Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nashyrningar eru í útrýmingar-
hættu vegna ólöglegra viðskipta með
horn þeirra sem eru mjög eftirsótt í
Víetnam og fleiri löndum Suðaustur-
Asíu. Ástæða þessarar miklu eft-
irspurnar er sú að margir Víetnamar
trúa því að duft horna úr nashyrn-
ingum sé allra meina bót, lækni til að
mynda krabbamein og auki kynorku
manna.
Rannsóknir vísindamanna hafa þó
leitt í ljós að duftið hefur engin áhrif
á sjúkdóma. Hornin eru einkum úr
þráðlaga hvítuefni sem nefnist ker-
atín, eða hyrni, og er undirstöðuefni
nagla og hára í mönnum, auk horna,
fiðurs og hófa í dýrum. Flest bendir
því til þess að duftið hafi álíka mikið
lækningagildi og það að naga á sér
neglurnar.
Margir Víetnamar standa þó enn í
þeirri trú að duftið lækni krabba-
mein og sumir borga allt að 120
milljónir donga, jafnvirði 630.000
króna, fyrir 100 grömm af duftinu,
að sögn fréttaveitunnar AFP.
Eftirspurnin er svo mikil að fólk
þarf að bíða í marga mánuði eftir
duftinu og algengt er að svikahrapp-
ar selji annars konar duft eða eftir-
líkingar af hornum nashyrninga.
Viðskipti með hornin eru bönnuð
með lögum í Víetnam en banninu
hefur ekki verið framfylgt sem
skyldi. Liðin eru um sjö ár síðan síð-
ast var ákært fyrir smygl á hornum
nashyrninga til landsins.
Að sögn sérfræðinga eru horn
nashyrninga verðmætari í Víetnam
en kókaín eða gull. Glæpasamtök
hafa stórgrætt á smygli á horn-
unum, að sögn Naomi Doak, tals-
manns TRAFFIC, samtaka sem
fylgjast með viðskiptum með dýrum
og jurtum til að tryggja að þau stofni
ekki tegundum í hættu. „Smygli á
hornum nashyrninga fylgir miklu
minni áhætta en smygli á fíkniefnum
og menn fá meiri peninga fyrir horn
nashyrninga,“ hefur fréttaveitan
AFP eftir Naomi Doak. Hún skír-
skotar meðal annars til þess að
miklu minni líkur eru á því að menn
verði saksóttir fyrir smygl á horn-
unum og viðurlögin eru mildari en
fyrir fíkniefnasmygl.
Verðið fimmfaldast
Baráttan gegn smygli á hornum
er háð í mörgum löndum, meðal ann-
ars í Bandaríkjunum þar sem átta
menn voru handteknir fyrr á árinu í
viðamestu rannsókn á slíku smygli í
sögu landsins. Að sögn bandarískra
yfirvalda er algengt að milli-
göngumenn borgi jafnvirði u.þ.b. 1,4
milljóna króna fyrir kílóið af horn-
unum og verðið sé fimmfalt hærra í
Víetnam.
Árangurinn af baráttunni gegn
smyglinu hefur verið misjafn. Til að
mynda hafa veiðar á nashyrningum
stóraukist í Suður-Afríku á síðustu
árum en í Nepal hafa ýmis vernd-
unarverkefni orðið til þess að fjöldi
nashyrninga hefur fimmfaldast frá
árinu 1966 þegar aðeins 100 nas-
hyrningar voru í landinu.
Náttúruverndarsamtökin WWF
og Alþjóðlega nashyrningastofnunin
(IRF) skýrðu frá því í október að as-
ísk nashyrningstegund, Jövu-
nashyrningar, væri nú útdauð í Víet-
nam. Talið er að færri en 45 slíkir
nashyrningar séu nú eftir á Jövu.
Þeir eru ívið minni en aðrir nashyrn-
ingar og taldir ein fágætasta dýra-
tegund veraldar. Yfirmaður WWF í
Víetnam, Tran Thi Minh Hien, segir
að Jövu-nashyrningar séu líklega fá-
gætasta tegund stórra spendýra í
heiminum.
Hvítir nashyrningar eru einnig í
hættu í sunnanverðri Afríku. Meðal
annars hefur verið gripið til þess
ráðs í Suður-Afríku að saga hornin
af nashyrningunum, því þá eru þeir
ekki eins eftirsóttir.
Í hættu vegna
bábilju um
lækningamátt
Duft horna úr nashyrningum selt
dýrum dómum sem kraftaverkalyf
Indland
Verndun, hert eftirlit
og aukin fræðsla
hefur stuðlað að
fjölgun nashyrninga
Bandaríkin
Átta menn hafa verið
handteknir í ár í
viðamestu rannsókn á
hornasmygli í sögu landsins
Nepal
Verndunaraðgerðir hafa orðið
til þess að nashyrningum hefur fjölgað
Kína
Eftirspurnin eftir
hornunum hefur minnkað
frá 1993 þegar bannað
var að nota þau í lyf
Simbabve
Minnst 23 nashyrningar
drepnir í fyrra
Kenía
Erfiðlega hefur
gengið að vernda
nashyrninga vegna
veiðiþjófa
Hong Kong
Yfirvöld hafa lagt hald
á 52 horn á síðustu
fimm árum, heildar-
verðmæti þeirra er
um 340 millj. kr.
Evrópa
Tugum horna úr nashyrningum
hefur verið stolið frá dýragörðum,
uppboðsfyrirtækjum, verslunum
og söfnum frá síðasta ári
Indverskir / Eru
með eitt horn
2.900
Nepal/Indland
Í hættu
Súmötru-nashyrningar
Færri en 220
Indónesía (Súmatra),
Malasía, hugsanlega
Búrma (Myanmar)
Í mikilli hættu
Jövu-nashyrningar
Færri en 45
Indónesía
Í mikilli hættu
Svartir
4.800
Namibía (90%),
Bótsvana, Malaví,
Svasíland, Sambía, Kenía
Í mikilli útrýmingarhættu
Hvítir
20.000
Suður-Afríka (93%),
Namibía, Bótsvana, Simbabve,
Svasíland, Mósambík
Ógnað
Eitt horn úr nashyrningi er verðmætara en kókaín eða gull, kostar allt að hálfa milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 63 milljóna króna, í Víetnam
og fleiri löndum í Suðaustur-Asíu
Ólögleg viðskipti með horn úr nashyrningum
Smygl Lönd þar sem hornin eru seldÓlöglegar veiðar/verndun
Baráttan gegn viðskiptunum er háð í mörgum löndum
Þjófnaðir
Heimildir: Africageographic.com/IRF/stoprhinopoaching.com/TRAFFIC/SAfricagovt./HKcustoms/WWFNepal
Stolið frá jan. 2011 – apríl 2012
800
100
612
534
Veiðarnar hafa aukist Aukið smygl Verndunarverkefni hafa borið árangur Þjófnuðum hefur fjölgað
07 08 09 10 11 2012
(til apríl)
100
200
300
400
Suður-Afríka
5.000
10.000
15.000
Hong Kong Nepal Evrópa
07 08 09 10 2011 1966 2000 20111950
810 1.550
120
18.608
0
Fjöldi veiddra dýra Fjöldi nashyrningaHorn sem tollgæslan hefur lagt hald á
í þúsundum HK$
Suður-Afríka
448 drepnir í fyrra
og um 200 það
sem af er árinu
Víetnam
Stærsti þekkti
markaðurinn fyrir hornin, fu
vegna hindurvitna um
lækningamátt þeirra
3
Hornabikarar
12
Eftirlíkingar horna
8
Hausar
74
Horn
Hornum stolið í Evrópu
» Europol skráði 60 þjófnaði á
hornum nashyrninga í Evrópu
á síðasta ári og fyrstu fjórum
mánuðum þessa árs.
» Þjófarnir stálu 74 hornum,
átta hausum og þremur bik-
urum úr hornum nashyrninga.
» Böndin hafa borist að írsk-
um glæpahópi sem hefur beitt
ofbeldi til að verða sér úti um
þessi verðmætu horn.
Bróðir eins þeirra 77 sem biðu bana
í árásum fjöldamorðingjans Anders
Behrings Breiviks kastaði skó að
honum í réttarsalnum í Ósló í gær.
„Farðu til helvítis, morðinginn
þinn!“ hrópaði maðurinn.
Lögmaður fjöldamorðingjans
varð fyrir skónum. Uppnám varð í
salnum, sumir klöppuðu og hróp-
uðu húrra, aðrir tárfelldu. Þetta er
í fyrsta skipti sem reynt er að ráð-
ast á Breivik í réttarsalnum.
Maðurinn sem kastaði skónum er
frá Írak. Bróðir hans var einn
þeirra 69 sem Breivik skaut til bana
í Útey 22. júlí í fyrra. Meðal músl-
íma þykir það mikil móðgun að
kastað sé skó í mann.
Verðir fjarlægðu manninn úr
réttarsalnum. Lögmaður hans
sagði hann hafa gert það sem aðrir
vildu gera og hann sæi ekki eftir
því. „Miðað við hvað þetta mál er
þrungið af sorg og hatri þá er í
raun ótrúlegt hvað allt hefur farið
vel fram í réttarsalnum,“ sagði lög-
maðurinn.
„Ég skildi ekki hvernig fólk gat
setið þarna algjörlega aðgerðalaust
og yfirvegað. Morðinginn hefur
eyðilagt líf þeirra allra,“ hefur
Aftenposten eftir manninum.
AFP
Í réttarsal Norski saksóknarinn Inga Bejer Engh (til vinstri) ræðir við verj-
endur fjöldamorðingjans Geir Lippestad og Vibeke Hein Bæra.
Skó kastað að fjölda-
morðingjanum í Ósló
Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23
MJÓLKURÍS
GAMLI ÍSINN
BRAGÐAREFUR
SJEIK MEÐ DÝFU!