Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
• tré- eða ál/trégluggar og hurðir
• hámarks gæði og ending
• límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu
• betri ending — minna viðhald
• lægri kostnaður þegar fram líða stundir
• Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla
• hágæða álprófílakerfi frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga
GLUGGAR OG GLERLAUSNIR
Byggðu til framtíðar
með gluggum frá Idex
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Sautján ára ungmenni eiga í einna
mestum vandræðum með að finna
sumarvinnu en þau eru of gömul
fyrir vinnuskóla sveitarfélaganna og
hafa ekki náð sjálfræðisaldri, sem
oftar en ekki er skilyrði fyrir því að
vera ráðin í umsjónar- og leiðbein-
endastörf. Á höfuðborgarsvæðinu
hefur þó tekist að tryggja öllum
sautján ára umsækjendum um
bæjarvinnu störf í Mosfellsbæ,
Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarn-
arnesi, og fjórðungi umsækjenda í
Reykjavík, en fáir á þessu aldursári
fá vinnu í Hafnarfirði og á Álftanesi.
Af 480 umsækjendum fæddum
1995, verða 125 ráðnir í vinnu hjá
Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar, en
í fyrra, þegar Vinnuskólinn fékk
aukafjárveitingu til að skapa störf
fyrir sautján ára ungmenni, fengu
um 220 þeirra vinnu yfir sumar-
tímann.
„Þessi hópur, 17 ára, hefur verið
sá sem á erfiðast með að fá vinnu og
er sá sem hefur langmest sótt í
störfin hjá Reykjavíkurborg. Störf-
in eru hins vegar þess eðlis að kraf-
an er að þú sért orðinn sjálfráða og
20, eða jafnvel 22 ára, ef þú sækir
um leiðbendendastörf,“ segir Gerð-
ur Dýrfjörð, deildarstjóri upplýs-
inga- og atvinnumála hjá Hinu hús-
inu.
Hún segir ástandið hafa verið
nokkuð betra í fyrra en önnur
undanfarin ár, en nú berist Hinu
húsinu fjöldi símtala frá áhyggju-
fullum foreldrum sem sjá fram á að
krakkarnir hafi ekkert fyrir stafni
yfir sumarið. Önnur úrræði hafi ver-
ið reynd til að virkja krakkana en
með misjöfnum árangri.
Störf tengd ferðaþjónustu
„Sumarið 2010 lögðum við tölu-
verða vinnu í að undirbúa alls konar
námskeið þar sem við sáum að at-
vinnuleysi yrði vandamál það sum-
arið en það voru mjög fáir sem
skráðu sig og við þurftum að aflýsa
fullt af námskeiðum. Þótt foreldr-
arnir vilji virkja krakkana er það
ekki endilega það sem þau sjálf upp-
lifa sem það mikilvægasta. Þau vilja
fá vinnu og aur,“ segir Gerður.
Erfitt er að henda reiður á hversu
margir í aldurshópnum fá sumar-
vinnu yfirhöfuð en af þeim sem boð-
in voru störf hjá Vinnuskólanum, af-
þakkaði einn af hverjum fjórum eða
fimm, og má leiða líkur að því að við-
komandi hafi fengið vinnu ann-
ars staðar.
Gerður segist sjálf hafa gert
sér vonir um að einhver fjöldi
fengi vinnu tengda ferðaþjón-
ustunni, t.d. á kaffihúsum
og veitingastöðum. Önnur
störf, eins og t.d. bygg-
ingastörf, sem ungir
strákar hefðu áður gengið
í, hafi horfið í kreppunni.
Hvorki nógu ung né gömul
Sautján ára ungmenni eiga jafnan í mestum vanda með að fá sumarvinnu
Foreldrar hafa áhyggjur af atvinnuleysi afkvæmanna Vilja vinnu og aur
Morgunblaðið/Kristinn
Vinna unga fólksins Reykjavík er eina sveitarfélagið af átta á höfuðborg-
arsvæðinu sem ekki býður 8. bekkingum vinnu í sumar.
Ungur maður fæddur 1995, sem
vill ekki koma fram undir nafni,
hóf leitina að sumarvinnu í febr-
úar en gafst upp á því að sækja
um á netinu þegar hann fékk
engin svör. Hann tók þá til þess
ráðs að fara með ferilskrána á
nokkra staði í hverfinu sínu og
fékk þannig vinnu sem þjónn á
veitingahúsi.
„Það virkaði ekkert að sækja
um á netinu, maður fékk engin
viðbrögð og ég nennti ekki að
bíða og verða svo seinn með
þetta,“ útskýrir pilturinn og
segir það skipta sköpum að
vera snemma á ferðinni í at-
vinnuleitinni.
Hann segir að misjafnlega vel
hafi gengið hjá félögum sínum
að fá vinnu. Einhverjir hafi feng-
ið vinnu við afgreiðslu og aðrir í
fiski en þá hafi sumir þeirra
sem stunda íþróttir ákveðið að
sinna þeim í sumar.
Hvað vinnuna varðar seg-
ir hann kaupið ekki endi-
lega skipta sig mestu
máli, heldur starfs-
reynsluna.
Gekk á milli
fyrirtækja
ATVINNULEIT
Gerður Dýrfjörð
Barnaheill og hjólreiðakeppnin
Wow Cyclothon standa fyrir söfnun
á notuðum reiðhjólum fyrir börn og
unglinga dagana 25. maí til 11. júní.
Hjólunum verður safnað á endur-
vinnslustöðvum Gámaþjónustunnar
og Hringrásar um landið allt og hjá
Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjól-
in eru ætluð börnum sem ekki hafa
kost á því að kaupa sér reiðhjól.
Hjólin verða gerð upp af sjálf-
boðaliðum undir stjórn sérfræðinga
í reiðhjólaviðgerðum og afhent af
mæðrastyrksnefndum að lokinni
hjólreiðakeppninni WOW Cyclo-
thon, 22. júní næstkomandi. Hinn
16. júní geta allir sem vilja lagt
hönd á plóg við að koma hjólunum í
stand áður en þau fara í dreifingu.
Þá koma saman sérfræðingar í
reiðhjólaviðgerðum, liðin sem taka
þátt í WOW Cyclothon, sjálfboða-
liðar og fleira fólk sem vill leggja
söfnuninni lið. Á facebooksíðu
hjólasöfnunarinnar getur fólk sett
inn myndir af sér afhenda hjólin á
endurvinnslustöðvum og komist
þannig í verðlaunapott þar sem
einn heppinn vinningshafi vinnur
flug fyrir fjóra með WOW air.
Félagar Stormur Sær Magnússon og hund-
urinn Haukur á athafnasvæði Hringrásar.
Safna notuðum
reiðhjólum fyrir þá
sem engin eiga