Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
einstakt
eitthvað alveg
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is
úrval einstakra málverka og listmuna
eftir íslenska listamenn
1987-2012
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ef við höldum áfram að auka jöfnuð
og færa til fé í samfélaginu frá þeim
sem hafa haft mikið milli handanna
til þeirra sem minna hafa mun þetta
ekki verða viðvarandi vandi. En ef
þeir verða ofan á sem gæta sérhags-
muna gæti svo
hins vegar orðið.
Það skiptir máli
hver stjórnar,“
segir Guðbjartur
Hannesson
velferðar-
ráðherra, spurð-
ur hvort hann ótt-
ist að það sé að
verða viðvarandi
vandi að fjöldi
fólks eigi hvorki
til hnífs né skeiðar. Ragnhildur G.
Guðmundsdóttur, form. Mæðra-
styrksnefndar í Reykjavík, sagði í
samtali við Morgunblaðið í vikunni
að mikil aukning í umsóknum um
matargjafir vitni um að stjórnvöld
ráði ekki við vandann. Guðbjartur
hafnar þessu.
„Ég er því algjörlega ósammála.
Það má hins vegar ábyggilega segja
að við getum gert betur. Fjölmargir
aðilar hafa verið kallaðir til og gripið
hefur verið til margvíslegra aðgerða.
Það er auðvitað þannig að þjóðfé-
lagið og ríkisreksturinn töpuðu gríð-
arlega miklu í hruninu. Því skiptir
öllu máli hvernig því er skipt sem
eftir er. Þrátt fyrir allt er það svo að
félagslegar bætur hafa hækkað. Það
er því ljóst að almannatrygginga- og
velferðarkerfið eru að skila ár-
angri.“
Desemberuppbót ný af nálinni
Guðbjartur heldur áfram:
„Eftir stendur hópur sem þarf að
gera betur við. Við höfum reynt að
mæta þessum hópi með aðgerðum í
velferðarkerfinu. Þar tókum við
meðal annars upp desemberuppbót
hjá atvinnuleitendum sem er ný-
lunda. Þar voru að fara út 500-600
milljónir í desember sl. Sama var
með hækkunina á lífeyrisgreiðslum í
fyrra en við höfum einmitt lagt
áherslu á að hækka þær mest hjá
þeim tekjulægstu. Allt þetta hefur
skilað sér í auknum jöfnuði í sam-
félaginu eins og sást í skýrslu Stef-
áns Ólafssonar og Arnaldar Sölva
Kristjánssonar á vegum Þjóðmála-
stofnunar Háskóla Íslands.“
Bágstaddir munu
fá frekari aðstoð
Velferðarráðherra segir vandann stjórninni ekki ofviða
Morgunblaðið/RAX
Frá Grindavík Tæplega áttundi hver Suðurnesjamaður er nú án vinnu. Margir hafa verið atvinnulausir lengi.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Veltan á fasteignamarkaði á fyrstu
fjórum mánuðum ársins var 150%
meiri en sömu mánuði ársins 2009.
Velta á tímabilinu janúar til febrúar
á þessu ári var þannig 46,335 millj-
arðar króna en var 18,315 milljarðar
fyrstu fjóra mán-
uði ársins 2009.
Fer nærri að velt-
an sé nú orðin
jafn mikil og hún
var sömu mánuði
2008.
Sá samanburð-
ur segir hins veg-
ar ekki alla sög-
una því síðan
efnahagskerfið
fór á hliðina haustið 2008 hefur verð-
bólgan farið af stað og ber því að
horfa til núvirðis þessara upphæða.
Eru tölurnar núvirtar hér til hlið-
ar en þær voru framreiknaðar af
starfsmanni Seðlabankans.
Efnahagslífið að fara í gang
Davíð Stefánsson, sérfræðingur
hjá greiningardeild Arion banka,
segir þróunina til marks um bata.
„Hagkerfið er að taka við sér og
fjármögnunarskilyrði heimilanna að
batna mikið. Bankarnir eru aftur
komnir inn á markaðinn. Veðhlut-
föllin hjá þeim eru hærri og kjörin
hagstæðari en hafa sést frá hruni.
Þegar batamerki sjást í hagkerfinu
þorir fólk aftur að hætta sér út á
markaðinn. Það eru fyrst og fremst
þessir tveir þættir sem skýra aukna
veltu á markaðnum.“
Spurður hvort hækkunina megi að
hluta til rekja til þess að lítið er um
tækifæri fyrir fjárfesta um þessar
mundir og gjaldeyrishöft við lýði
segir Davíð „ekki hægt að útiloka
neitt slíkt“.
„Það er ljóst að ef höftin væru ekki
væri vaxtastigið hærra. Þessi fjár-
mögnunarskilyrði væru því ekki í
boði án hafta og í þeim skilningi er
þetta bóla. Ef við horfum hins vegar
á þróun fasteignaverðs sem hlutfall
ráðstöfunartekna eða launa eða
kaupmáttar, og aðrar breytur eins
og byggingarkostnað, virðist sem
enn sé ekki hægt að tala um bólu.
Hjá hinu er ekki hægt að horfa að
fjármagnsskilyrðin eru óvenjugóð
vegna óvenjulegra aðstæðna.“
Þarf að fara að byggja meira
„Það er töluverð lýðfræðileg eftir-
spurn á Íslandi eftir nýjum íbúðum
enda þjóðin ung. Það þarf að byggja
nýjar íbúðir, óháð því hvort fólk setji
þær í útleigu eða kaupi þær. Ef
ójafnvægi á ekki að myndast þarf ný-
bygging að hefjast að nýju fljótlega.
Það hefur verið mikil spenna á leigu-
markaðnum og svo virðist sem
margir hafi fremur kosið að kaupa.“
Spurður hvort fjöldi auðra íbúða í
eigu Íbúðalánasjóðs og banka ætti
ekki að leiða til verðlækkunar, þvert
á hækkanir á íbúðaverði undanfarið,
bendir Davíð á að margar þeirra séu
úti á landi og að enn aðrar séu óklár-
aðar eða þær verið leigðar út.
Veltan á fast-
eignamarkaði
enn á uppleið
Var 46,3 milljarðar í janúar til apríl
Er 8,4 milljörðum meiri en í fyrra
125 milljarðar 2007
» Veltan á fasteignamarkaði í
janúar til apríl 2007 á núvirði
var 125.459 milljónir, 65.460
milljónir sömu mánuði 2008
og 21.176 milljónir 2009.
» Þá var veltan 24.672 millj-
ónir 2010, 40.439 milljónir
2009 og 46.335 milljónir í ár.
Velta á fasteignamarkaði
í janúar til febrúar í milljónum króna
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12
Heimild: Fasteignaskrá/Þjóðskrá Íslands
86
.5
02
47
.7
38
18
.3
15
22
.7
41
37
.9
63 4
6.
33
5
Davíð Stefánsson
„Stærsti vandinn er langtíma-
atvinnuleysið. Þegar menn hafa
verið í atvinnuleit í mörg ár, jafnvel
allt frá því að varnarliðið hvarf á
braut í lok árs 2006, en án árang-
urs, verður til allt annars konar
vandi en aðrir sem eru í atvinnuleit
glíma við,“ segir Árni Sigfússon,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um
niðurbrjótandi áhrif atvinnuleysis á
þá sem hafa lengi leitað að vinnu.
„Sá vandi birtist til dæmis í því
að fyrirtæki sem eru að ráða fólk,
sem hefur lengi verið atvinnulaust,
þurfa að veita því heilmikinn stuðn-
ing. Það þarf nánast manninn með
til að koma fólki í
gang aftur. Við
höfum því leitað
leiða til að
styrkja þetta fólk
svo það komist
út á vinnumark-
aðinn. Fólk hefur
kannski tapað trú
á sér og það þarf
þá bæði félagslegan og sálfræði-
legan stuðning til þess að komast
aftur í atvinnugírinn,“ segir Árni.
Samkvæmt vef Vinnumálastofn-
unar voru 12,2% Suðurnesjamanna
án vinnu í mars. Laus störf voru 14.
Fólkið er langt niðri
LENGI ÁN VINNU OG MEÐ LÍTIÐ SJÁLFSTRAUST
Guðbjartur
Hannesson
Landssamband
hestamanna-
félaga hefur að
tillögu landsliðs-
nefndar LH ráðið
Hafliða Hall-
dórsson sem liðs-
stjóra íslenska
landsliðsins í
hestaíþróttum.
Fram kemur í
tilkynningu frá sambandinu að
samningurinn gildi bæði fyrir
Norðurlandamótið í Eskilstuna í
Svíþjóð í sumar, sem og fyrir
heimsmeistaramótið í Berlín 2013.
Hafliði mun hefja vinnu og und-
irbúning beggja móta strax.
Þá segir að Hafliði sé gríðarlega
reyndur keppnisknapi, margfaldur
Íslandsmeistari og heimsmeistari í
tölti 2001 á Valíant frá Heggs-
stöðum.
Hafliði búi yfir mikilli reynslu og
hafi áður verið liðsstjóri landsliðs-
ins bæði á HM og NM og nú síðast á
HM í Austurríki.
Nýr landsliðsein-
valdur ráðinn í
hestaíþróttum
Hafliði Halldórsson
Árni Sigfússon