SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Qupperneq 45
13. maí 2012 45 Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar NÆSTU SÝNINGAR [I]NDEPENDENT PEOPLE / „SJÁLFSTÆTT FÓLK“ 19.5. – 2.9. 2012 ÖLVUÐ AF ÍSLANDI / INSPIRED BY ICELAND 19.5. – 4.11. 2012 DÁLEIDD AF ÍSLANDI / HYPNOTIZED BY ICELAND 19.5. – 4.11. 2012 HÆTTUMÖRK / ENDANGERED 19.5. – 31.12. 2012 SAFNBÚÐ Fermingar- og útskriftartilboð á útgáfum safnsins. SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Listahátíð barna Byggðasafn Reykjanesbæjar Völlurinn, nágranni innan girðingar Síðasta sýningarhelgi. Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Kvikmyndasýning sunnudaginn 13. maí kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Fjölbreyttar sýningar: Björgunarafrekið við Látrabjarg – ljósmyndir Óskars Gíslasonar Aðventa á Fjöllum – ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar TÍZKA – kjólar og korselett Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Nál og hnífur – Átta heimar Spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17. Hafnarborgin Hrafnkell Sigurðsson 21. apríl - 28. maí Laugardaginn 12. maí kl. 15 Ný sýning verður opnuð: Hús Hreinn Friðfinnsson 12. maí - 19. ágúst Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis SJÁLFSAGÐIR HLUTIR (10.2.- 20.5. 2012) FINGRAMÁL (21.3.–20.5.) Mundi, Volki, Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Aftur Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Lesbók Líklega þekkja einhverjirlesenda til bókarinnarOne Day eftir DavidNicholls sem Bjartur gaf út á íslensku undir nafninu Einn dagur á síðasta ári. Bókin sú seldist metsölu víða um heim, ekki síst í kjölfar þess að gerð var vinsæl kvikmynd eftir henni með þau Anne Hathaway og Jim Sturgess í aðalhlutverkum. Fyrir þá sem ekki muna eða þekkja má rifja það upp að bókin, og myndin, er ástarsaga þar sem annar elskendanna deyr á vo- veiflegan hátt um það leyti sem allt er að leysast upp í tóma ham- ingju. Víst er það ekki ný hugmynd, það er miklu skemmtilegra að lesa um óhamingju en hamingju, eins og dæmin sanna. Ein fræg- asta kvikmynd sögunnar, Love Story með þau Ryan O’Neal og Ali MacGraw í aðalhlutverkum, byggð á samnefndri bók Erichs Segals, er einmitt ástarvella þar sem hin elskaða deyr rétt þegar hamingjan blasir við. Í því ljósi var það sérkennilegt hver margir börmuðu sér yfir því að Nicholls skyldi ekki hafa grip- ið tækifærið þegar hann skrifaði handrit kvikmyndarinnar og léti hana enda vel, léti þau Dexter og Emmu eiga börn og buru, grafa rætur og muru í stað þess að hann þyrfti að standa yfir mold- um hennar. Þá fyrst hefði bókin þó orðið vella, því hamingjan er ekki skemmtiefni nema fyrir þá sem hana upplifa. Því er þetta rifjað upp hér að ég spái því að ný bylgja sorgarsagna sé aðvífandi í kjölfar írsku skáld- sögunnar This is How It Ends eftir Kathleenn MacMahon sem slegist var um á bókakaupstefn- unni í Lundúnum á síðasta ári og kemur í næstu viku. Í þeirri bók, sem ég las í vikunni, er allt til staðar, hrun Lehman-bræðra, kreppa á Írlandi, einmana mið- aldra fólk í leit að ást, brostnar vonir, læknamistök og fjöl- skylduerjur; sem sé allur pakk- inn. Spáin: Sorg og sút ’ Það er miklu skemmtilegra að lesa um óhamingju en ham- ingju, eins og dæmin sanna. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is S ænski blaðamaðurinn Annika Bengtzon er mætt í níunda skiptið í nýjustu bók Lizu Marklund, Krossgötum. Hún starfar enn á Kvöldblaðinu, á enn í mesta basli með einföld- ustu samskipti og eiginmað- urinn Thomas eltir ennþá hvert það pils sem fyrir augu hans ber. Sem er ein ástæða þess að hann sækir ráðstefnu um landamæra- vörslu til Kenía, því slíkar ráð- stefnur þykja honum jafnan góður vettvangur til skyndi- kynna. Það fer á annan veg en til er ætlast, því Thomasi og öðrum ráðstefnugestum er rænt við landamæri Sómalíu. Mannræningjarnir krefjast annars vegar afnáms Frontex- landamæravörslunnar og hins vegar geysihárra fjárhæða í skiptum fyrir gíslana, sem allir eru Evrópubúar af ýmsu þjóð- erni. Það veldur mikilli ólgu, sænska ríkisstjórnin neitar að greiða fyrir lausn Thomasar og Annika þarf að beita ýmsum brögðum til að kría út lausn- argjaldið. Málið fær mikla at- hygli almennings og Annika og börnin hennar eru hundelt af blaðamönnum sem gera allt til að ná af þeim mynd eða kreista út úr þeim viðbrögð við hvarfi Thomasar. Á meðan er Thomas í haldi manna sem einskis svífast, gíslarnir týna lífi einn af öðrum á skelfilegan hátt og hann er neyddur til að fremja viður- styggilegt athæfi gagnvart öðr- um gíslum. Ofan á þetta allt saman geng- ur raðmorðingi laus í Stokk- hólmi, sem myrðir ungar kon- ur, Annika er reyndar sú fyrsta sem áttar sig á því og Kvöld- blaðið flytur samviskusamlega fréttir af gangi mála. Hugarfóstur Marklund, blaðakonan Annika Bengtzon, er kapítuli út af fyrir sig og virð- ist lítið breytast á milli bóka, þrátt fyrir ýmsa upphefð í starfi, áföll og breyttar fjölskyldu- aðstæður. Það sem virðist hafa mótað hana fyrir lífstíð, af- skiptaleysi móður, markar flest hennar viðbrögð. Sumum les- endum finnst hún algjörlega óþolandi, öðrum finnst hún töff og enn aðrir vorkenna henni. En hún má eiga það að sama hvað yfir hana dynur þá er hún ekki fórnarlamb, eins og er allt of al- gengt með kvenpersónur í glæpasögum. Dæmigerð eða fyrirsjáanleg er Annika ekki. Hvefsin og kaldranaleg ryðst hún í gegnum lífið og það eina sem virðist veita henni verulega ánægju eru börnin hennar og matargerð, en hvoru tveggja sinnir hún af mikilli natni. Framan á kápu bókarinnar stendur að bækurnar um Ann- iku Bengtzon séu ekki bara spennandi, heldur eigi þær er- indi við okkur. Það má vel taka undir báðar fullyrðingar. Liza Marklund er, auk þess að vera feikigóður sögumaður, býsna lunkin við að benda á ýmislegt sem aflaga fer í heiminum, hvort sem það er ofbeldi gagn- vart konum og börnum, mansal á vegum austurevrópskra glæpamanna eða starfsemi al- þjóðlegra glæpasamtaka. Núna er umfjöllunarefni hennar Aust- ur-Afríka, sú ömurlega stað- reynd að þar eru mannrán, hvort sem er á sjó eða landi, arðvænlegur atvinnuvegur og munurinn sem er á lífsháttum íbúa þessa heimshluta og Evr- ópubúa. Á frummálinu heitir bókin „Du gamla, du fria“ sem er heiti þjóðsöngs Svíþjóðar og er þar væntanlega verið að vísa til þessa munar á lífskjörum. Myndin sem hér er dregin upp virkar trúverðug, skýrt er frá atburðum á nokkuð hlutlausan hátt, án mikillar tilfinningasemi og hryllingurinn sem gíslarnir þurfa að upplifa er með því allra viðurstyggilegasta sem prentað hefur verið í bók, en þar er Thomas sögumaðurinn. Liza Marklund er einn vinsæl- asti skáldsagnahöfundur Sví- þjóðar og víðar, verk hennar seljast í bílförmum víða um heim, líka hérna. Fyrir því er góð og gild ástæða. Bækur hennar eru einstaklega jafn- góðar, umfjöllunarefnið oft áleitið, persónusköpun trúverð- ug og atburðir raunsæir og þrátt fyrir að þetta sé níunda bókin um Anniku, þá er hér engin þreytumerki að finna. Manni segir svo hugur að Bengt- zonbrunnurinn sé hvergi tæmdur. Sem betur fer. Annika Bengtzon er söm við sig Bækur Krossgötur mn Eftir: Lisu Marklund. Uppheimar, 2012, 396 síður. Það er engin þreytumerki að finna á Lizu Marklund. Anna Lilja Þórisdóttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.