SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Qupperneq 30
30 13. maí 2012 H efur almenningsálit, and- rúmsloft eða tíðarandi áhrif á dómara og niðurstöðu dóm- stóla? Hvert er samspil fjöl- miðla og dómstóla? Þessi álitamál voru meðal margra grundvallarmála, sem til umræðu voru á svonefndum lagadegi, sem Lögfræðingafélag Íslands, Lög- mannafélagið og Dómarafélagið efndu til fyrir viku og er orðinn árlegur viðburður. Sá fjöldi lögfræðinga, sem tók þátt í dag- skrá lagadags, kom á óvart og bendir til að lögfræðingastéttin sé orðin öflugri en ætla mætti og skal þó ekki gert lítið úr hlut lögfræðinga í uppbyggingu nútíma- samfélags á Íslandi í síðustu rúm hundrað ár. Ofangreind spurning um það hver áhrif tíðaranda og almenningsálit gæti verið á niðurstöður dómstóla er grundvallar- spurning. Hún sótti á fyrir nær fjórum áratugum, þegar svonefnd Guðmundar- og Geirsfinnsmál voru til umræðu. Þá skapaðist ákveðið andrúmsloft, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu, sem líkja mátti við nornabrennur fyrri alda og þýddi að ekki mátti draga í efa staðhæf- ingar, sem settar voru fram, þótt ekki væri hægt að finna þeim stað. Hafði þetta andrúmsloft áhrif á vinnubrögð réttar- kerfisins þá? Það er enn til rannsóknar. Þessi spurning vaknaði aftur í tengslum við svonefnd Hafskipsmál seint á níunda áratug síðustu aldar og enn á dögum Baugsmála í byrjun þessarar aldar. Og hún hefur verið í fullu gildi í tengslum við landsdómsmálið á hendur Geir H. Haarde. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um þetta en ýmislegt bendir til að sú skoðun eigi töluverðan hljómgrunn meðal lög- fræðinga, að almennar umræður í sam- félagi og það andrúmsloft, sem skapast í kringum þær, geti haft áhrif á niðurstöður dómstóla. Rökin fyrir því eru einfaldlega þau, að dómarar séu venjulegt fólk og verði fyrir áhrifum af umhverfi sínu ekki síður en aðrir. Það eru rök, sem erfitt er að hrekja! En hvað þýðir það, ef svo er? Fyrir mörgum áratugum hafði Bjarni heitinn Benediktsson forsætisráðherra orð á því í samtali við forráðamenn Morgunblaðsins vegna einhvers, sem hann var óánægður með í skrifum blaðsins, að Morgunblaðið ætti svo mikinn þátt í að skapa andrúms- loftið í samfélaginu. Ef það er rétt að fjölmiðlar eigi mikinn þátt í því og ef það er eitthvað til í því að það andrúmsloft hafi áhrif á niðurstöður dómstóla í málum þeirrar gerðar hljóta eftirfarandi sjónarmið að koma til um- ræðu. Geti fjölmiðlar skapað ákveðið and- rúmsloft í tilteknum málum, ef þeir á annað borð einbeita sér að því, er ljóst að þeir, sem hafa annaðhvort yfir miklum fjármunum að ráða eða eru í annars konar aðstöðu til þess t.d. með því að eiga fjöl- miðla eða hafa aðgang að ræðustól Al- þingis, geta með nægilega markvissri starfsemi skapað andrúmsloft og almenn- ingsálit, sem hugsanlega getur haft mikil áhrif á það að hvaða niðurstöðum dóm- stólar komast. Þegar þessi mál eru hugleidd frá þessu sjónarhorni verður ljóst að þær aðferðir sem notaðar voru vorið og sumarið 2004 til þess að brjóta á bak aftur tilraun til að koma fram löggjöf um eignarhald á fjöl- miðlum verður að skoða í nýju ljósi. Að undanförnu hefur staðið yfir í Bretlandi víðtæk rannsókn á vinnubrögðum fjöl- miðla og þá sérstaklega dagblaða í eigu Ruperts Murdochs og fjölmiðlaveldis hans. Sú rannsókn hefur bæði staðið yfir á vegum þingnefndar og á vegum sérstaks dómara. Ekki fer á milli mála, að í sumum tilvikum hafa þessir fjölmiðlar stundað glæpsamlega starfsemi, sem örugglega á eftir að kalla fram nýja og strangari löggjöf í Bretlandi um eignarhald á fjölmiðlum. Það er líka áleitin spurning, hvað hægt er að gera til þess að takmarka það „svig- rúm“, ef svo má að orði komast, sem dómari kann að hafa til þess að láta al- menningsálitið hafa áhrif á gerðir sínar. Það verður ekki gert nema með mjög vandaðri löggjöf. Sumir dómar í Baugs- málinu t.d. bentu til þess að gildandi lög- gjöf væri einfaldlega svo illa smíðuð að lagalegt svigrúm væri til margbreytilegra viðskiptahátta. Það er Alþingi sem setur lög. Getur verið að vinnubrögðum við lagasmíð þess sé stórlega áfátt? Eftir að landsdómur var kveðinn upp taldi Geir H. Haarde, að þar hefði pólitík ráðið för. Hann var gagnrýndur fyrir þau ummæli og taldi eftir á, að kannski hefði hann tekið of sterkt til orða. Eitt er pólitík og annað er flokkspólitík. Lögin um ráðherraábyrgð eru svo al- mennt orðuð, að svigrúm Landsdóms samkvæmt þeim er mjög mikið. Daginn fyrir dómsuppkvaðningu skoðaði ég ákæruatriðin, sem eftir stóðu, og komst að þeirri niðurstöðu með sjálfum mér, að óhugsandi væri að Geir yrði dæmdur fyrir eitt ákæruatriðanna – þann lið ákær- unnar, sem hann var sakfelldur fyrir. Auðvitað var einhvers konar mála- miðlun að baki niðurstöðu Landsdóms, þótt það hafi áreiðanlega ekki verið mála- miðlun, sem byggðist á flokkapólitík. Það var bara málamiðlun, sem byggðist á ann- ars konar „pólitík“. Það fer ekki á milli mála, að í landi eins og Bandaríkjunum hefur verið hægt að komast langt með að „kaupa“ úrslit í kosningum með nógu miklu fjármagni í auglýsingar og aðra starfsemi. Hið sama má að einhverju leyti segja um prófkjör flokka hér. Ef eitthvað er hæft í því að almennings- álit hafi áhrif á dómara er spurningin þá sú, hvort með sama hætti og miklu fjár- magni sé hægt að „kaupa“ niðurstöður dómstóla með því að leggja mikið undir í mótun almenningsálits og andrúmslofts. Það er líka „pólitík“. Þetta eru álitaefni, sem ástæða er til að fjalla um í lýðræðisríki. Hefur almenningsálit áhrif á dómstóla? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Einn mesti bardagi í sögu mannkyns er haf-inn ... spjótin standa víða á okkur – í Noregi ogHollandi – og við verðum að vera við öllu búinvið Miðjarðarhaf. Loftbardagar eru viðvarandi, og við verðum að gera margvíslegar ráðstafanir hér heima. Ég segi við þingið eins og ég hef sagt við þá sem mynda þessa ríkisstjórn: Ég hef ekkert að bjóða nema blóð, strit, tár og svita. Við stöndum andspænis gríð- arlegri þrekraun. Framundan eru fjölmargir langir mán- uðir baráttu og þjáningar. Þið spyrjið, hvert er takmarkið? Ég get svarað ykkur með einu orði: Sigur. Sigur, hvað sem hann kostar – sig- ur þrátt fyrir allan hryllinginn – sigur, hversu löng og strembin leiðin kann að verða, vegna þess að án sigurs komumst við ekki af.“ Þessi orð eru hluti af einni mergjuðustu ræðu sem flutt hefur verið, fyrstu ræðunni sem Winston Churchill hélt sem forsætisráðherra þremur dögum eftir að hann tók við embættinu af Neville Chamberlain í Bretlandi. Mál- flutningurinn fór fram í neðri deild þingsins á þessum degi fyrir 72 árum. Ræðunnar er fyrst og fremst minnst vegna þessarar setningar: Ég hef ekkert að bjóða nema blóð, strit, tár og svita. Ekki er vitað fyrir víst hvert Churchill sótti inn- blásturinn þegar hann mælti þessi orð en ítalski hers- höfðinginn Giuseppe Garibaldi er talinn hafa tekið sér þau í munn fyrstur manna árið 1849 þegar hann brýndi uppreisnarhreyfingu sína í Rómarborg. Theodore Roosevelt, sem síðar varð forseti Bandaríkj- anna, mun einnig hafa notað þessi orð þegar hann var ráðinn í embætti aðstoðaryfirmanns sjóhersins árið 1897. Churchill, sem var gamall dáti sjálfur, hefur án efa lesið mikið eftir Roosevelt en verk þess síðarnefnda um hernaðarsagnfræði voru útbreidd. Enda þótt Garibaldi og Roosevelt hafi komið á undan er þessi fræga setning fyrst og síðast tengd Churchill enda varð hún til þess að efla baráttuþrek Breta á fyrstu mánuðum heimsstyrjaldarinnar síðari. Loftárásir Þjóð- verja léku margar borgir landsins grátt og þjóðina sár- vantaði mann til að stappa í sig stálinu. Winston Churc- hill var sá maður. Churchill hafði lengi varað við ógninni sem Bretum og fleiri þjóðum var búin af Adolf Hitler, leitoga þriðja rík- isins, en talaði að mestu fyrir daufum eyrum. Menn gerðu sér grein fyrir uppgangi Þýskalands en margir Bretar, með Neville Chamberlain forsætisráðherra í broddi fylkingar, lögðu þunga áherslu á að fara sátta- leiðina. Frægt er þegar hann steig út úr flugvélinni eftir samningafund með Hitler og veifaði sigurreifur plöggum framan í þjóð sinna. Það voru staðlausir stafir. Ljóst var að Bretar þurftu mann annarrar gerðar til að leiða sig á þessum viðsjárverðu tímum. Gamli stríðsfák- urinn úr heimsstyrjöldinni fyrri, Churchill, var tekinn inn í ríkisstjórnina um leið og Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur 3. september 1939 enda hafði hann verið afar gagnrýninn á sáttaleiðina við Hitler. Hratt fjaraði undan Chamberlain og í maíbyrjun 1940 lagði hann til að Churchill leysti sig af hólmi. Fyrir það var Churchill forvera sínum ævinlega þakklátur – sem og öll þjóðin. Eftir miklar hörmungar og mannfall stöðvuðu banda- menn loksins framgöngu Hitlers sem svipti sig lífi í neð- anjarðarbyrgi sínu 30. apríl 1945. Winston Churchill flutti fleiri meitlaðar ræður á fyrstu vikum sínum í embætti. Má þar nefna ræðuna sem lauk með þessum orðum: ... við skulum berjast í Frakklandi, við skulum berjast á hafi úti, við skulum berjast með auknu sjálfstrausti og auknum styrk í lofti, við skulum verja eylandið okkar hvað sem á okkur dynur, við skul- um berjast á ströndunum, við skulum berjast á flugvöll- unum, við skulum berjast á ökrum og strætum, við skulum berjast á heiðum; við skulum aldrei gefast upp.“ orri@mbl.is Blóð, strit, tár og sviti Winston Churchill: Sigur hvað sem það kostar! ’ ... vegna þess að án sigurs komumst við ekki af. Neville Chamberlain vildi friðmælast við Adolf Hitler. Á þessum degi 13. maí 1940

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.