Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 23

Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 23
Göngin eiga að vera 4 km og eru nú komin rúman kílómetra hvorum megin. Svo á eftir að dýpka þau um helming þegar efri pallurinn er kominn í gegn. Gísli býst ekki við að göngin verði tilbúin fyrr en eftir ár. „Við erum í mjög slæmu bergi hérna megin núna og fáum mikið af vatni. Því verður að styrkja bergið mikið og sprautusteypa,“ segir Gísli um leið og hann ek- ur með blaðamann og ljósmyndara inn göngin þar sem vatnið bunar úr berginu yfir bílinn. Það er dimmt og rakt í göngunum og eflaust ekki á hvers manns færi að vinna við að bora slík mannvirki. Gísli segir líka ekki alla geta unnið við gangagerð. „Um leið og menn tapa birtunni missa þeir móðinn og fatast bara. Þeir ráða ekki við það, svipað og innilokunarkennd og lofthræðsla. Annaðhvort finna menn sig í þessu eða ekki.“ Mikil stíflugerð í sumar Austan megin við Búðarhálsinn er nú unnið að stíflugerð og er sumarið mikilvægasti tím- inn við hana. Miklar framkvæmdir eru áætl- aðar nú um helgina. „Þeir hafa aðeins tvo sól- arhringa til að stífla rennsli Tungnaár frá Hrauneyjum og beina vatnsrennslinu yfir yf- irfallið. Þá verður svokölluð Sporðöldukvísl stífluð. Árfarvegurinn þar fyrir neðan þurrk- ast upp svo hægt verður að fara í að undirbúa stíflugerð fyrir Sporðöldulón. Á meðan við hleypum vatni á yfirfallið verður viðgerðarhlé í Hrauneyjavirkjun. Þegar aftur verður hleypt vatni á Hrauneyjar á mánudagsmorgun hækk- ar vatnsborðið hér mikið og vatnið fer yfir yf- irfallið,“ segir Gísli. Miklar malarhrúgur eru komnar hvor sínum megin við ána þar sem á að stífla og verður þeim ausið í skarðið. „Það verður allur mann- skapur virkjaður og unnið dag og nótt um helgina til að ná því að stífla á tveimur sólar- hringum.“ Spurður hvort hann telji að það ná- ist svarar Gísli: „Það bara verður.“ Morgunblaðið/RAX Stöðvarhúsið Verkamenn voru að járnabinda í kringum einn hverfilinn í stöðvarhúsinu. Mikilfenglegt Sveifluþróin fyllist af vatni sem fer inn í stöðvarhúsið. FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 95 MW er áætlað afl virkjunarinnar. Virkjunin er rennslisvirkjun. 585 GWst er áætluð orkugeta Búðarháls- virkjunar á ári. Orkan verður notuð í álver Alcoa í Straumsvík. 26 milljarðar króna er áætlaður heildar- kostnaður við gerð Búðarhálsvirkjunar. 2010-2013 er verktíminn. Báðar vélar stöðvarinnar eiga að vera komnar í rekstur fyrir árslok 2013. 7 ferkílómetrar er áætlað flatarmál Sporð- öldulóns. Þaðan verður aðrennslisskurður inn að Búðarhálsi þaðan sem vatnið fer um 4 km löng aðrennslisgöng að stöðvarhúsinu. ‹ BÚÐARHÁLSVIRKJUN › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.