Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Vinsælu stretchbuxurnar komnar aftur
Síðar og kvart í fallegum litum
Verð 8.990
Við undirrituð lýsum yfir vantrausti á ríkisstjórn Íslands. Við krefjumst þess að þing
verði rofið og boðað verði til alþingiskosninga í samræmi við gildandi stjórnarskrá.
Í samræmi við ákvæði stjórnarskrár skorum við á forsætisráðherra, Jóhönnu
Sigurðardóttur, að ganga til fundar við forseta Íslands og biðjast lausnar fyrir sig
og ráðuneyti sitt eigi síðar en tveimur vikum eftir afhendingu þessarar áskorunar.
Verði forsætisráðherra ekki við áskorun okkar um að biðjast lausnar skorum við á
forseta Íslands að rjúfa þing og boða til kosninga í samræmi við 24. gr.
Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.
Virkt lýðræði
næst með þátttöku okkar
www.kjosendur.is
Mörg snið/síddir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
GALLABUXNATILBOÐ KR. 14.900
NÝ SENDING/
LJÓSAR SUMARBUXUR / KVART OG SÍÐAR
PERFECT FIT BUXUR / ÞÚ MINNKAR UM EITT NÚMER
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Sumar 2012
Kynnum nýja vörulínu
af öllum vörum fram
á laugardag.
25% afsláttur
Sendum frítt úr vefverslun
lindesign.is
í i Laugavegi 176 Sími 5332220 lindesign.is
Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14
Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is
ÞAÐ DETTUR
ALLT Í DÚNALOGN
Heimsins besta parketundirlag
fæst nú á Íslandi
• Hentar bæði í fljótandi lögn og til
niðurlímingar
• Framúrskarandi kostur fyrir samlímt,
gegnheilt, eða harðparket
• 21db hljóðdempun milli hæða
• 33% dempun í rými
• Verndar og minnkar álag á allar
læsingar parkets eða harðparkets
• Mesta pressa sem um getur
eða 1/10 úr mm
• Dúkurinn er léttur, sterkur og
meðfærilegur í notkun
• Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn
og þarf ekki rakaþolið plast undir
The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur,
hannað til að mæta og fara fram úr kröfum
markaðarins um hljóðdempun og pressu.
KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER
Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2
Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2
Meðan birgðir endast
Tilkynnt var í gær að tillaga frá arki-
tektastofunni Arkís hefði sigrað í
samkeppni um hönnun fangelsis á
Hólmsheiði. Átján tillögur bárust,
þar af tíu tillögur að utan.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra fagnaði þessum áfanga.
Hann sagði að „hálfrar aldar hörm-
ungarganga væri nú á enda“, en það
var um 1960 sem stjórnvöld mörk-
uðu þá stefnu að reisa gæslu-
varðhaldsfangelsi við Reykjavík.
Ögmundur sagði að nú væri bygging
fangelsis komin á „beinu brautina“
og það yrði vonandi tekið í notkun
um mitt ár 2015.
Fangelsið á Hólmsheiði verður
gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi
með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu
fyrir afplánun skemmri fangelsis-
refsinga og vararefsinga. Fangelsis-
byggingin verður með 56 fangarým-
um og u.þ.b. 3.700 m2 að stærð.
Gert er ráð fyrir að hönnun verði
lokið og útboðsgögn tilbúin fyrri
hluta árs 2013 og að framkvæmdir
hefjist vorið 2013 og þeim verði lokið
vorið 2015.
Þegar hið nýja fangelsi verður
tekið í notkun verður hætt að nota
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg
og fangelsið í Kópavogi. Þá verður
einnig hætt að nota gæsluvarðhalds-
deild á Litla-Hrauni, en henni breytt
í afplánunardeild.
Í umsögn dómnefndar um tillög-
una kemur fram að aðalvarðstöðin
verði sívalningur umvafinn dags-
birtu sem falli niður um ofanljós.
Inngarðar, þ.e. garðar sem eru um-
luktir veggjum, séu við hverja
fangadeild sem bjóði upp á mögu-
leika á útivist og í sumum tilfellum
sé útsýni úr fangadeildum og út í
garðana. Þá séu útskot í fangaklef-
unum sem þjóni þeim tvíþætta til-
gangi að veita hverjum fanga útsýni
og dagsbirtu annars vegar og hins
vegar afmarka útsýnið þannig að
ekki sjáist frá einum klefa til annars.
Stál Gert er ráð fyrir að veggir verði klæddir corten-stáli en það þarf þó að skoða betur m.t.t. byggingakostnaðar.
Úrslit í samkeppni um fangelsi
10 milljónir í verðlaun
» Framkvæmdasýsla ríkisins,
fyrir hönd innanríkisráðuneyt-
isins, auglýsti opna hönnunar-
samkeppni um byggingu nýs
fangelsis á Hólmsheiði í
Reykjavík í upphafi þessa árs.
» Veitt voru þrenn verðlaun að
heildarfjárhæð 10 milljónir kr.
» Í öðru sæti var tillaga frá
Arkitektastofunni arkitekt.is.
» Í þriðja sæti var tillaga frá
arkitektastofunni Tröð.
Rúmlega hálfrar
aldar hörmungar-
saga senn á enda