Morgunblaðið - 06.06.2012, Side 25

Morgunblaðið - 06.06.2012, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Dýrmætasti kostur öflugs leiðtoga er auð- mýkt. Auðmjúkur leið- togi hlustar og með- tekur, vegur og metur. Auðmýkt er líka for- senda þess að við- urkenna og virða þekkingu, skoðanir og getu annarra og að sýna þá virðingu í orð- um og athöfnum. Góð- ur forseti hefur slíka eiginleika og hæfileika til að greina og miðla skoð- unum til að skapa samstöðu. Hann er sérfræðingur í hlustun og sátta- gjörð. Farsæll leiðtogi hefur yf- irgripsmikla þekkingu, innsæi og sjálfstraust sem birtist í auðmýkt. Slíkur forseti er falslaus og traustur. Fylgjendur hans vita að orð og stefna eru skýr og áreiðanleg. For- ystan er ávöxtur viðhorfa, þekkingar og þjálfunar sem skapar virðingu og traust þeirra sem fylgja. Þóra Arnórsdóttir hefur þessa hæfileika. Þess vegna verður hún góður forseti Íslands. Þóra hefur víðtæka þekkingu, fjölbreytta reynslu og leikni í að greina og miðla upplýsingum og hugmyndum. Hún hefur sýnt þessa hæfileika í við- ureign sinni við flókin viðfangsefni hérlendis og erlendis. Henni tekst á öruggan og lipran hátt að greina við- fangsefnin, skapa samtal og miðla skoðunum. Störf á vettvangi fjöl- miðla hafa fært henni tækifæri til að þjálfa hlustun, efla rökræðu og leiða samtal í átt að nið- urstöðu sem hlutaðeig- andi eru sáttir við. Þannig gefur hún við- mælendum sínum rými og endurspeglar virð- ingu og auðmýkt gagn- vart umræðuefni og nýjum sjónarmiðum. Hér á landi hefur verið tilfinnanlegur skortur á auðmýkt. Hér hefur líka verið veru- legur skortur á góðum leiðtogum. Í raun má tala um leiðto- gakreppu. En nú er bjartara yfir. Við horfum fram á endurnýjun í röð- um helstu leiðtoga þjóðarinnar. Við hverfum aftur til góðra gilda virð- ingar og áreiðanleika. Íslenska þjóð- in, einkum unga fólkið, þarf góðar fyrirmyndir og góða leiðtoga sem skapa bjartsýni. Leiðtoga sem við getum öll borið virðingu fyrir, verið stolt af og treyst áreiðanleika þeirra og hugsjón. Forseti sem skapar virðingu og bjartsýni Eftir Sigrúnu Gunnarsdóttir Sigrún Gunnarsdóttir » Íslenska þjóðin þarf forseta sem skapar samstöðu og bjartsýni. Forseta sem við getum öll borið virðingu fyrir og treyst áreiðanleika hans og hugsjón. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar hjá HÍ og Þekkingarsetri um þjónandi forystu. Tildrög þessararar greinar eru skrif innan- ríkisráðherra í Morg- unblaðið 29. maí síðast- liðinn þar sem hann reynir að verja þá ákvörðun sína að skipa Vegagerðinni að draga til baka athugsemdir sem hún hafði áður gert við aðalskipulag Blöndóssbæjar og Húnavatnshrepps frá árinu 2010. 28. gr. vegalaga er afar skýr. Þar segir, í grófum dráttum, að sveit- arfélög fari með skipulagsvaldið en hafa samráðsskyldu við Vegagerðina um legu þjóðvega. Vegagerðinni ber að koma með athugasemdir/tillögur við skipulag sveitarfélaga. Nú hafnar sveitarfélag athugasemdum Vega- gerðar, skal þá sveitarfélagið rök- styðja hvers vegna það er gert. Þó skal farið að tillögum Vegagerðar ef þær leiða til frekara umferðaröryggis en tillögur viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélögin Blönduósbær og Húnavatnshreppur lögðu fram að- alskipulag sitt árið 2010 til staðfest- ingar í umhverfisráðuneytinu. Vega- gerðin lagði til styttingar á veginum sem þýddi það að Hringvegurinn lægi nú framhjá Blönduósi. Gamli Hring- vegurinn mun þó að sjálfsögðu liggja um Blönduós áfram. Ný leið eykur umferðaröryggi á Hringveginum og hagkvæmni vegfarenda o.þ.m.t þjóð- arbúsins alls, verulega. Reiknað er með að slysum og óhöppum muni fækka um ellefu að meðaltali á ári með þeirri styttingu sem hér er rætt um. Með tilkomu nýrrar leiðar mun eknum km fækka um 3,5-4 milljónir á ári. Þar sem ný leið eykur umferðar- öryggi sbr. áður, taldi Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra sér ekki annað fært en úrskurða, í maí 2011 í samræmi við ófrávíkj- anlegt lagaákvæði 28 gr. vegalaga, að viðkom- andi sveitarfélög skyldu taka frá svæði undir veglínuna í aðalskipu- lagi sínu í samræmi við óskir Vegagerðarinnar. Þar eð sveitarfélögin höfnuðu því fékkst skipulagið eðlilega ekki staðfest hjá umhverf- isráðherra eins og lög gera ráð fyrir. Þá tók innanrík- isráðherra til sinna ráða og með bréfi dags. 13. apríl 2012 skip- ar hann Vegagerðinni að afturkalla tillögur að nýrri veglínu um Húna- velli. Það er gerir hann á þeirri for- sendu að Vegagerðin megi ekki fara út fyrir það sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun. Vegagerðin hlýðir þessu og dregur tillögur sínar til baka enda erfitt fyrir Vegagerðina að standa í stríði við yfirmann sinn. Í síð- ustu viku staðfestir umhverf- isráðherra síðan skipulagið, enda at- hugasemdirnar horfnar af borðinu. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir innanríkisráðherra að það hafi vegist á sjónarmið um styttingu leiðar eða hagsmunir byggðarlags um verslun og þjónustu því vegurinn liggur þar í gegn. Það er ekki hlutverk Vegagerð- arinnar að skoða slík sjónarmið í til- lögum sínum, þar eiga sjónarmið sem snúa að umferðaröryggi og hag- kvæmni umferðar að leiða för en ekki sérhagsmunir heima í héraði hverju sinni. Vegagerðin er fagaðili sem kemur með tillögur sínar á þeim grunni og er sveitarfélögum til ráðu- neytis en þar er lítið um fagaðila í þessum efnum eins og gefur að skilja. Heilbrigt vegakerfi verður ekki til nema með aðkomu fagaðila, þ.e. Vegagerðarinnar. Vegakerfið verður til með því að sveitarfélög gera til- lögur eftir því sem þeim finnst best og Vegagerðin kemur síðan með sín- ar faglegu athugasemdir þar við og tillögur. Þessi vinna skilar sér svo inn í vegaáætlun ríkisins því skipulag hvers byggðalags er skoðað þegar ákveðið er í hvað skuli leggja fé. Það hljóta allir að sjá að ef Vega- gerðinni er meinað að koma með til- lögur sínar inn í skipulagið án þess að þær séu þegar í vegaáætlun verða vegir lagðir eftir hugmyndum sveit- arstjórnarmanna en fagaðilinn kem- ur þar ekki að, þ.e. Vegagerðin. Samkvæmt ráðherra má Vega- gerðin ekki koma með breytinga- tillögur við skipulag nema gert hafi verið ráð fyrir þeim í samgönguáætl- un og ekkert fer inn í samgönguáætl- un nema það sé í skipulagi. Þetta er ein hringavitleysa og leiðir vitanlega til þess að vegir verða lagðir í takt við sérhagsmuni heima í héraði en ekki með hagsmuni heildarinnar í huga. Með þessu er verið að koma í veg fyrir að Vegagerðin sinni verk- efni sínu, sem er að tryggja fagleg vinnubrögð og hagkvæmni í vega- lagningu. Í stað þess er það skoðun innanríkisráðherra að vegir séu lagð- ir í takt við sérhagsmuni á hverjum stað. 28. gr. 2. mgr. vegalaga var einmitt sett til að setja umferðaröryggi í for- gang og koma í veg fyrir slíkt en með því að innanríkisráðherra lætur Vegagerðina afturkalla tillögur sínar kemur hann málum aftur í farveg sér- hagsmuna og óhagkvæmni. Að ofan sögðu hlýtur sú hugsun óhjákvæmi- lega að skjóta upp í kollinn hvort ekki sé rétt að vísa þessari gerræðislegu stjórnsýslu til umboðsmanns Alþing- is. Enn af vegstyttingum og umferðaröryggi Eftir Njál Trausta Friðbertsson » Þetta er ein hringa- vitleysa og leiðir vit- anlega til þess að vegir verða lagðir í takt við sérhagsmuni heima í héraði en ekki með hagsmuni heildarinnar í huga. Njáll Trausti Friðbertsson Höfundur er varabæjarfulltrúi á Akureyri. Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 www.s i ggaog t imo . i s Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Byssuskápar frá kr. 23.500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.