Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
Ég segi það strax
án nokkurs formála að
ég er andvígur þeim
hugmyndum sem uppi
eru, að semja við út-
lendan auðkýfing um
leigu- og afnotarétt af
bújörðinni Gríms-
stöðum á Fjöllum.
Mál þetta er raunar
allt hið undarlegasta,
hvort heldur er efni
þess, tilurð þess og málsmeðferðin
sjálf af hálfu íslenskra málsaðila
heima í héraði og yfirvalda á hvaða
stjórnsýslustigi sem er, að því
undanskildu að Ögmundur Jón-
asson innanríkisráðherra á þökk
skilda fyrir eindregna andstöðu
sína, þegar hann kom í veg fyrir
með lögmætu valdboði að erlend-
um auðkýfingi væri seld þessi
landmikla jörð til þess að honum
væri kleift að stofna til stærstu
bændagistingar á norðurhveli jarð-
ar.
En ekki dugði neitun ráðherra
til þess að málið væri úr sögunni.
Ó, nei! Nú skyldi reyna á hvort
ekki fyndust leiðir til þess að koma
sjálfum Grímsstöðum á Fjöllum í
hendur þessa ágenga auðjöfurs
sem enginn veit hvar og hvernig
auðgaðist, en kann þó þá fortölul-
ist að láta sem hann sé útvalinn Ís-
landsvinur og gyllir þannig fyr-
irætlanir sínar fyrir ráðamönnum
heima fyrir að þær séu ekki annað
en eðlileg og arðvænleg atvinnu-
uppbygging í anda nútímans á
Norðausturlandi. Nú geta ein-
hverjir sagt að sveitarstjórn-
armönnum sé það ekki láandi að
taka slíku rausnarboði, sem fram
gengur af munni milljónamærings
sem ekki veit aura sinna tal. Ég lít
aftur á móti þannig á, og er ekki
einn um það, að hér missjáist þess-
um ágætu forsvarsmönnum sveit-
arfélaganna. Efnislega er þetta
mál margslungið. Og þegar svo
stendur á ber að fjalla um það af
fyllstu gát. Er þetta rausnarboð
eða e.t.v. gylliboð? Hvur veit nema
þetta sé dulin tilraun til að plata
sveitamanninn!
En það er ekki einasta þetta
sem þarf að hyggja vel að. Mála-
tilbúnaðurinn eftir synjun ráðherra
um sölu jarðarinnar er um allt á
mörkum siðlegrar málsmeðferðar.
Synjun ráðherra byggist ekki á því
að það var Kínverji sem átti hlut
að máli. Meginrök ráðherra voru
að sjálfsögðu þau að honum leist
ekki á þá ráðagerð auðkýfingsins
að eignast þessa öræfa- og hálend-
isjörð, allt þetta óbyggða víðerni
sem jörðin er að meginhluta, til
þess að byggja þar upp lúxushótel,
flugvöll og starfsmannahús og
margs konar mannvirki önnur sem
tengjast afþreyingarþörfum vell-
auðugra ferðamanna.
Hitt er annað mál að ráðherra
gat beitt synjunarvaldi sínu vegna
þess að umræddur auðkýfingur
var þegn ríkis sem ekki tilheyrir
Evrópusambandinu eða Evrópsku
efnahagssvæði. Ekki bara af því að
hann var Kínverji. Ráðherra hefði
því alveg eins getað synjað banda-
rískum auðkýfingi eða hverjum
þeim sem ekki var þegn einhvers
Evrópusambandsríkis. Það hefði
hins vegar, að lík-
indum, gert ráðherra
erfiðara fyrir um
synjun, ef í hlut hefði
átt Þjóðverji eða
Frakki. Guði sé lof að
ekki er búið að hnatt-
væða til fulls kaup-
rétt útlendinga á ís-
lenskum bújörðum og
landsvæðum.
Siðleysi og
lögleysa
Mér þykir rétt að
fara nokkrum orðum frekar um þá
skoðun mína að málatilbúnaðurinn
eftir synjun ráðherra sé á mörkum
þess sem siðlegt getur talist. Sið-
leysið felst í því, sem er gömul og
ný árátta hjá kappsfullum mála-
fylgjumönnum, að finna leiðir
framhjá lögum og lagaskilningi,
framhjá réttarvitund, framhjá lög-
legum valdboðum. Það tiltæki að
stofna íslenskt félag til þess að
kaupa Grímsstaði fyrir lánsfé frá
synjunarþola til þess síðan að
leigja honum eignina, allt slengið
úr þessari öræfajörð, sem leggur
til stóran hluta af ósnortnu víðerni
landsins, er siðlaust athæfi, ef það
er ekki löglaust líka, sem það er.
Ég er svo heppinn, þó að ég sé
enginn göngugarpur um fjöll og
firnindi, að þekkja þetta landsvæði
býsna vel. Ég á rætur mínar aust-
anlands og norðan. Milli uppvaxt-
arsveitar minnar á Austurlandi og
Akureyrar þar sem ég hafði bú-
setu og var heimamaður í 37 ár,
skólaár, manndóms- og starfsævi
alla að heita má, liggja gagnvegir
um háfjallaleiðir Norðausturlands.
Þar eru mér efst í minni og kær-
astar leiðirnar um Hólsfjöll í
Norður-Þingeyjarsýslu og Efra-
Fjall í Norður-Múlasýslu. Þá leið
fór ég fyrst ungur skólapiltur,
næstum að segja á puttanum, fyrir
nákvæmlega 70 árum, í maí 1942, í
hópi 11 skólabræðra á aldrinum
15-17 ára sem áttu ekki annars úr-
kosti um heimferð fyrir hvíta-
sunnu í skólalok en ganga á tveim-
ur jafnfljótum og njóta bílferða
eins og gafst.
Ég hef síðan enga tölu á því
hversu oft ég hef farið um Hóls-
fjöll og heimsótt Hólsfjallamenn,
ekki síst Grímsstaðafólk. Það gerði
þessar ferðir þeim mun tíðari að
ég var meira en aldarfjórðung
einn af alþingismönnum Norður-
landskjördæmis eystra og hafði
með beinum hætti afskipti af mál-
efnum íbúa á Hólsfjöllum, þótt
byggðaþróun þar yrði ekki að ósk-
um og vonum. Örlögin haga ýmsu
svo, að ekki verður rönd við reist.
– En sú úrbót sem nú á að bjarga
byggð á Hólsfjöllum er hreint og
beint galin. Hún er úr öllum takti
við nútímann.
Í þessu greinarkorni hef ég lagt
áherslu á þá staðreynd að Hóls-
fjöll eru hálendissvæði. Þar eru
hálendustu byggðarsvæði á Ís-
landi, 350-400 m.y.s. Saga byggð-
arinnar um aldir sýnir að þar er
vandbúið. Það á yfirleitt við um
heiða- og hálendisbyggðir norð-
austanlands. En Hólsfjöll höfðu
löngum sína landkosti. Þótt gróð-
urfar sér þar fábreytt henta þær
jurtir sem þar vaxa vel sauð-
fjárrækt, enda sýnir sú nálæga
reynsla sem við höfum af búskap
þar á 19. og 20. öld, að sauð-
fjárbændur komust þar vel af.
Hólsfjallafé var landsfrægt.
Hólsfjöll náttúruperla
En eins og komið er þjóð-
félagsþróun hér á landi þarf að
hyggja að öðru um framtíð sveit-
arinnar. Þar má þó ekki rasa um
ráð fram eins og nú horfir, að
byggja framtíðina á loftköstulum
um ferðaþjónustu af því tagi sem
kínverski auðjöfurinn ætlar að
standa fyrir. Þar með er ekki sagt
að ferðaþjónusta komi ekki til
greina. Hún er vafalaust góður
kostur. Reyndar hefur þjónusta við
ferðamenn verið rekin á Gríms-
stöðum fyrr og síðar og er enn við
lýði. Hví ekki að byggja framtíðina
á þeim grunni? Hvers vegna er
ekki hugað að því að koma upp nú-
tímaferðaþjónustu sem hefur að
markhópi fólk, innlent og erlent,
sem vill njóta víðsýnis og víðernis
þessa landsvæðis?
Má ég benda á það, sem er
reynsla mín og margra fleiri, að
hvergi á hringvegi landsins er að-
gengilegra að njóta dýrðar hálend-
isins en á Hólsfjöllum, Efra-Fjalli
og heiðunum víða á Norðaust-
urlandi. Þetta landsvæði býður
ekki síður upp á háfjallaunað, tært
loft, kyrrð og fagurt útsýni en ann-
að rómað hálendi utan hringveg-
arins. Hvar er Herðubreið form-
fegurri en frá bæjardyrum
Hólsfjallabæja? Ég geri mér fulla
grein fyrir því að Hólsfjöllin stand-
ast ekki fyllstu kröfur um það sem
kallast ósnortið víðerni. En ég fæ
ekki betur séð en að náttúruvernd-
arlög hafi að geyma ákvæði um
fólkvanga og friðlýst svæði sem
falla ágætlega að Hólsfjöllum.
Mörgum þykir furðu gegna
hversu náttúruverndarsamtök og
einstakir náttúruverndarsinnar eru
hljóðir í umræðunum um áætlaðar
stórframkvæmdir á Grímsstöðum.
Þó er þetta umfram allt nátt-
úruverndarmál. Hólsfjöll eru nátt-
úruperla sem varla á sér hliðstæðu
í landinu og þó víðar væri leitað.
Ríkisstjórnin á að láta þetta til sín
taka. Hvur getur haft á móti því
að ríkið eignist þetta umrædda
land og greiði eigendum sann-
gjarnt verð í samræmi við íslenska
landsvenju í slíkum viðskiptum? Ef
það verður ekki gert skapast for-
dæmi um að leppmennska á sviði
landkaupa verði hefðbundin kaup-
sýsla, núlifandi kynslóð ráðherra
og alþingismanna til ævarandi
skammar.
P.S. Þessi grein var fullgerð
miðvikudaginn 9. maí. Þegar ég
stend í því á föstudagsmorgun að
koma henni á framfæri við rit-
stjóra Morgunblaðsins kemur fram
að sveitarstjórnarmenn á Norður-
landi eru farnir að efast um sinn
eigin málatilbúnað og sjá úrræði í
málinu líkt og ég er að benda á.
Dulin tilraun til
að plata sveitamanninn
Eftir Ingvar
Gíslason »Málatilbúnaðurinn
eftir synjun ráð-
herra um sölu jarð-
arinnar er um allt á
mörkum siðlegrar máls-
meðferðar.
Ingvar Gíslason
Höfundur er fv. alþm. og ráðherra.
Nýttu svalirnar allt árið um kring
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
Skjól
Lumon svalagler veitir skjól
gegn rigningu og roki. Mjög
einfalt er að opna svalaglerið
og renna því til og frá.
Hljóð- og hitaeinangrun
Svalaglerin veita hljóð- og hita-
einangrun sem leiðir til minni
hljóðmengunar innan íbúðar
og lægri hitakostnaðar.
Óbreytt útsýni
Engir póstar eða rammar
hindra útsýnið sem helst
nánast óbreytt sem og ytra
útlit hússins.
Auðveld þrif
Með því að opna svalaglerið
er auðvelt að þrífa glerið að
utan sem að innan.
Stækkaðu fasteignina
Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina
þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring.
hefur svalaglerin fyrir þig!
ERFÐABREYTT
RÆKTUN
SLEPPING OG DREIFING
P
O
K
A
H
O
R
N
IÐ
Ráðstefna á vegum umhverfisráðuneytisins
í Hvammi á Grand Hóteli Reykjavík,
15. maí 2012.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða úr röðum íslenskra vísindamanna
og sérfræðinga á þessu sviði. Að auki fjallar Ole Kaae, sérfræðingur
í danska umhverfisráðuneytinu, um stefnu í málefnum erfðabreyttrar
ræktunar innan Evrópusambandsins og í Danmörku.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra setur ráðstefnuna.
Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á
www.umhverfisraduneyti.is
Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 17.00 með kaffihléi.
Aðgangur ókeypis – allir velkomnir