Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 23
Göngin eiga að vera 4 km og eru nú komin rúman kílómetra hvorum megin. Svo á eftir að dýpka þau um helming þegar efri pallurinn er kominn í gegn. Gísli býst ekki við að göngin verði tilbúin fyrr en eftir ár. „Við erum í mjög slæmu bergi hérna megin núna og fáum mikið af vatni. Því verður að styrkja bergið mikið og sprautusteypa,“ segir Gísli um leið og hann ek- ur með blaðamann og ljósmyndara inn göngin þar sem vatnið bunar úr berginu yfir bílinn. Það er dimmt og rakt í göngunum og eflaust ekki á hvers manns færi að vinna við að bora slík mannvirki. Gísli segir líka ekki alla geta unnið við gangagerð. „Um leið og menn tapa birtunni missa þeir móðinn og fatast bara. Þeir ráða ekki við það, svipað og innilokunarkennd og lofthræðsla. Annaðhvort finna menn sig í þessu eða ekki.“ Mikil stíflugerð í sumar Austan megin við Búðarhálsinn er nú unnið að stíflugerð og er sumarið mikilvægasti tím- inn við hana. Miklar framkvæmdir eru áætl- aðar nú um helgina. „Þeir hafa aðeins tvo sól- arhringa til að stífla rennsli Tungnaár frá Hrauneyjum og beina vatnsrennslinu yfir yf- irfallið. Þá verður svokölluð Sporðöldukvísl stífluð. Árfarvegurinn þar fyrir neðan þurrk- ast upp svo hægt verður að fara í að undirbúa stíflugerð fyrir Sporðöldulón. Á meðan við hleypum vatni á yfirfallið verður viðgerðarhlé í Hrauneyjavirkjun. Þegar aftur verður hleypt vatni á Hrauneyjar á mánudagsmorgun hækk- ar vatnsborðið hér mikið og vatnið fer yfir yf- irfallið,“ segir Gísli. Miklar malarhrúgur eru komnar hvor sínum megin við ána þar sem á að stífla og verður þeim ausið í skarðið. „Það verður allur mann- skapur virkjaður og unnið dag og nótt um helgina til að ná því að stífla á tveimur sólar- hringum.“ Spurður hvort hann telji að það ná- ist svarar Gísli: „Það bara verður.“ Morgunblaðið/RAX Stöðvarhúsið Verkamenn voru að járnabinda í kringum einn hverfilinn í stöðvarhúsinu. Mikilfenglegt Sveifluþróin fyllist af vatni sem fer inn í stöðvarhúsið. FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 95 MW er áætlað afl virkjunarinnar. Virkjunin er rennslisvirkjun. 585 GWst er áætluð orkugeta Búðarháls- virkjunar á ári. Orkan verður notuð í álver Alcoa í Straumsvík. 26 milljarðar króna er áætlaður heildar- kostnaður við gerð Búðarhálsvirkjunar. 2010-2013 er verktíminn. Báðar vélar stöðvarinnar eiga að vera komnar í rekstur fyrir árslok 2013. 7 ferkílómetrar er áætlað flatarmál Sporð- öldulóns. Þaðan verður aðrennslisskurður inn að Búðarhálsi þaðan sem vatnið fer um 4 km löng aðrennslisgöng að stöðvarhúsinu. ‹ BÚÐARHÁLSVIRKJUN › »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.