Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Regindjúprautt hljóm-kvikuhólf EldborgarsalarHörpu var nánast full-setið að sjá á fimmtudags- kvöld þegar hinn drifmikli kons- ertmeistari SÍ, Sigrún Eðvaldsdóttir, þreytti fangbrögð við jafnnafntog- aðan fingurbrjót og 1. Fiðlukonsert Dmitris Sjostakovitsj, á undan lík- lega vinsælustu allra sjö hljómkviðna Sibeliusar – nr. 2 frá 1902. Ef að líkum lætur lögðust nafn ein- leikarans og síðrómantíska finnska meistaraverkið þar á eitt um að tryggja flenniaðsókn, þótt vitaskuld sé harla erfitt að fullyrða um hér- lendar vinsældir klassískra verka meðan aðeins ku til ein slík úttekt í landinu, þ.e. innanhúskönnun SÍ á uppáhaldsverkum áskrifenda frá 10. áratug sem ekki mun ætluð almenn- ingssjónum. Skal því hér gaukað að menningarritstjórn Mbl. að bjóða lesendum að senda blaðinu hver sinn „Topp tíu“ lista, enda væri einkar fróðlegt að sjá hvað kæmi út úr því. Reyndar ber ekki síður að nefna að ungi finnski stjórnandinn, Pietari Inkinen, vakti talsverða eftirvænt- ingu þeirra tónleikagesta er mundu eftir síðustu komu hans hingað í febrúar 2010. Undirritaður var þá að vísu ekki nærstaddur, en heyrði hins vegar tónleika hans 28.3. 2007 þegar hann stjórnaði Rómeó og Júlíu for- leik Tsjækovskíjs ásamt Fiðlukons- ert Gubaidulinu með Sif Tulinius í einleikshlutverki. Lofuðu þeir vissu- lega dágóðu um framtíðina, enda í samræmi við eftirfarandi feril Finn- ans ef marka má starfsráðningar og plötudóma. Þrátt fyrir það var ég ekki alveg nógu ánægður með alla útkomu verkanna tveggja, og má e.t.v. að sumu leyti kenna nýrri ómvistar- reynslu sprotahaldarans af Eldborg- arheyrðinni. Því þótt vitaskuld væri önnur og betri en í Háskólabíói, þá var styrkjafnvægið milli einleikara og hljómsveitar (heyrt frá 2. svölum) víða fyrrnefndum í óhag og gjörólíkt þeirri hvössu sólónálægð sem bauðst eftir á í upptöku RÚV. Ekki bætti úr skák þegar Sigrún sneri sér að maestro snemma í trítil- óða Scherzóinu, er sló þá af (21:04-10 í upptökunni) og hóf aftur leik nokkr- um töktum á undan í verkinu. Hvað nákvæmlega hafði farið úrskeiðis var ekki ljóst. E.t.v. hafði sólistinn þeytzt fram úr sveitinni, eða öfugt. En óneitanlega setti þetta hik óþarfan fegurðarblett á annars stórglæsilega einleiksframmistöðu, og kann m.a.s. að hafa aftrað frá aukalagi að leiks- lokum. Hljómsveitin lék annars víða mjög vel, burtséð frá stakri loðinni inn- komu er fylgja vill jafnvel færustu gestastjórnendum, þótt minna bæri á því í Sibelius. Þar saknaði maður hinsvegar meitlaðra pizzicato-plokks í ekki sízt II. þætti og einkum úr hærri strengjum, enda virðist Eld- borg hygla bössum meir en Há- skólabíó. Þá var sérkennilegt hvað stjórn- andinn gaf sér almennt rúman tíma í heildarþögnum, miðað við furðulitla beitingu hans á rúbatóum svo jafnvel jaðraði við asa. En þó að áferð- arskýrleiki strengja hefði stundum mátt vera beittari, þá var tré- og málmblástur aftur á móti kristalstær og jafnt bráðfallegu erkinorrænu verki til sóma sem hlustendum til ánægju. Morgunblaðið/Styrmir Kári Drifmikil Sigrún Eðvaldsdóttir þreytti fangbrögð við nafntogaðan fingurbrjót Sjostakovitsj. Fangbrögð og fegurð Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbnn Sjostakovitsj: Fiðlukonsert nr. 1 (1948). Sibelius: Sinfónía nr. 2. Sigrún Eðvalds- dóttir fiðla og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands undir stjórn Pietaris Inkinens. Fimmtudaginn 10. maí kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Kona nefnist sýning á ljósmyndum Berglindar Björnsdóttur sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur í dag kl. 15. Í myndaseríu sinni leitast Berglind við að draga upp mynd af hinni íslensku nútímakonu og veltir fyrir sér hver hún sé, hvað- an hún komi og hverjir séu draumar hennar og langanir. „Konurnar á sýningunni, sem Berglind hefur valið, eru af ýmsum toga, allt frá bónda, leikkonu til fyrr- verandi forseta og er aldursbilið breitt eða frá 18 að 88 ára aldri. Kon- urnar eru myndaðar heima hjá sér eða á stað sem tengist þeim á ein- hvern hátt. Myndatakan er því eins- konar samtal á milli ljósmyndarans og konunnar þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið annað en stað- setningin. Þrátt fyrir mismunandi bakgrunn kvennanna fann Berglind fljótt út að þær áttu einn sameig- inlegan þráð – tenginguna við ís- lenska náttúru. Þó að hluti þeirra sé búsettur erlendis er Ísland eftir sem áður mikilvæg uppspretta sköpunar þeirra og hefur mótað sjálfsmynd þeirra mjög sterkt,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá sýningarhöld- urum. Íslenskar konur með augum Berglindar  Ísland mikilvæg uppspretta sköpunar Sýn Leikkonan Aníta Briem er meðal þeirra sem myndaðar voru. Listamennirnir Elín Anna Þórisdóttir og Páll Ivan frá Eiðum sýna sýninguna Beint í augað í Öruggu rými á Freyjugöturóló í dag milli kl. 17 og 20. Beint í augað 568 8000 | borgarleikhus.is Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Lau 26/5 kl. 20:00 aukas Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Sun 10/6 kl. 20:00 Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fim 17/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 lokas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 12/5 kl. 14:00 lokas Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Síðasta sýning! NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið) Lau 19/5 kl. 20:00 lokas Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Mið 16/5 kl. 20:00 aukas Fös 18/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Fös 25/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Hótel Volkswagen (Stóra sviðið.) Lau 12/5 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 lokas Eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Síðustu sýningar! Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 12/5 kl. 20:00 2.k Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Fös 1/6 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 3.k Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 9/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 12/5 kl. 13:00 Lau 12/5 kl. 14:30 aukas Sun 20/5 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Sun 20/5 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fös 18/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Lau 19/5 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar Afmælisveislan (Kassinn) Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Uppselt í maí - örfá sæti laus í júní. Bliss (Stóra sviðið) Mán 21/5 kl. 12:00 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Sun 20/5 kl. 17:00 Frumsýn. Þri 22/5 kl. 19:30 Mán 21/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 17:00 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00 Frumsýn. Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mán 14/5 kl. 19:30 Lau 19/5 kl. 16:00 Sun 20/5 kl. 16:00 AUKASÝNINGAR Í MAÍ TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Hjálmar Lau 12. maí kl 21.00 Just Imagine - John Lennon show Mið 16. maí kl 20.00 U Fim 17. maí kl 20.00 Ö Fös 18. maí kl 20.00 Ö Lau 19. maí kl 20.00 Ö Sun 20. maí kl 20.00 Ö - nýr auglýsingamiðill 569-1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.