Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Íslenska fyrirtækið BG Holding
lýsti ekki 68 milljarða kröfu í
þrotabú Baugs á tilskildum tíma, að
sögn skiptastjóra fyrrnefnds félags.
„Ég hef óskað eftir skýringum á því
hvers vegna þessi mistök urðu og
hver beri ábyrgð á þeim,“ segir Sig-
urður Kári Kristjánsson, fyrrver-
andi þingmaður og skiptastjóri BG
Holding, í samtali við Morgunblaðið.
„Um er að ræða lánafyrirgreiðslu
BG Holding til Baugs. Ég get ekki
upplýst á hverju hún byggir. Ég á
enn eftir að fá nánari upplýsingar
um það.“
BG Holding hélt um eignir Baugs
Group í breskum smásölukeðjum.
Það átti hluti t.d. í matvöruverslana-
keðjunni Iceland Foods, leikfanga-
verslunum Hamleys, í verslanakeðj-
unni House of Fraser,
skartgripakeðjunni Aurum og tísku-
vöruverslanakeðjunni Jane Norman.
140 milljarða kröfur í
BG Holding
Kröfurnar í þrotabú BG Holding
nema um 140 milljörðum króna, að
sögn Sigurðar Kára. Hann getur
ekki sagt til um hver eignastaða
þrotabúsins er að svo stöddu.
Heildarkröfur í þrotabú Baugs
nema 319 milljörðum króna, að því
er fram hefur komið í fréttum.
Skiptastjórinn hefur sent kröfuhöf-
um Baugs Group beiðni um að
hleypa 68 milljarða kröfunni að en ¾
kröfuhafa verða að samþykkja
beiðnina. Fréttastofa RÚV, sem
sagði fyrst frá þessari vanlýstu
kröfu upp á 68 milljarða króna, hef-
ur heimildir fyrir því að
endurheimtur upp í almennar kröfur
þrotabús Baugs verði ekki mikið
meiri en 1%.
Skilanefnd Landsbankans, sem
var stærsti kröfuhafi BG Holding,
óskaði eftir því að félagið, sem er ís-
lenskt, færi í greiðslustöðvun í febr-
úar 2009 í Bretlandi, og réð Pri-
ceWaterhouseCooper (PwC) í
Bretlandi til að gæta hagsmuna
kröfuhafa í málinu. Tveir starfs-
menn stýrðu málum fyrir hönd
PwC: Zelf Hussain og Tony Lom-
ans, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Þegar BG Holding er
keyrt í greiðslustöðvun missa eig-
endur þess og aðrir stjórnendur
völdin í fyrirtækinu. Eftir að félagið
er farið í greiðslustöðvun gengur
skilanefnd Landsbankans að sínum
veðum. Þau voru Iceland Foods,
Hamleys, House of Fraser og
Aurum.
Sigurður Kári segir að það flæki
óneitanlega vinnu við gjaldþrota-
skiptin að félagið hafi farið í
greiðslustöðvun í Bretlandi. Páll
Benediktsson, upplýsingafulltrúi
skilanefndar Landsbankans, segir í
samtali við Morgunblaðið að það hafi
verið gert vegna þess að allar eignir
félagsins hafi verið í Bretlandi og „til
að tryggja á skjótan hátt kröfur
okkar í félagið“. Eftir því sem
Morgunblaðið kemst næst eru lögin
þannig í Bretlandi að við þessar að-
stæður gangi kröfuhafar í raun inn í
félögin og taki þau yfir.
Skilanefndin taldi sig hafa
betri veð en aðrir
Áður en skilanefnd Landsbankans
óskaði eftir því að BG Holding færi í
greiðslustöðvun í Bretlandi höfðu
stjórnendur Baugs Group kynnt
hugmyndir sínar um hvernig fyrir-
tækið gæti lifað lánsfjárkreppuna af.
Hugmyndin var að færa eignir
Baugs Group í Bretlandi undir regn-
hlífarfélag í þeirra eigu. Með þessu
áttu allir lánardrottnar að fá hluta af
útlánum sínum greitt til baka. Skila-
nefnd Landsbankans átti kröfur í
fjögur félög sem stjórnendur skila-
nefndarinnar töldu nokkuð stöndug
en inn í þessa regnhlíf átti einnig að
renna inn félögum sem þeir töldu
standa veikum fæti. Stjórnendur
skilanefndarinnar töldu sig bera
skarðan hlut frá borði ef fara ætti
þessa leið. Þeir væru því í raun og
veru að styðja við bakið á öðrum
kröfuhöfum sem áttu veð í veikari
eignum, þvert á sína hagsmuni. Í
kjölfarið ákvað skilanefndin að óska
eftir því að BG Holding færi í
greiðslustöðvun í Bretlandi.
Lýstu ekki 68 milljarða kröfu
BG Holding var mikilvægt félag í eignasafni Baugs Kröfur í BG Holding nema 140 milljörðum
króna Skiptastjóri reynir að koma kröfunni að hjá Baugi
Umsvifamikið félag BG Holding hélt um hluti Baugs í breskum smásölufyrirtækjum, þar á meðal House of Fraser.
Önnur félög sem BG Holding átti hluti í voru: Iceland, Hamleys, Aurum og Jane Norman.
Morgunblaðið/Golli
Teflt um háar fjárhæðir
» Gleymdist að lýsa 68 millj-
arða kröfu BG Holding í þrotabú
Baugs Group
» Kröfurnar í þrotabú BG Hold-
ing nema um 140 milljörðum
króna
» Kröfur í þrotabú Baugs nema
319 milljörðum króna
» BG Holding átti m.a. hlut í
Iceland, Hamleys og Aurum.
» Skiptastjóri Lehman
Brothers í Evrópu kom að vinnu
við greiðslustöðvun BG Holding
» Hermt er að endurheimtur
upp í almennar kröfur þrotabús
Baugs verði ekki mikið meiri en
1%.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is
Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi
á búslóðum til flutnings milli landa,
landshluta eða innanbæjar
Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir
einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir
eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með
fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi.
Stofnað árið 1981
Afgangur af vöruskiptum við útlönd
í maímánuði nam aðeins 213 millj-
ónum króna borið saman við 6,8
milljarða á sama tíma fyrir ári. Þetta
kemur fram í bráðabirgðatölum sem
Hagstofa Íslands birti í gærmorgun.
Um er að ræða minnsta vöruskipta-
afgang frá bankahruni, ef undan er
skilinn janúar 2009, þegar halli var á
vöruskiptum.
Á það er bent í Morgunkorni
Greiningar Íslandsbanka að það sem
skýri þennan litla afgang er að skip
Ísfélagsins, Heimaey VE-1, er inni í
tölunum um innflutning og því var
verðmæti innflutnings óvenjumikið
af þeim sökum. Alls voru fluttar inn
vörur í maí fyrir 56,6 milljarða
króna, og þar af nam innflutningur
flutningatækja 10,2 milljörðum og er
verðmæti Heimaeyjar VE-1
dágóður hluti af þeirri fjárhæð.
Á föstu gengi jókst innflutningur
þar með um rúm 11% á milli ára. Á
hinn bóginn stóð útflutningur í stað
á milli ára. Gríðarlegur vöxtur var í
útflutningi sjávarafurða, en alls nam
útflutningsverðmæti þeirra 26,3
milljörðum í maí sem er aukning upp
á tæp 38% á föstu gengi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innflutningur Heimaey kemur til hafnar í Vestmannaeyjum. Skipið var
helsta ástæða þess að afgangur á vöruskiptum var aðeins 213 milljónir.
Minnsti vöruskipta-
afgangur frá hruni
Heimaey setur strik í reikninginn
Umsjónarmaður
yfir greiðslu-
stöðvun BG Hold-
ing fyrir hönd
Price-
WaterhouseCooper, Tony
Lomas, var skiptastjóri fjárfest-
ingabankans Lehman Brothers í
Evrópu og Enron í Evrópu, að því
er segir í breskum fjölmiðlum.
Þetta eru væntanlega þekkt-
ustu þrotabú sögunnar. Upphaf
fjármálakrísunnar miðast við
gjaldþrot Lehmans Brothers.
Enron þrotið
SKIPTASTJÓRI HEIMS-
ÞEKKTRA ÞROTABÚA