SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Page 39

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Page 39
13. maí 2012 39 Jú, þetta vill fylgja völdum og ríkidæmi, hið miklahömluleysi í kynlífi. Þeir sem geta státað af heillarþjóðar yfirráðum, glás af peningum og heimsfrægð hafaheldur betur runnið til á sorasvellinu í gegnum tíðina. Þeir hafa trauðla getað sleppt því að teygja sig í kvenmanns- pils sem strýkst við þeirra lær, kannski bara af því að þeir geta það. Þeir verða eins og ofdekraðir krakkar, gangast upp í því að geta fengið nánast hvað sem er. Það þarf jú sterk bein til að tróna skammlaust á toppnum. Nú þegar forsetakosningar ber svo oft á góma sem raun ber vitni er ekki laust við að upp í hugann komi kynhegðun margra forseta. Og þar sem konur falla fyrir þeim í hrönn- um og bera við ómótstæðilegum þokka þeirra, þá hrekkur hún fram á varirnar spurningin: Bætist þétt lag af kynþokka á fólk við það eitt að verða forsetar? Í það minnsta er kvensemi forseta oft viðbrugðið. „Tylltu þér hérna á borðið hjá mér gæskan, ég ætla aðeins að máta vindilinn minn,“ gæti Bill Clinton hafa sagt við hana Monicu á sínum tíma. Og hvað getur stúlkukind annað en hlýtt forseta sínum? Er nema von hún hafi ekki staðist við- reynslur hans. Ég þekki íslenska konu sem fór á fund Clintons þegar hann sat enn í sínum valdastól og eftir það sagðist hún hafa fullan skilning á því að Monica hefði orðið svo auðsveip sem kunnugt er. Þessi vinkona mín sagði Clinton búa yfir slíkum svellandi kynþokka að hún (sem er þó ýmsu vön) bognaði verulega í hnjáliðunum. Hún hefið gert hvað sem er, bara ef hann hefði nefnt það. En Clinton kallinn er ekki eini forseti Bandaríkjanna sem hefur hrasað um aðrar konur en sína eigin. Sögur herma að sjarmatröllið Kennedy hafi átt í ástarsambandi við ofur- bombuna Marilyn Monroe. Lái honum hver sem vill að hafa fallið í þá freistni, konan var nánast eina kyntákn síns tíma og stóð heldur betur undir því, svona líka þrýstin og munúðar- full á alla kanta. En ég er ekki viss um að kyntröllið Obama láti grípa sig í bólinu, enda svo helvíti vammlaus að það er næsta ómögulegt að sjá hann fyrir sér stunda sódómíska iðju utan sinnar hjónarekkju. En hann hefur það maðurinn, úff, hvað hann hefur það. Þar erum við að tala um löðrandi kyn- þokka, í hverju skrefi. Konu hitti ég um daginn sem sagðist sjá eftir Sarkozy úr forsetastólnum, af því hann væri svo miklu meira sexí en dauðyflið hann Hollande. Og þeir eru fleiri forsetarnir sem skortir algerlega sexappíl, þótt þeir haldi kannski öðru fram sjálfir. Bush var alveg geldur og Berlusconi hefur það alls ekki. Og ég efast um að Jeltsín hafi nokkurn tíma náð honum upp, svo drykkfelldur sem hann var í sinni forsetatíð. Clinton bergir á brjósti Monicu, þræll hvata sinna. Kynóðir forsetar ’ Tylltu þér hérna á borðið hjá mér gæskan. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Auði um hennar afstöðu í málinu. „Ég lít svo á, að kona, sem á börn, hljóti óhjákvæmilega að vera mikið bundin sínu heimili að minnsta á meðan börnin eru ung en þetta veltur mikið á því, hvort kona þarf að verja fullum vinnudegi til stjórnmálaafskipta … Þær stofnanir, sem þarna geta hlaupið undir bagga, barnaheimilin, ættu að geta auðveldað konum störf utan heimilis en ég er hrædd um að það sé ekki heppilegt, ef kona þarf að vera fjarvistum við mjög ung börn allan daginn.“ Auður Auðuns var hávaðalítill stjórnmálamaður, ef svo má að orði komast. Hún vann brautargengi málum sem í dag þykja sjálfsögð sanngirni. Má þar nefna að á vettvangi Kvenréttindafélags Íslands beitti hún sér fyrir mæðralaunum, fæðingarstyrk, barnalífeyri, rétti kvenna í búskiptum og sifjamálum. Má þar ætla að þar hafi nokkru ráðið að hún var lögfræðingur að mennt og var raunar fyrsta konan á Íslandi sem aflaði sér slíkrar menntunar. Verður það eins og ráð- herradómurinn til þess að nafn hennar gleymist ekki í bráð. Í minningargrein að Auði látinni, haustið 1999, segir Ragnhildur Helgadóttir sem mörgum árum síðar varð ráðherra, næst kvenna á eftir Auði, að störf hennar að borgarmálum hefðu einkum og helst verið það sem kallað hafa verið dæmigerð kvennamálefni, fræðslu- mál, framfærslumál og heilbrigðismál, allt málefni sem varða daglegt líf borgaranna. Hins vegar hafi sú breyting orðið með jafnari verka- skiptingu karla og kvenna að stjórnmálamenn „… skynja nú hið póli- tíska mikilvægi þessara málaflokka og að stjórnmál eru fleira en fjár- mál, efnahags- og atvinnumál í þrengsta skilningi.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Að kona, sem á börn, hljóti óhjákvæmilega að vera mikið bundin sínu heimili Ragnhildur Helgadóttir gerði viðbrögð Bandaríkjastjórnar við fellibyln- um Katrínu að yrkisefni auk þess að fjalla um forsetaframboð Baracks Obama í lögum sínum. Hann virðist mjög meðvitaður um samfélagið og í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2008 barðist hann ötullega fyrir því að kjós- endur nýttu sér kosningarétt sinn. Þeim Barack Obama hefur orðið vel til vina og Jay-Z fylgdi honum að málum með opinberum hætti í kosn- ingabaráttunni 2008. Barack Obama hefur sagt opinberlega að honum líki hugsunarháttur rapparans og hann hafi tækifæri til að hafa já- kvæð áhrif á viðhorf samborgara sinna. Jay-Z og Beyoncé voru viðstödd hátíðardansleik í tilefni embættistöku Obama þar sem sú síðarnefnda skemmti viðstöddum og dansaði við forsetann. Jafnframt hefur Jay-Z verið duglegur að vekja athygli á góðgerðarmálum t.d. á yfirvofandi vatnsskorti í heiminum. 2006 hitti hann aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna Kofi Annan og ræddu þeir baráttuna gegn vatnsskorti. Ofurparið Jay-Z og Beyoncé Knowles hafa ætíð reynt að halda einkalífi sínu frá slúð- urmiðlum. Þau héldu sig til hlés í tilhugalífinu og giftu sig í kyrrþey árið 2008. Parið ætti ekki að vera í vandræðum með heimilisbókhaldið, árið 2009 rökuðu þau inn 122 milljónum dollara og því ætti fimm milljóna dollara trúlofunarhringur Beyoncé ekki að setja fjárhag þeirra hjúa í upp- nám. Nýlega eignuðust þau sitt fyrsta barn, stúlkuna Blu Ivy Carter, en aðdragandinn var erfiður. Jay-Z opinberaði að Beyoncé hefði áður misst fóstur í laginu „Glory“ sem gefið var út strax í kjölfar fæðingarinnar. Blue Ivy Carter setti mark sitt á tónlistarsöguna tveggja daga gömul sem yngsti flytjandi sem komist hefur á Billboard-listann, en grátur hennar heyrist í lok lagsins. Rapparinn styður Barack Obama. AP Þjóðverjinn Karl Albrecht var víð- kunnur galgopi í lifanda lífi og ekk- ert lát er á ærslunum enda þótt Al- brecht blessaður sé ekki lengur meðal vor. Skömmu eftir að hann sálaðist, 88 ára að aldri, birtist auglýsing í dagblaði nokkru í Ham- borg, þar sem hann býður vinum og vandamönnum að halda upp á bú- ferlaflutningana með sér, í Ohlsdorf-Ruhewald-kirkjugarðinn í borginni, legstæði Bx 65/28C. Í auglýsingunni von- ast Albrecht til að sjá sem flesta og tekur fram að snaps sé í boði. Það var ekkjan sem virti þessi síð- ustu tilmæli bónda síns í þessu jarðlífi. Kalli í Gröf Grafalvarlegt grín. Alríkisdómstóll í Ástralíu ákvað að skipta eignum pars sem var að skilja í tvennt eftir að hafa hlustað á margslungnar sögur af 20 ára hjónabandi þeirra. Parið hafði aldr- ei búið saman, aldrei haft sameig- inlegan fjárhag en engu að síður stöðugt deilt um fjárútlát hvort ann- ars, m.a. kaup annars þeirra á ljósaperu. Parið hefði átt að taka sér konu eina í Bandaríkjunum til fyrirmyndar. Nadine Schwigert ákvað að giftast sjálfri sér í mars síðastliðnum frammi fyrir 45 ættingjum og vinum. Við athöfnina lofaði hún að leggja rækt við sambandið við sitt fagra sjálf. Að athöfninni lokinni hélt hún síðan af stað í brauðkaupsferð einsömul. Skilnaður og gifting Hamingjusöm að eilífu? Jay-Z vekur athygli hvar sem hann kemur. AP

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.