SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Page 47

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Page 47
13. maí 2012 47 Sérhver kynslóð skilur eftir sigleifar í jörðu sem vitna um lífs-hætti hvers tíma og eru brot afmenningarsögunni. Slíkar minjar eru mikilvægar frumheimildir sem unnt er að lesa í með fornleifafræðilegum rann- sóknum. Frá því að Þjóðminjasafn Íslands var stofnað árið 1863 hafa fornleifarann- sóknir og forngripavarðveisla verið meðal meginverkefna safnsins. Safnið hefur frá öndverðu staðið að viðamiklum rann- sóknum víða um land sem varpað hafa ljósi á fjölmarga þætti íslenskrar menn- ingarsögu. Fyrstu þjóðminjalögin voru samþykkt árið 1907 og næstu áratugi varð mikil framþróun í þjóðminjavörslu al- mennt. Að sama skapi efldist fornleifa- fræðin sem fræðigrein. Alla 20. öldina var umsjón og eftirlit með fornleifum í land- inu á ábyrgð Þjóðminjasafnsins. Um alda- mótin urðu þáttaskil sem höfðu víðtæk áhrif á þjóðminjavörslu og fornleifafræði á Íslandi. Með nýjum lögum árið 2001 tók ný stofnun, Fornleifavernd ríkisins, við stjórnsýsluhlutverki við fornleifavörslu. Hlutverk Þjóðminjasafnsins breyttist og varð nú fyrst og fremst á sviði rannsókna, varðveislu og miðlunar á sviði forn- leifafræða. Safnið stendur sem fyrr að rannsóknarverkefnum og er virkur sam- starfsaðili í ýmsum fornleifarannsóknum. Má í því sambandi sérstaklega nefna rann- sóknir á Skriðuklaustri og í Reykholti. Á sama tíma komu fleiri aðilar að fram- kvæmd verkefna á sviði fornleifarann- sókna og fornleifaskráningar. Þá var Kristnihátíðarsjóður stofnaður í tilefni þess að þúsund ár voru liðin frá kristni- töku í landinu. Sjóðurinn styrkti forn- leifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar. Um aldamótin hóf Háskóli Íslands kennslu í fornleifafræði. Þjóð- minjasafn Íslands hefur tekið þátt í kennslu í fornleifafræði við Háskóla Ís- lands en við safnið er sameiginleg dós- entsstaða safnsins og Háskólans í forn- leifafræði. Safnið hefur á grunni samstarfsins staðið fyrir vettvangs- námskeiði í fornleifafræði, bæði hvað varðar uppgraftartækni og forn- leifaskráningu. Í tengslum við 150 ára af- mæli Þjóðminjasafnsins er nú unnið markvisst að því að efla tengsl safnsins og Háskóla Íslands sem mun án efa styrkja báðar stofnanir almennt. Síðast en ekki síst gegnir Þjóðminjasafn Íslands mik- ilvægu miðlunarhlutverki og hafa sýn- ingar á borð við grunnsýningu safnsins Þjóð verður til – menningarsaga í 1200 ár og sérsýningin Endurfundir. Fornleifa- rannsóknir Kristnihátíðarsjóðs varpað ljósi á merkar niðurstöður hinna ýmsu rannsóknarverkefna. Fornleifar eru frumheimildir sem mik- ilvægt er að skrá og með heildaryfirsýn í huga. Samkvæmt núgildandi þjóðminja- lögum teljast til fornleifa hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbund- inna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Þegar Þjóðminjasafnið hóf undirbúning að skipulagðri forn- leifaskráningu árið 1978 var ljóst að lagður hafði verið nokkuð mismunandi skiln- ingur á því hvað teldust fornleifar og því þörf á að endurskoða skilgreiningar. Árið 1989 varð fornleifaskráning lögbundin í tengslum við skipulagsgerð og jókst skráning fornleifa í kjölfarið. Auk eig- inlegra mannvistarleifa, rústa og hvers kyns mannvirkja eru einnig skráðir staðir sem tengjast þjóðtrú svo sem álagablettir, álfabyggðir og sögustaðir sem einnig eru lögverndaðir minjastaðir. Mikið hefur áunnist í fornleifaskráningu á liðnum ára- tugum þótt enn sé langt í land í því viða- mikla verkefni. Frá árinu 2001 hefur sú vinna verið unnin utan Þjóðminjasafns og undir stjórn Fornleifaverndar ríkisins. Segja má að rannsóknir ákveðinna frumkvöðla á 19. öld hafi markað þáttaskil og lagt grunninn að fræðilegum rann- sóknum á þessu sviði hér á landi. Rann- sókn Jónasar Hallgrímssonar á Þingnesi við Elliðavatn sumarið 1841 var í raun fyrsta fræðilega fornleifarannsóknin hér á landi. Þjóðminjasafnið hefur staðið fyrir og verið í samstarfi um fjölda fornleifa- rannsókna allt frá stofnun safnsins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og forn- leifafræðin er nú þverfagleg vísindagrein þar sem unnið er að afar fjölbreyttum rannsóknum á vegum ýmissa aðila. Fyrstu áratugina í starfsemi Þjóðminjasafnsins fólust fornleifarannsóknir í könnunum á minjum þekktra sögustaða sem menn töldu að nefndar væru í fornsögum. Rannsóknir frumherjanna voru í anda samtíma þeirra og þeim ætlað að varpa ljósi á og jafnvel sannreyna frá- sagnir fornrita. Rannsóknir Sigurðar Vigfússonar og Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi víða um land, sem hóf- ust um 1880, eru líka mjög merkilegar frá sögulegu sjónarmiði og framlag þeirra til íslenskrar fornleifafræði mikilsvert. Á Bergþórshvoli var í fyrsta skipti grafið í stóran bæjarhól þar sem voru leifar lang- varandi búsetu. Sigurður Vigfússon stundaði þar rannsóknir á árunum 1883 og 1885. Hið íslenzka fornleifafélag var stofn- að 1879 og er eitt elsta starfandi félag á Ís- landi. Það hefur frá árinu 1880 gefið út ár- bók sem er vandað fræðirit á sviði fornleifafræði og íslenskrar menning- arsögu. Það var í raun stofnað til að standa að fornleifarannsóknum. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður stóð að umfangsmiklum fornleifarann- sóknum á Bergþórshvoli árið 1927 þar sem í ljós komu miklar brunaleifar sem menn tengdu við Njálsbrennu enda bentu ald- ursgreiningar til þess tíma. Tveimur ára- tugum síðar gróf Kristján Eldjárn í bæj- arhólinn. Fullyrða má að hin samnorræna Þjórsárdalsrannsókn árið 1939 hafi verið fyrsta stóra fornleifarannsóknin hér á landi með vísindalegum aðferðum. Að henni stóðu þjóðminjaverðir Dana, Svía, Finna og Íslendinga. Í Skálholti fór fram rannsókn á fornum kirkjubyggingum sem þar höfðu staðið og kirkjugarði, á árunum 1954-58, sem leiddi í ljós merkar nið- urstöður. Við rannsóknir í kirkju- garðinum í Skálholti fannst steinkista sem talin var kista Páls biskups Jónssonar frá 12. öld. Var þessi fundur talinn með merkilegri fornleifafundum á Íslandi frá upphafi. Þegar leið á 20. öldina urðu verkefnin enn viðameiri og rannsóknarverkefnin stærri þar sem markmiðið var oft að forða fornleifum frá skemmdum vegna yfirstandandi framkvæmda eða eyðingar af völdum náttúrunnar. Í miðbæ Reykjavíkur voru unnar brautryðj- endarannsóknir á 6. og 7. áratugnum sem vörpuðu ljósi á elsta landnám í Reykjavík. Þá má nefna rannsóknirnar á Stóruborg undir Eyjafjöllum árin 1978- 1990 og á Bessastöðum árin 1987-1996 sem dæmi um þá breytingu sem varð á eðli fornleifarannsókna á þessum tíma þegar leggja þurfti í umfangsmiklar rannsóknir eingöngu til að bjarga menn- ingarverðmætum vegna ágangs nátt- úruafla eða framkvæmda. Við þessar stóru framkvæmdir varð stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum ekki síður en þjóðminjavörslunni jafn- framt ljóst hve kostnaðarsamar forn- leifarannsóknir eru og mikilvægi vand- aðrar úrvinnslu sem nú er lögbundinn þáttur slíkra rannsókna. Allur gangur var hins vegar á því hvernig gerð var grein fyrir fornleifarannsóknum á þess- um tíma en gögn um flestar rannsóknir safnsins eru engu að síður aðgengileg í heimildasafni Þjóðminjasafns Íslands. Úrvinnsla þessara stóru rannsókna stendur enn yfir á vegum viðkomandi aðila þótt þegar hafi komið út margar skýrslur um þær en von er á frekari út- gáfu. Í því sambandi má sérstaklega nefna útgáfu Þjóðminjasafnsins á úr- vinnslu Bessastaðarannsóknarinnar. Einnig hafa komið út fjölmargar skýrslur og ritverk um rannsóknina á Skriðu- klaustri og í Reykholti á undanförnum árum en þær eru unnar fyrir stuðning Þjóðhátíðarsjóðs, Fornleifasjóðs og Kristnihátíðarsjóðs. Von er á vönduðum bókum um þau verkefni í samstarfi við Sögufélagið og Snorrastofu. Ekki er úr vegi að nefna að Þjóðminjasafnið hefur á ýmsum tímum tekið þátt í fjölmörgum öðrum samstarfsverkefnum, bæði með innlendum og erlendum rannsóknarað- ilum, svo sem á Grænlandi og í Kanada, sem skilað hafa okkur mikilvægri þekk- ingu. Fyrst og fremst gegnir Þjóðminjasafn Íslands mikilvægu hlutverki á sviði rannsókna og varðveislu en öll frum- gögn fornleifarannsókna sem þar eru ber að varðveita í safninu til framtíðar. Svo verður áfram enda er stór hluti af safn- kosti Þjóðminjasafns jarðfundnar minj- ar, forngripir, sem verða óþrjótandi rannsóknarefni fræðimanna um ókomna tíð. Miðlun til safngesta á niðurstöðum rannsóknanna er sannarlega mikilvæg og þar gegna söfnin mikilvægu hlut- verki. Fornleifar – frumheimildir liðins tíma Frá uppgreftrinum í Hvítárholti 1966. Þór Magnússon stjórnandi uppgraftarins ásamt starfsmanni við störf. Ljósmynd/Gísli Gestsson Kristján Eldjárn horfir ofan í nýopnaða kistu Páls biskups sem fannst við uppgröftinn í Skálholti. Matthías Þórðarson og ókunnur aðstoðar- maður hans á vettvangi við rannsókn á Bergþórshvoli. Ljósmynd/Magnús Ólafsson ’ Fyrst og fremst gegnir Þjóðminjasafn Íslands mik- ilvægu hlutverki á sviði rannsókna og varðveislu en öll frumgögn fornleifarannsókna sem þar eru ber að varðveita í safninu til framtíðar. Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is Ljósmynd/Gísli Gestsson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.