Morgunblaðið - 06.06.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
E
itt það fyrsta sem al-
menningur sker nið-
ur í kreppu er til að
mynda myndlist og
önnur slík lúxusvara.
Ég varð því að hugsa minn gang
þar sem ég hafði afkomu mína
nær eingöngu af myndlist. Ég
ákvað því að snúa vörn í sókn og
lagði megináherslu á að byggja
upp hönnunarþátt starfseminnar
sem hafði byrjað ári áður með til-
komu gjafakorta og gluggafilma,“
segir Sveinbjörg Hallgrímsdóttir,
listamaður og hönnuður, í samtali
við Morgunblaðið.
Í dag er verkstæðið, sem
hýsti eitt sinn eingöngu myndlist
og grafíkverkstæði, undirlagt und-
ir vöruþróun og lager en einnig er
í húsnæðinu lítil verslun. „Orkan
fer nú í annars konar sköpun en
áður, en markmiðið hefur frá upp-
hafi verið að setja á markað vand-
aða hönnunarlínu sem byggð er á
verkum mínum úr myndlistinni.
Með þeim hætti fá verkin sitt
framhaldslíf og ég nýjan starfs-
vettvang.“
Stefnir á erlenda markaði
Sveinbjörg segir að
hönnunarvörum sínum hafi verið
ákaflega vel tekið af landsmönnum
og hún stefni að því að næstu
skref fyrirtækisins verði stigin á
erlendum mörkuðum.
„Vissulega er það öðruvísi að
vera komin í svo náið samhengi
við markaðslögmálið en það er
engu að síður mjög skapandi og
skemmtilegt að vinna að heild-
stæðri hönnunarlínu sem á erindi
bæði hér heima og erlendis. Tölu-
verð vinna hefur þegar verið unn-
in að því er varðar erlenda mark-
aðssókn en það ævintýri er rétt í
startholunum,“ segir Sveinbjörg.
Hún hefur þegar tekið þátt í
sýningum erlendis og eru fleiri í
farvatninu. Samhliða undirbúningi
við sýningar er verið að leita að
söluaðilum erlendis og því fer um-
talsverður tími í markaðsvinnu á
erlendri grundu.
Starfsemin hefur vaxið hratt
undanfarin ár og með stækkun
fyrirtækisins eykst starfs-
mannaþörfin
mikið. Nú þegar starfa tveir
starfsmenn í fyrirtækinu í fullu
starfi auk tveggja annarra starfs-
manna í hlutastarfi og verkefnin
eru fjölbreytt.
„Það kom mér á óvart hvað
mörg verkefni falla til í jafn litlu
fyrirtæki og okkar. Það þarf að
líta í svo mörg horn. Halda þarf
utan um söluna, lagerinn, fram-
leiðsluna og hönnun nýrra afurða.
En einnig má ekki gleyma mark-
aðsmálum, bókhaldi og öðrum
daglegum verkefnum. Svo starf-
semin þarf að vera sveigjanleg og
starfsmennirnir einnig. Þekking
og sérsvið hvers starfsmanns er
því mismunandi og saman mynda
þeir gríðarlegan viskubrunn innan
fyrirtækisins,“ segir Sveinbjörg.
Ann náttúrunni
„Fjármagn liggur heldur ekki
á lausu á tímum sem þessum en
okkur hefur tekist að reka fyrir-
tækið á sölu á innlendum markaði
fyrst og fremst en stefnum á að
afla fjárfesta í framtíðinni.“
Þegar spurt er hvað skapi
grunninn, svarar Sveinbjörg:
„Góðar viðtökur Íslendinga sem
og gott og náið samstarf við versl-
anir eins og Epal, Kraum, Hrím,
Dúku, Garðheima og 18 rauðar
Sveinbjörg blés til
sóknar eftir hrunið
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, myndlistarmaður og hönnuður á Akureyri, sneri
sér í mun meira mæli en áður að því að hanna vörur eftir efnahagshrunið
hér á landi árið 2008. Hún skynjaði að snúa yrði vörn í sókn.
Hjartgóð Plexíhjörtu Sveinbjargar eru litrík og falleg.
Þeir sem hlusta mikið á tónlist lenda
reglulega í því að vera komnir með
leið á öllum uppáhaldshljómsveit-
unum og lögunum og vilja bæta nýj-
um á lagalistann. Það getur verið erf-
itt að finna nýja tónlist við sitt hæfi
og sumir láta sér nægja að hlusta á
útvarpið til að heyra ferskustu tón-
listina.
Á Grooveshark.com er bæði hægt
að hlusta ókeypis á erlenda tónlist og
búa til sína eigin persónulegu síðu.
Mögulegt er að vista lagalista með
lögum í uppáhaldi en eitt það snið-
ugasta við síðuna er að vilji notand-
inn finna nýja tónlist til að hlusta á
velur síðan lög til að hlusta á út frá
þeim lögum sem þú hefur áður valið.
Síðan reynir því að lesa tónlistar-
smekk viðkomandi og gerir sitt besta
til að geðjast notandanum sem velur
eftir hlustun hvort lögin falli vel að
hans smekk.
Vefsíðan www.grooveshark.com
Reuters
Kraftmikil Aðdáendur söngkonunnar Adele fengju eflaust uppástungur um að
hlusta á Beyoncé Knowles eða hljómsveitina Florence and the machine.
Finndu þér ný uppáhaldslög
Um helgina verður Menningarveisla
Sólheima formlega opnuð en hér er á
ferðinni menningarhátíð sem stendur
yfir í sumar. Alla laugardaga verða
haldnir tónleikar í Sólheimakirkju en
meðal þeirra sem koma fram eru
Valgeir Guðjónsson, Ellen Kristjáns-
dóttir, Ragnar Bjarnason, Þorgeir
Ástvalds og bjöllukór og einleikarar
úr tónstofu Valgerðar. Einnig verður
boðið upp á spennandi fræðslufundi
á vegum Sesseljuhúss en um helgina
verður gestum til dæmis boðið í
fuglaskoðun. Dagskrá Menningar-
veislu Sólheima má finna á vefsíð-
unni www.solheimar.is.
Endilega...
...farið í menn-
ingarveislu
Morgunblaðið/RAX
Sólheimar Margt um að vera.
„Það var svo margt sem við sökn-
uðum frá Finnlandi,“ segir Maarit
Kaipainen sem er þessa dagana í óða-
önn að undirbúa opnun finnsku hönn-
unarbúðarinnar Suomi PRKL! Design
ásamt vinkonu sinni Satu Rämö.
„Fyrst datt okkur í hug að opna búð
fyrir ferðamenn en svo föttuðum við
að það vantar alveg finnska búð í
Reykjavík. Það var hvergi hægt að fá
allt það mikilvægasta frá Finnlandi
eins og til dæmis súkkulaði,“ útskýrir
Maarit sem hefur búið hér á landi í
sex ár en Satu hefur einnig verið mik-
Finnsk hönnunarverslun opnuð
Vilja fullkomna borgina með
finnskum hönnunarvörum
Smekklegar Maarit og Satu opna á föstudaginn finnska hönnunarverslun.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.