Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ása Magnúsdóttir hefur búið í Köln í ellefu ár og kallar sig Asa Rand und Band. Ása kom fram sem Svínka úr Prúðuleikurunum í þýsk- um hæfileikaþætti í fyrra, My name is, sem yfir tíu milljónir Þjóðverja horfðu á. Í þætti þessum eiga kepp- endur að herma eftir þekktum per- sónum og náði Ása fimmta sæti sem er býsna góður árangur í ljósi þess að yfir 3.000 manns sóttu um að komast í þáttinn. Í fyrra fór hún einnig að setja inn grínmyndbönd af sér á YouTube, undir nafninu Asa Rand und Band, eða Villta, tryllta Ása sem tugþúsundir hafa horft á. Nú hefur Ása vakið athygli enn á ný, fyrir lag sem hún sendi í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár, „Sætir kossar“, „Big Kisses“ á ensku en lagið komst ekki í úr- slitakeppnina. Ása lét þó ekki þar við sitja heldur gaf lagið út og gerði myndband við það sem sett var á YouTube. Í kjölfarið var henni boðið að koma fram á Gay Pride-hátíðinni í Köln, 7. og 8. júlí nk. Ása er hæstánægð með þetta boð, segir um milljón manna hafa tekið þátt í gleðigöngu og gleðskap Gay Pride í fyrra sem er allsæmilegur fjöldi. Hún fái að flytja „Sæta kossa“ tvisvar á aðalsviðinu í Heu- markt í miðborg Kölnar og þá á ís- lensku. Lagið vinsælt í „gay“ hverfi „Gay Pride calling,“ segir Ása og hlær, gerir grín að stigagjöfinni góðkunnu í Evróvisjón, keppninni sem hún vildi svo gjarnan taka þátt í fyrir Íslands hönd. Sá draumur rættist ekki en lagið átti sér þó framhaldslíf og hægt er að kaupa það á ýmsum tónlistarvefjum, m.a. iTunes. „Lagið hefur verið spilað gríðarlega mikið á skemmtistöðum hérna í Köln og aðallega í hverfi sem er svolítið „gay“. Þar hafa greinilega strákarnir sem sjá um skemmtikraftana á Gay Pride heyrt lagið og svo var bara hringt í mig og spurt hvort ég vildi ekki stíga á svið og taka lagið,“ segir Ása. Gay Pride í Þýskalandi sé með eilítið öðru sniði en á Íslandi, öllu umfangsmeiri há- tíð. Hátíðin stendur í fjóra daga og í gamla bænum í Köln verður stærsta sviðið sett upp, í Heumarkt og þar geta allt að hundrað þúsund manns horft á tónleika, að sögn Ásu. Á öðr- um stað verður minna svið, á Alter Markt, og fær Ása að stíga á bæði sviðin. Ísland er í tísku En hverju þakkar Ása þennan áhuga Þjóðverja á henni og laginu? YouTube? „Þetta er svolítið máttur You- Tube en þetta er ekki bara ég, Ís- land er í tísku hér í Þýskalandi. Það eru Of Monsters and Men, FM Bel- fast, Hjaltalín, Dikta, nefndu það bara. Það er alveg sama hvaða Ís- lendingur kemur hingað, það er allt- af uppselt í Köln,“ segir Ása. Mikill áhugi sé fyrir Íslandi þar í borg. Ása er ekki af baki dottin hvað Evróvisjóndrauminn varðar, ætlar að senda inn lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins á næsta ári. Hver veit nema hún verði fulltrúi Íslands 2013, villt og tryllt og jafnvel í gervi Svínku? Sætir kossar Ásu á Gay Pride í Köln  Ása Magnúsdóttir kemur fram sem Asa Rand und Band Bleikt Ása er hrifin af bleiku og þá m.a. gyltunni Svínku úr Prúðuleik- urunum sem hún hefur oftar en einu sinni túlkað í heimaborg sinni, Köln. Bítlatónleikar Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands verða haldnir á morgun, 13. maí kl. 20, í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Kórnum stýrir Stefán Þorleifsson. Undirbún- ingur og æfingar fyrir tónleikana hafa staðið yfir í nokkrar vikur með Gunna Óla úr Skítamóral, Labba úr Mánum og hljómsveit sem skipuð er Árna Þór Guðjóns- syni, Trausta Erni Einarssyni, Róberti Dan Bergmunds- syni og Stefáni Ingimari Þórhallssyni. Kórinn hefur áð- ur haldið jafnstóra tónleika, árið 2008 en þá tókst hann á við lög hljómsveitarinnar Queen með Magna Ásgeirs- syni, Heru Björk Þórhallsdóttur og Eiríki Haukssyni. Aðgangur er ókeypis fyrir börn 10 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Bítlatónleikar í Iðu á Selfossi Stefán Þorleifsson LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar STÆRSTA OFURHETJUMYND ALLRA TÍMA „SVÖL, SKEMMTILEG, GRÍPANDI OG FYNDIN“ „ÞÆR GERAST VARLA BETRI EN ÞETTA!“ - Tommi, Kvikmyndir.is HHHHHHHH - J.W. Empire HHHH - J.C. Total Film HHHH - J.C. Variety HHHH - T.M. Hollywood Reporter HHHH - T.V. Séð og Heyrt TUTTUGU SÉRSVEITARMENN, EINN VÆGÐARLAUS GLÆPAFORINGI OG ÞRJÁTÍU HÆÐIR AF STANSLAUSRI SPENNU! THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 4:40 - 8 - 10:25 THE RAID Sýnd kl. 8 - 10:10 THE AVENGERS 3D Sýnd kl. 2 - 5 - 7 - 10 THE AVENGERS 2D Sýnd kl. 2 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4 - 6 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS OG LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALL -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS - V.G. - MBL. THE 5 YEAR ENGAGEMENT KL. 1 (TILBOÐ) - 5.20 - 8 - 10.40 12 THE 5 YEAR ENGAGEMENT LÚXUS KL. 1 - 5.20 - 8 - 10.40 12 LOCKOUT KL. 8 - 10.10 12 HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 8 - 10.10 16 21 JUMP STREET KL. 5.40 - 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L AMERICAN REUNION KL. 5.30 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.10 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L HUNGER GAMES KL. 5 12 - T.V., KVIKMYNDIR.IS -Þ.Þ., FT/SVARTHÖFÐI.IS - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS LOCKOUT KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 8 - 10.30 16 GRIMMD (BULLY) KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.45 10 21 JUMP STREET KL. 5.30 - 8 14 MIRROR MIRROR KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 (TILBOÐ) L LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 (TILBOÐ) L HUNGER GAMES KL. 10.10 12 SVARTUR Á LEIK KL. 8 - 10.30 16 THE 5 YEAR ENGAGEMENT KL. 8 - 10.15 12 LOCKOUT KL. 8 - 10 12 HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 6 16 THE RAID KL. 6 16 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 4 (TILBOÐ) L MIRROR MIRROR KL. 4 (TILBOÐ) L SVALI&SVAVAR ALLAVIRKA MORGNAKL. 7.00 Sláðu á þráðinn í 571 1111 eða kíktu á okkur á facebook K 100,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.