Morgunblaðið - 06.06.2012, Síða 2
BAKSVIÐ
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Tillögur að atvinnustefnu Reykjavík-
urborgar voru samþykktar á borgar-
stjórnarfundi í gær. Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks í borgarstjórn sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna og gagnrýna
harðlega að svo mikilvæg stefnu-
mörkun hafi ekki fengið eðlilega lýð-
ræðislega umfjöllun. Þeir benda á að
ekki hafi fulltrúar allra flokka fengið
að koma að vinnunni. Þess í stað skip-
aði Jón Gnarr borgarstjóri starfshóp
eins borgarfulltrúa og sex embættis-
manna. Borgarfulltrúinn sem skipað-
ur var í starfshópinn er Dagur B.
Eggertsson, formaður borgarráðs og
varaformaður Samfylkingar. Starfs-
hópnum var svo falið, án samþykkis
borgarstjórnar, að vinna að tillögum
að atvinnustefnu.
Stuttur líftími?
„Borgarstjóri skipar þennan
starfshóp um mitt síðasta ár án vitn-
eskju borgarstjórnar eða -ráðs. Hann
upplýsti ekki borgarráð formlega um
það fyrr en í febrúar á þessu ári,“ seg-
ir Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd-
viti Sjálfstæðisflokks, en þá var
starfshópurinn kominn á lokastig
vinnu sinnar.
Hanna Birna segir það ljóst að
borgarstjóri verði að svara fyrir það
hvers vegna hann telur sig geta skip-
að stefnumótandi hópa án samþykkis
borgarstjórnar. „Ítrekað hafa verið
gerðar athugsasemdir vegna þessa en
svör borgarstjóra verið heldur fá,“
segir Hanna Birna og bendir á að
þegar atvinnustefna borgarinnar er
gerð með þessum hætti hljóti at-
vinnulíf að efast um gildi hennar.
„Þegar þetta er ekki unnið með að-
komu allra þá auðvitað hljóta menn að
velta því fyrir sér hvort þetta plagg
lifir lengur en þessi meirihluti.“
Minnir á stefnu ríkisstjórnar
Sjálfstæðismenn benda á að ný-
samþykkt atvinnustefna borgarinnar
sé í meginatriðum samhljóða ný-
kynntri atvinnustefnu ríkisstjórnar.
Segja þeir bæði áherslur og mistök
vera þau sömu í báðum stefnum.
„Vinnunni var hagað þannig að vara-
formaður Samfylkingar, sem skrifað
hefur atvinnustefnu ríkisstjórnarinn-
ar, nálgast þetta verkefni eins og
hann sé að skrifa einhvern undirkafla
í stefnu ríkisstjórnar,“ segir Hanna
Birna og bendir á að alla viðspyrnu
vanti gegn þeim aðgerðum sem ríkis-
valdið hefur lagt á atvinnulíf í Reykja-
vík. Segir hún enga tilraun vera til öfl-
ugrar sóknar í atvinnumálum. „Krafa
atvinnulífsins er sú að Reykjavík stilli
sér upp með fólkinu og fyrirtækjun-
um og því hefði megininntak stefn-
unnar átt að vera; lægri álögur og
fleiri tækifæri. Okkur finnst í þessu
máli, sem og svo mörgum öðrum, að
meirihlutinn í Reykjavík taki afstöðu
með ríkisstjórninni en gegn Reykja-
vík,“ segir Hanna Birna.
Ekki náðist í Jón Gnarr borgar-
stjóra við vinnslu fréttarinnar.
Undirkafli í stefnu
ríkisstjórnarinnar
Hanna Birna segir enga von felast í stefnu meirihlutans
Morgunblaðið/Ernir
Fundur Borgarstjóri skipaði starfshóp án vitneskju borgarstjórnar.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Mér var boðið af Skúla Mogensen,
hann er vinur minn. Og hann bauð
mér og konu minni að fara þangað.
Við vorum þarna í einkaerindum,“
segir Einar Örn Benediktsson, kjör-
inn borgarfulltrúi Besta flokksins
og formaður menningar- og ferða-
málaráðs Reykjavíkurborgar.
Einar Örn og kona hans, Sigrún
Guðmundsdóttir, voru meðal þeirra
sem boðið var til Parísar í jómfrú-
ferð flugfélagsins WOW air síðast-
liðinn fimmtudag.
Tilkynnti ferðina áður
Einar Örn segist ekki hafa farið í
ferðina á vegum borgarinnar og því
sé ekki um að ræða brot á siða-
reglum. Enn fremur bendir hann á
að WOW air sé ekki í neinum við-
skiptum við Reykjavíkurborg.
„Ég kom aldrei þarna fram sem
fulltrúi Reykjavíkurborgar. Ég var
þarna sem Einar Örn og hagaði mér
sem slíkur,“ segir Einar Örn og
bætir við að fyrir ferðalagið hafi
hann tekið niður hin pólitísku gler-
augu og sett upp þau listrænu. „Ég
geri skýran greinarmun á hver er
kjörinn fulltrúi og hver er Einar
Örn. Ég er í vinnunni frá 9-5 og
þegar ég kem heim þá er ég ekki
kjörinn fulltrúi.“ Einar Örn segist
hafa tilkynnt fyrirfram að hann
væri að fara í umrædda flugferð og
þær upplýsingar muni birtast á
heimasíðu borgarinnar. „Ég vildi
láta vita að ég væri að fara í þessa
ferð og að ég væri að fara sem ein-
staklingur í mínum tíma,“ segir
Einar Örn og bætir við að hann hafi
greitt ríflega 6.000 kr. fyrir hvort
flugsæti.
Tveir embættismenn borgarinnar
þáðu einnig þessa ferð; Svanhildur
Konráðsdóttir, sviðsstjóri menning-
ar- og ferðamálasviðs, og Sif Gunn-
arsdóttir, forstöðumaður Höfuð-
borgarstofu.
Kjörinn borg-
arfulltrúi þáði
boð í flugferð
Skildi pólitísku gleraugun eftir heima
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
WOW Skúli Mogensen, aðaleigandi flugfélagsins WOW air, þjónar Einari
Erni Benediktssyni, borgarfulltrúa, og konu hans um borð í flugvélinni.
Siðareglur fulltrúa
» Í 5. gr. siðareglna kjörinna
fulltrúa Reykjavíkurborgar
segir að kjörnir fulltrúar þiggi
ekki gjafir, fríðindi eða önnur
hlunnindi frá viðskiptamönn-
um eða þeim, er leita eftir
þjónustu Reykjavíkurborgar
nema um sé að ræða óveruleg-
ar gjafir.
Erlendum ferðamanni var bjargað
af Skeiðarárjökli í gær af þyrlusveit
Landhelgisgæslu Íslands. Hann var
fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til
aðhlynningar en ekki er talið að
hann sé mikið slasaður.
Boð frá gervihnattaneyðarsendi
bárust stjórnstöð Landhelgisgæslu
Íslands kl. 13.34. Var sendirinn þá í
austanverðum Skeiðarárjökli. Fljót-
lega var tekin ákvörðun um að
senda TF LIF, þyrlu Gæslunnar, á
staðinn með sérþjálfaða björg-
unarsveitamenn um borð.
Sýndi hárrétt viðbrögð
Ferðamaðurinn ákvað að virkja
neyðarsendi sinn, sem hann bar á
sér, eftir að hafa lent í vandræðum
og villst á svæðinu. Í tilkynningu
frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
segir að maðurinn hafi brugðist
hárrétt við ástandinu þegar hann
óskaði eftir aðstoð björgunar-
manna.
Á leið á vettvang kom í ljós að
þyrla Gæslunnar gæti ekki lent þar
sem maðurinn var og var því gripið
til þess ráðs að lenda í Freysnesi
og láta út björgunarsveitamennina
til að létta þyrluna. Var það gert til
að hífa mætti ferðamanninn örugg-
lega um borð.
Björgunarsveitir frá Höfn,
Kirkjubæjarklaustri og Öræfum
voru einnig sendar til aðstoðar en
þeim var snúið við.
Samkvæmt upplýsingum frá
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
var maðurinn með sérstakan PLB-
neyðarsendi á sér en umræddur
sendir er skráður í Ástralíu.
Erlendum ferða-
manni bjargað
Sendi hjálparboð með neyðarsendi
„Þarna erum við að setja stefnu, skilgreina aðgerðir á
níu lykilsviðum sem lúta að atvinnumálum og í raun skil-
greina hlutverk borgarinnar þegar kemur að því að efla
atvinnulíf í borginni til framtíðar,“ segir Dagur B. Egg-
ertsson, formaður borgarráðs.
Hann segir stefnu Reykjavíkurborgar taka á stefnu-
þáttum, einstökum verkefnum, skipulagsmálum og fjár-
festingum. Með fjárfestingum er annars vegar átt við
hvernig unnt er að laða að innlendar jafnt sem erlendar
fjárfestingar til borgarinnar og hins vegar hvernig
stefna Reykjavíkurborgar á að vera þegar kemur að eig-
in fjárfestingum. Eitt höfuðmarkmiðanna segir Dagur vera að draga úr at-
vinnuleysi og auka fjölbreytni í atvinnulífi og kveðst hann vongóður um
að tilsettum árangri verði náð en hann segir að fundað hafi verið með
lykilhagsmunaaðilum íslensks atvinnulífs við gerð stefnunnar.
Hefur trú á atvinnustefnunni
FORMAÐUR BORGARRÁÐS
Dagur B.
Eggertsson
Er garðurinn í órækt?
Við höfum lausn á því!
Vönduð vinnubrögð, áratuga reynsla og umfram allt
hamingjusamir viðskiptavinir
Garðaþjónusta Reykjavíkur
Eiríkur, sími 774 5775 Þórhallur, sími 772 0864
Bresk kona sem stórslasaðist er
hún hrapaði ofan í gil skammt inn-
an við Seljalandsfoss 28. maí sl. er á
batavegi, samkvæmt upplýsingum
frá Landspítalanum. Hún dvelur
enn á sjúkrahúsinu en verður vænt-
anlega útskrifuð fljótlega og flutt á
spítala í heimalandi sínu.
Konan var í gönguferð með hópi
ferðamanna þegar hún hrapaði 5-6
metra niður í gilið. Hún brotnaði á
báðum fótum og fékk fleiri áverka.
Konan var flutt með sjúkrabíl að
Þjórsá þar sem þyrla Landhelgis-
gæslunnar sótti hana og flutti á
Landspítalann.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Flutt á spítala
í heimalandinu