkomandi er
gerð upptæk og millifærð í bókhald
sjóðsins.
Í hluta II sést, að mánaðarlegar
afborganir hafa hækkað um 37.500
krónur á mánuði (2007-2012), um-
fram upphaflega greiðslu (Heimild:
Greiðsluseðlar ÍLS).
Frá því ríkisstjórnin tók við völd-
um 2009, hafa afborganir hækkað
um 20.000 krónur á mánuði. Árið
2011 námu afborganir af þessu 18
milljón króna láni tæplega 1,5 millj-
ónir kr., þar af verðbætur ofan á af-
borganir og vexti 500 þúsund krón-
ur. Ljóst er að skilvísir greiðendur
reyna sitt ýtrasta til að borga af
húsnæðislánum sínum – en ljóst að
aðgerðaleysi stjórnvalda ýtir heim-
ilum jafnt og þétt út af bjargbrún-
inni. Stóraukinn greiðsluvandi
margra heimila er bein afleiðing af
stöðugum hækkunum á höfuðstól
verðtryggðra lána og afborgana,
sem núverandi stjórnvöld hafa ekki
tekið á.
Ef fram heldur sem horfir og mið-
að við hækkun verðtryggingar til
vísitölu neysluverðs síðustu 15 mán-
uði, verða mánaðarlegar afborganir
komnar í 135.500 krónur um mitt ár
2013 og eftirstöðvar af verðtryggða
18 milljóna króna láninu verða um
27 milljónir (50% hækkun), þrátt
fyrir afborganir af láninu. Rík-
isstjórnin hefur hunsað heimili í
þessari stöðu. Nú er mál að linni og
lánin verði leiðrétt snarlega.
Hvar á að taka peningana?
Krafan er að ríkisstjórn Jóhönnu
og Steingríms leiðrétti höfuðstól
verðtryggðra lána hjá Íbúðalána-
sjóði og miði við stöðu lána 2008 og
afnemi verðtrygginguna. Stjórnvöld
hafa til þessa pressað á bankana að
leiðrétta lán, en hlíft ÍLS. Í svari
velferðarráðherra á Alþingi segir
(sjá Mbl. 25.1. 2012) að lánasafn
Íbúðalánasjóðs hafi numið tæpum
380 milljörðum kr. í lok árs 2007 en
það hefur hækkað í tæplega 600
milljarða til ársloka 2011. Ógreiddar
áfallnar verðbætur námu 212 millj-
örðum í árslok 2011. Þessar áföllnu
verðbætur eru upphæðir sem ÍLS
hefur skuldfært hjá lánþegum og
hækkað höfuðstól lána, eins og
glögglega sést í töflu eitt. „Leiðrétt-
ing á lánasafni Íbúðalánasjóðs fæli
ekki í sér stórkostlega eigna-
tilfærslu heldur væri bakfærsla á
heimasmíðuðum vanda.“ Í því felst
að sjóðurinn skili viðskiptavinum
sínum ofreiknuðum „bóluupp-
hæðum“ á höfuðstól lána. Eignaupp-
taka, í nafni verðtryggingar sem
viðskiptavinir ÍLS sitja uppi með,
getur ekki samræmst markmiði og
samfélagslegu hlutverki sjóðsins.
Nú reynir á hvort ríkisstjórnin tek-
ur á málum af réttlæti og raunsæi?
Eftir Hörpu Njáls
» Forgangsverkefni
er að afnema verð-
trygginguna og leið-
rétta höfuðstól húsnæð-
islána hjá ÍLS.
Harpa Njáls
Höfundur er félagsfræðingur.
Staðan í núinu – Hvar er réttlætið og raunsæið?
Vítahringur lánþega með verðtryggð
lán til vísitölu neysluverðs 2007-2012
Heimild: Mánaðarlegar afborganir samkv. greiðsluseðlum ÍLS, þ.e. upphaflegt lán 18 milljónir kr.
Hluti I: Verðtryggt lán hjá Íbúðalánasjóði Hluti II: Mán. afborganir
Mánuður Vísit. neyslu Verðtr. lán Hækkun Mánaðarl.
Ár ÍLS hækkun kr. Hlutfall (%) afborgun kr.
nóv. 2007 278,1 18.000.000 88.970
feb. 2008 282,6 18.291.262 90.412
feb. 2009 332,9 21.546.925 19,7 106.489
feb. 2010 357,9 23.165.047 28,7 114.480
feb. 2011 366,7 23.734.626 31,8 117.293
feb. 2012 386,0 24.983.816 38,8 123.464
maí 2012 395,1 25.572.812 42,1 126.448