Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
✝ Garðar Ás-björnsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 27.
mars 1932. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 7. maí
2012. Foreldrar
Garðars voru Sig-
urbjörg Stef-
ánsdóttir, f. 15.5.
1908, d. 18.2. 1992,
og Ásbjörn Guðmundsson, f.
25.7. 1894, d. 22.7. 1975. Bræð-
ur Garðars eru Guðmundur, f.
19.10. 1930, d. 23.2. 2010, og
Fjölnir, f. 7.3. 1951. Garðar
ólst upp í Ráðagerði, síðar
Hvanneyri og loks Húsadal.
Hinn 29. maí 1955 giftist
Garðar Ástu Sigurðardóttur
frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði,
f. 1.8. 1933. Foreldrar Ástu
voru Sigurður Karlsson, f.
ea Ósk Magnúsdóttir, f. 1958.
Börn þeirra eru Hrafnhildur
Ýr, Birna Rut og Diljá. Ás-
björn, f. 1956. Gylfi, f. 1957.
Börn hans eru Andri, Ásta
Hrund og Arna Rún. Sigmar
Einar, f. 1959, maki Ragna
Garðarsdóttir, f. 1964. Börn
þeirra eru Garðar Örn, Bylgja
Dögg og Hrafnhildur. Lilja, f.
1961, maki Gísli Magnússon, f.
1947. Börn þeirra eru Thelma
Björk, Rakel, Andrea og
Sandra. Börn Gísla áður eru
Vigfús, Sólveig Birna og
Aníta. Gerður, f. 1963, maki
Eyjólfur H. Heiðmundsson, f.
1959. Börn þeirra eru Garðar
Heiðar, Guðrún Lena og
Selma. Ásta, f. 1965, d. 27.3.
1999. Börn hennar eru Björn
Ívar og Berglind. Langafa-
börnin eru 16 og það
sautjánda rétt ófætt.
Garðar var vélstjóri að
mennt og hans atvinna snerist
um sjómennsku, útgerð og út-
gerðastjórn.
Útför Garðars fer fram frá
Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, 12. maí 2012,
kl. 14.
29.3. 1904, d. 12.8.
1972, og Kristín
Sigurðardóttir, f.
6.10. 1906, d. 27.5.
1981. Árið 1954
stofnuðu Garðar
og Ásta heimili á
Heimagötu, síðar
Faxastíg, þar til
árið 1958 er þau
fluttu í eigið hús-
næði á Illugagötu
10 sem Garðar
byggði. Það var síðan árið
1989 sem þau fluttu í Túngötu
3. Sonur Ástu er Sigurður
Kristinn Ragnarsson, f. 1951,
maki Halldóra Ingibjörg Ing-
ólfsdóttir, f. 1953, d. 13.9.
2004. Sambýliskona Sigurðar
er Margrét Ragnheiðardóttir.
Börn Sigurðar eru Þórhallur,
d. 1980, Ásta Salný og Sonja
Erna. Börn Garðars og Ástu
eru Daði, f. 1954, maki Magn-
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Hvíl í friði elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Lilja.
Alltaf finnst mér ferðin kát
og fært á öllum stöðum
meðan við höldum heilum bát
og hópnum öllum glöðum.
Elsku tengdapabbi minn, ég
geri þessi fallegu orð Þorsteins
Erlingssonar að mínum. Góði
vinur, þú fórst fallega í gegnum
lífið og sigldir alltaf heilum báti
til hafnar. Þú hélst traustum
höndum um þinn stóra og mynd-
arlega barnahóp. Ég varð svo
lánsamur að verða einn af fjöl-
skyldunni þegar ég kynntist
Lilju dóttur þinni. Það var á
„krítískum“ tíma í mínu lífi í þá
daga. Nú eru 35 ár síðan. Elsku
Garðar minn og Ásta, þið umföð-
muðuð mig frá fyrsta degi eins
og þið hafið alltaf gert við hópinn
ykkar allan. Garðar minn, mig
langar að þakka þér sérstaklega
fyrir allar skemmtilegu samveru-
stundirnar í veiðiferðunum okkar
í Grenlæk, Brúará og víðar. Þar
kynntist ég þér best og lærði
mest. Þú varst frábær veiðimað-
ur, mjög áhugasamur og þolin-
móður við okkur hin sem minna
kunnum. Börnin mín nutu þess
líka að fá að veiða með afa sínum.
Skapgerð þín var alltaf svo ljúf
og gefandi. Mig langar líka að
þakka þér fyrir alla ástina og um-
hyggjuna sem þú og elsku Ásta
hafið sýnt börnunum mínum og
barnabörnum í gegnum tíðina.
Heimili ykkar hefur alltaf staðið
opið fyrir okkur og börnum okk-
ar. Stærsti samkomustaðurinn
okkar í fjölskyldunni er á Tún-
götu 3. Þú hefur átt við erfið
veikindi að stríða undanfarin tvö
ár. Þú og þitt góða lundarfar hef-
ur hjálpað þér í veikindunum.
Elsku Ásta, börnin þín öll,
tengdabörnin, æskufélagarnir og
vinirnir allir hafa staðið með þér
sem einn samrýmdur hópur. Þú
tókst kannski ekki alltaf eftir því,
en læknarnir og stelpurnar á
spítalanum voru alveg æði – var
það ekki? Garðar minn, við sökn-
um þín öll, en við ætlum öll að
lofa þér því að halda öllum hópn-
um þínum glöðum áfram. Það
veit ég að er þín heitasta ósk.
Elsku Ásta tengdamamma,
þinn söknuður er sár – en við
elskum þig öll. Lilja mín, takk
fyrir alla umhyggjuna og dugn-
aðinn sem þú hefur sýnt pabba
og mömmu. Ég votta öllum í
þessari flottu fjölskyldu, börnum,
tengdabörnum, langafabörnum,
öðrum ættingjum og vinum, mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Elsku Garðar minn, takk fyrir
samferðina.
Gísli M.
Að hugsa sér, afi, núna þegar
maður sest niður og ætlar að
skrifa til þín nokkur orð þá kem-
ur í ljós að það er ekki til nógu
mikið blek í heiminum fyrir öll
þau fögru orð sem ég hef að segja
um þig, elsku besti afi minn. Ég
efast ekki um að hverjum og ein-
um finnist sinn afi sá besti en ég
fer ekki ofan af því að þú varst sá
allra yndislegasti. Ég hefði ekki
getað óskað mér betri afa. Þú
varst afi minn og ég gæti ekki
sagt þetta með meira stolti. Ég
er svo þakklát fyrir þig og þann
tíma sem við áttum saman. Þakk-
lát fyrir allar þær góðu minning-
ar þú gafst mér. Þakklát að Gísli
Freyr fékk að kynnast þér þótt
sá tími hafi ekki verið langur.
Þakklát fyrir alla þá umhyggju
og hlýju sem þú gafst öllum í
kringum þig. Þakklát fyrir að þú
þurfir ekki að berjast lengur og
sért kominn á stað þar sem þér
líður vel og heldur áfram að
gleðja fólk með nærveru þinni.
Ég man þegar þú leyfðir mér
alltaf að koma með þér að veiða
upp í sumarbústað. Ég sagði þér
reyndar aldrei að ég var ekkert
spennt fyrir sjálfri veiðinni, alla-
vega ekki frá byrjun, heldur var
það einungis tíminn með þér sem
ég sóttist eftir. Mér leið svo vel í
kringum þig og naut hverrar
mínútu með þér og elskaði alla þá
athygli sem þú sýndir mér. Að
standa með þér við árbakkann og
fá að fylgjast með þér gera það
sem þér fannst skemmtilegast og
fá að taka þátt í því er ómetan-
legt og þær minningar eiga eftir
að vera mér kærastar að eilífu.
Ég fékk að sjálfsögðu að veiða
líka enda kenndir þú mér allt
sem þurfti að kunna. Að veiða
með spún, með orma á öngli, á
flugustöngina, sem var bara
spari og meira að segja að hnýta
sjálfar flugurnar. Þú varst sá
allra þolinmóðasti og alveg sama
hversu oft ég festi eða sleit lín-
una þá komstu til hjálpar. Þú
brostir þínu blíðasta, kysstir mig
á kinnina svo að skeggið kitlaði
og fékk mig til að hlæja. Eftir
suma afdrifaríka daga fórum við
með ágóðann í bústaðinn þar sem
amma beið og við gæddum okkur
öll saman á grillaðri bleikju sem
við fengum aldrei nóg af. Ég hef
alltaf sagt það og segi það enn, að
ég á bestu ömmu og afa í öllum
heiminum og ég elska ykkur
meira en nokkur orð fá lýst. Eftir
hjá okkur situr minningin um þig
og ég mun leggja mig alla fram
að halda í hana með sögum af afa
mínum sem var langflottastur.
Elsku afi Garðar, takk fyrir
faðmlagið sem þú gafst mér á
þeim tíma sem ég þurfti mest á
því að halda. Þú heldur áfram að
gleðja mig og telja mér trú um að
allt verði í lagi, þrátt fyrir að ég
sjái þig ekki lengur. En núna er
komið að kveðjustund og ég segi
þetta með trega og angist í hjarta
en á sama tíma með gleði og bros
á vör, sofðu rótt elsku afi.
Þín
Andrea.
Elsku besti afi minn, mig hefði
aldrei grunað hversu erfitt það
yrði að koma nokkrum minning-
arorðum niður á blað. Hvernig
get ég komið þeim frá mér svo þú
skiljir hversu mikilvægur þú
varst mér og langafadrengnum
þínum Gauta. Mig langar svo að
þú vitir hversu auðvelt það var að
vera háður nærveru þinni og
hlýju. Þú sem gafst okkur svo
margt og kenndir okkur svo mik-
ið. Þú sem alltaf varst svo þol-
inmóður, traustur, örlátur,
hjartahlýr, jákvæður og hógvær.
Þú varst ávallt mikill sælkeri
og ósjaldan stóðst þú í eldhúsinu
með kaffiglasið í annarri og sæta-
brauð í hinni. Þér fannst líka fátt
skemmtilegra en að deila gotteríi
með börnunum. Það fór ekki
framhjá neinum að það var þitt
líf og yndi að fá að vera nálægt
börnunum. Þegar börnin þín
voru yngri varst þú mikið úti á
sjó og því gafst þér ekki mikill
tími með þeim. Eftir að þú fórst
að vinna í landi fengum við
barnabörnin og síðar langafa-
börnin að njóta nærveru þinnar.
Heimili ykkar ömmu varð fljó-
lega miðpunkturinn í minni til-
veru og þannig er það enn í dag.
Þegar ég var yngri var bryggj-
urúnturinn alltaf í miklu uppá-
haldi. Þá fengum við okkur kók
og súkkulaði og fórum svo að
gefa villikisunum í Fesinu mjólk
og skoða kettlingana. Þú kenndir
mér einnig fljótt að fúlsa ekki yf-
ir gúanólyktinni, þetta væri pen-
ingalykt og hana þyrfti ég að
læra að meta.
Sumarbústaðurinn í Biskups-
tungunum varð ykkar annað
heimili á sumrin og þangað var
ekki síður gott að koma. Þar
varst þú í essinu þínu, stutt í
veiði, fuglasöngur allan sólar-
hringinn og friðsæl náttúran svo
einstaklega nálæg. Oft fórum við
í Bjarnabúð og keyptum ís eða
gotterí. Oft „skrappst“ þú í veiði
og komstu iðulega heim með
nokkrar bleikjur sem amma heil-
steikti og við borðuðum með
bestu lyst. Á kvöldin var oft grip-
ið í spilin. Heiti potturinn var vin-
sæll, þar var auðvelt að eyða
heilu dögunum og gleymum við
barnabörnin því seint þegar þú
komst ofan í til okkar í öllum föt-
unum. Það sem við hlógum og
skemmtum okkur yfir þessu
uppátæki þínu. Gauti á ekki síður
góðar minningar af bústaðnum,
þar hélst þú uppteknum hætti og
dekraðir hann með veiðiferðum,
boltasparki, ísbíltúrum o.fl.
Minnisstætt er mér þegar ég
reyndi að fá þig til að draga úr
dekrinu og þú svaraðir „ég mun
aldrei segja nei við hann“ og þú
stóðst svo sannarlega við það.
Síðustu tvö árin dvaldist þú á
Heilbrigðisstofnun Vestmanna-
eyja þó að hugur þinn væri oftast
heima hjá ömmu eða í kringum
bátana. Þrátt fyrir erfiðan sjúk-
dóm var alltaf gott að koma til
þín. Allir sem þangað komu
fengu bros og hlýjar móttökur
þegar heilsan leyfði. Þar voru
rifjaðir upp gamlir tímar og rætt
um dagsins önn yfir gotteríi og
kaffisopa.
Það er erfitt að sætta sig við
að við fáum ekki að bæta fleiri
minningum í safnið en ég veit að
þér líður betur núna og veitir það
mér mikla huggun. Ég verð ætíð
þakklát fyrir þann tíma sem við
Gauti fengum með þér og þær
minningar sem okkur tókst að
skapa saman. Þessar dýrmætu
minningar munu lifa í hjarta okk-
ar um ókomna tíð.
Sofðu rótt, elsku afi minn.
Þín
Thelma Björk.
Elsku afi.
Nú sefur þú í kyrrð og værð
og hjá englunum þú nú ert.
Umönnun og hlýju þú færð
og veit ég að ánægður þú sért.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Blessun drottins munt þú fá
og fá að standa honum nær.
Annan stað þú ferð nú á
sem ávallt verður þér kær.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Við munum hitta þig á ný
áður en langt um líður.
Sú stund verður ánægjuleg og hlý
og eftir henni sérhvert okkar bíður.
Við kveðjum þig í hinsta sinn
Við kvöddum þig í hinsta sinn.
Aðskilnaður okkar er aðeins
tímabundinn elsku afi okkar.
Guðrún Lena og Eva.
Afi minn er látinn. Afi minn
hefur kvatt og sorgin er stór. En
afi minn var ekki aðeins minn,
hann var afi systra minna og
frændsystkina, hann var langafi
barnanna okkar, hann var mað-
urinn hennar ömmu og lífsföru-
nautur. Hann var pabbi hennar
mömmu og systkina hennar sjö,
hann var tengdapabbi, hann var
sonur, hann var bróðir bræðra
sinna og vinur vina sinna. Ég
held að ég geti fullyrt fyrir okkur
öll þegar ég segi að skarðið sem
hafi myndast við andlát hans sé
ófyllanlegt.
Heimurinn er verri í dag eftir
að Garðar afi var tekinn frá okk-
ur. Huggun mín liggur í því að
hann sé kominn á betri stað, þar
sem hann þurfi ekki lengur að
berjast við veikindi, heldur við
níu punda lax á sólríkum degi.
Þar sem hann þurfi ekki að liggja
á spítala heldur stígi hann ölduna
í „bullandi vertíð“ á sínum eft-
irlætistogara. Hann afi er kom-
inn á betri stað, þar sem hann
getur sett fæturna upp og leyst
krossgátur og drukkið kaffið sitt
úr mjólkurglasi. Hann er kominn
á stað þar sem hann mun ávallt
hafa tíma og getu til að gleðja
barnabarnabörnin sín með ís og
gríni. Hann er á stað þar sem
vinir hans hittast á bryggjunni til
að ræða heimsmál og fiskerí. Afi
minn er með Ástu, Guðmundi og
foreldrum sínum í Húsadal.
Með trega og tómleika en jafn-
framt þakklæti meðtek ég að tími
sé kominn til að kveðja þig afi
minn. Sannfærð um þú lifir
áfram í okkur sem urðum þess
heiðurs aðnjótandi að fá að kynn-
ast þér; þinni góðmennsku,
vinnusemi, glettni og jafnaðar-
geði. Þín verður sárt saknað.
Minning Garðars afa lifir
áfram í eiginkonu, fjölskyldu og
vinum. Ég votta þeim öllum mína
dýpstu samúð.
Rakel Gísladóttir.
Elsku afi minn. Ég man þig og
mig.
Ég man hvað þú varst alltaf
góður við mig og hvað þú varst
skemmtilegur.
Ég man eftir laugardags-
morgnum þegar þú komst með
nammi handa mér. Ég var alltaf
svo spenntur og glaður að sjá þig.
Ég man hvernig þú passaðir
alltaf upp á að það væri til ís á
Túngötunni. Ég held ég hafi
örugglega borðað þúsund.
Ég man hvernig ég var eins og
kóngur í ríki mínu heima hjá
ykkur ömmu, mamma sagði að
þú ofdekraðir mig en þú hlustað-
ir ekki á hana. Við vorum félagar.
Ég man svo vel þegar við spil-
uðum saman fótbolta úti í garði.
Þú varst alltaf svo góður í marki.
Þótt þú værir stundum orðinn
þreyttur í fótunum gat ég alltaf
platað þig til að vera aðeins leng-
ur.
Ég man veiðiferðirnar okkar.
Og ég man svo vel þegar við fór-
um að veiða og þú dast í ána, en
það var allt í lagi af því að þú
varst í vaðstígvélum. Við hlógum
mikið saman þá.
Ég man þegar við fórum í
fjöruferð og þú leyfðir mér að
vaða í sjónum og svo fórum við að
gefa hestunum brauð. Það var
góður dagur.
Ég man þegar ég fékk að
keyra þig í hjólastólnum á spít-
alanum, það var gaman.
Ég man allt og ég gleymi þér
ekki.
Þinn langafastrákur,
Gauti.
Ég kynntist Garðari bróður
mínum fyrst vel eftir að ég varð
fullorðinn. Aldursmunurinn á
okkur var svo mikill að hann var
fluttur úr foreldrahúsum þegar
ég fór að muna eftir mér og því
var hann mér fjarlægur í æsku, í
þeirri merkingu að hann bjó ekki
á æskuheimili mínu. Hann var
hins vega alltaf nálægur þegar ég
þurfti á honum að halda. Ég leit
upp til hans, hann var fullorðinn
maður, oft í burtu vegna vinnu
sinnar sem sjómaður og hann fór
stundum til útlanda til að selja
afla, sem mér fannst merkilegt
þegar ég var barn. Úr útlanda-
ferðunum kom hann færandi
hendi og ég man eftir leikföngum
og góðgæti sem annars var ófá-
anlegt hér á landi. Sem dæmi má
nefna forláta bíl, sem hann færði
mér við eitthvert tækifæri, en
hann átti eftir að endast í áratugi
og verða uppspretta leikja hjá
sjálfum mér, börnum mínum og
barnabörnum.
Alltaf hefur verið gott að koma
til Ástu og Garðars. Heimili
þeirra varð snemma fjölmennt
enda börnin mörg. Ég hef oft
hugsað til þess í seinni tíð hversu
mikil kúnst og vinna það hlýtur
að vera að koma átta myndarleg-
um börnum til manns, en allt
virtist fjölskyldulífið ganga fyrir
sig líkt og ekkert væri fyrir hlut-
unum haft. En svona hef ég alltaf
upplifað heimili þeirra, mikið um-
leikis en allt hefur gengið smurt
og snurðulaust.
Tímabilið á meðan gosið í
Heimaey stóð yfir reyndi á þolrif
margra fjölskyldna. Í tilviki
Garðars og Ástu hélt útgerðin
sínu striki og Garðar var á sjón-
um en heimili þeirra í Eyjum var
mannlaust, enda Ásta og börnin
á Suðurnesjum. Á þessum tíma
fór ég með Garðari til að sækja
Garðar
Ásbjörnsson
HINSTA KVEÐJA
Og það er margt sem þakka ber
við þessa kveðjustund.
Fjör og kraftur fylgdi þér,
þín fríska, glaða lund.
Mæt og góð þín minning er
og mildar djúpa und.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta, blik á brá,
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá
er öllum reynist kær.
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(G.Ö.)
Kveðja
Daði, Magnea og fjölskylda.
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is