Morgunblaðið - 06.06.2012, Síða 35
starfrækt síðan með rekstur í sinni
sérgrein, varð tryggingayfirtann-
læknir hjá Tryggingastofnun ríkisins
frá 1996-2008 og tryggingayfirtann-
læknir hjá Sjúkratryggingum Ís-
lands frá 2008.
Reynir var gjaldkeri félags tann-
læknanema 1977-78, formaður félags
tannlæknanema 1979-80 og var for-
maður sérmenntaðra tannlækna um
skeið.
Á kafi í KR-starfi um árabil
Reynir sat í stjórn knattspyrnu-
deildar KR um skeið, var formaður
hússtjórnar KR, sat í aðalstjórn KR
um árabil og í mannvirkjanefnd KSÍ.
Hann segist hafa dregið mikið úr
KR-starfinu á allra síðustu misserum
enda taki maður svona klúbbastörf
með trukki í tiltekinn tíma og slaki
síðan á: „Sú var tíðin að ég fylgdi
meistaraflokki á alla leiki, hvert á
land sem var, sótti ótal fundi á vegum
félagsins og stóð í alls konar stússi.
En nú hef ég tekið mér frí þótt auð-
vitað fylgist maður alltaf með sínu
liði.
Ég er samt ekki sestur í helgan
stein. Við erum með stóran garð hér
á Kvisthaganum sem þarf töluverða
umhirðu. Þá þarf hundurinn okkar
sinn tíma, fallegur stór sleðahundur
af gerðinni Alaskan Malamute. Þetta
er eins og hálfs árs tík sem þarf vita-
skuld sína umhirðu og umhugsun. Ég
fer t.d. með hana í góðan göngutúr á
hverju kvöldi en það er auðvitað
mjög heilsusamlegt fyrir okkur bæði.
Ég er enginn sérstakur lestrar-
hestur, les svona allt og ekkert og
töluvert léttmeti af ýmsu tagi en er
enginn dellukarl þegar kemur að
lestri. Það er kannski helst að ég hafi
gaman af náttúrufræðilegu efni og
nú les ég töluvert um hunda.“
Fjölskylda
Reynir kvæntist 14.6. 1975 Ingi-
björgu Georgsdóttur, f. 7.4. 1953,
barnalækni. Hún er dóttir Georgs
Lúðvíkssonar, f. 25.4. 1913, d. 20.2.
1979, framkvæmdastjóra Ríkisspít-
alanna í Reykjavík, og Guðlaugar
Láru Jónsdóttur, f. 11.7. 1920, d. 3.5.
1982, húsmóður og ritara.
Börn Reynis og Ingibjargar eru
Sindri Reynisson, f. 13.5. 1978, verk-
fræðingur, búsettur í Svíþjóð en
kona hans er Linda Kristín Sveins-
dóttir verkfræðingur og eru börn
þeirra Sindri Dagur og Elín Lilja;
Sunna Björg Reynisdóttir, f. 26.12.
1985, verkfræðingur, búsett í
Reykjavík; Jón Reynir Reynisson, f.
18.8. 1992, menntaskólanemi; Elín
Lára Reynisdóttir, f. 27.7. 1994,
menntaskólanemi.
Dóttir Reynis frá því áður er Sess-
elja Magdalena Bigseth, f. 27.6. 1975,
rithöfundur, búsett í Noregi en mað-
ur hennar er James Baker og er dótt-
ir þeirra Matthilda Baker.
Systkini Reynis eru Þóra Björk
Jónsdóttir, f. 2.3. 1955, kennari og
starfsmaður við Fræðsluskrifstofuna
á Sauðárkróki; Ingimar Örn Jónsson,
f. 3.10. 1963, netsérfræðingur hjá
Reiknistofnun Háskóla Íslands.
Foreldrar Reynis: Jón Ingimars-
son, f. 27.10. 1923, d. 2.9. 1989, lög-
fræðingur og skrifstofustjóri í heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, og k.h., Elín Hróbjört
Guðmannsdóttir, f. 25.11. 1928, tann-
læknir.
Úr frændgarði Reynis Jónssonar
Bjarni Einarsdóttir
húsfr. á Ísafirði
Sigurgeir Kristjánsson
fiskmatsm. á Ísafirði
Elín Jónsdóttir
húsfr. í Lambhúskoti
Hróbjartur Jónsson
b. í Lambhúskoti
Lárus Þorsteinsson
b. á Tunguhálsi í Skagaf.
Sesselja Guðmundsdóttir
húsfr. í Hörgsholti
Jón Jónsson
b. í Hörgsholti
Reynir
Jónsson
Jón Ingimarsson
lögfr. og skrifstofustj.
Elín H. Guðmannsdóttir
tannlæknir
Guðmann Hróbjartsson
vélstj. í Rvík.
Þorgerður Sigurgeirsdóttir
húsfr. í Rvík.
Ingimar Jónsson
pr.og skólastj. í Rvík.
Elínborg Lárusdóttir
skáldkona á Mosfelli
Þorbjörg Bjarnadóttir
húsfr. á Skatastöðum
Anna Sveinsdóttir
húsfr. á Kirkjubæ
Fjalar Sigurjónsson
prófastur á Kálfafellsstað
Sindri Sigurjónsson
skrifstofustj.
Frosti Sigurjónsson
læknir
Máni Sigurjónsson
organisti
Þórey Bjarnadóttir
húsfr. á Tunguhálsi
Sigurgeir Guðmannsson
fyrrv. form. ÍBR
Gunnar Guðmannsson
gullaldarliðsm í KR og landsliðsm.
GuðmundurHrjóbjartsson
vélsm. í Hafnarf.
Elínbjört Hróbjartsdóttir
húsfr. í Hafnarf.
Kristbjörg Guðmundsd.
húsfr. í Hafnarf.
Kristjana G. Kristjánsd.
húsfr. í Rvík
Sigurður Sigurjónss.
leikari
Helgi Gíslason
myndhöggvari
Yngsti fjölskyldumeðlimurinn
Reynir með tíkina sem fer með hann
í göngutúr á hverju kvöldi.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
85 ára
Kjartan Jensson
María Guðrún
Steingrímsdóttir
Ólína Hinriksdóttir
80 ára
Filippus Guðmundsson
Guðný Ósk Friðriksdóttir
María Auður Guðnadóttir
75 ára
Bjarni Gíslason
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir
Guðmar Guðjónsson
Hólmfríður María
Sigurðardóttir
Jóhanna Jónasdóttir
Sigurlína Konráðsdóttir
Steinunn Sigurðardóttir
70 ára
Halldór Margeirsson
Herbert Marinósson
60 ára
Eygló Lilja Ásmundsdóttir
Gunnar Bragi Jónsson
Halldór T. Svavarsson
Jakob Jónsson
Jóhanna Sigríður
Magnúsdóttir
Jóhannes Haraldur Pálsson
Jóna Pálína Matthíasdóttir
Kjartan Þór Arnþórsson
Kolbrún Guðjónsdóttir
Reynir Jónsson
Sigrún Pálína Magnúsdóttir
Sigurlaugur Skúli Bjarnas.
Úlfar Hauksson
Þórður Björnsson
50 ára
Alda Sigurjónsdóttir
Anna María Ingadóttir
Anna María Ragnvalds-
dóttir
Fernando Manuel M.B.
Simoes
Frosti Hreiðarsson
Gísli Þór Þórhallsson
Gróa María Einarsdóttir
Hafliði Gunnar Sigurðsson
Helgi Bjarni Steinsson
Hólmfríður M. Sigurðard.
Jamil Jamchi
Jóhann Magnús Kristinss.
Jón Gunnar Bergs
Jón Trausti Halldórsson
Margrét Runólfsdóttir
Svanhildur Einarsdóttir
40 ára
Anna Magnúsdóttir
Ashura Haidhuru
Ramadhan
Bozena Harasimczuk
Fanney Steinunn
Sigurðardóttir
Guðmundur Jón Sigurðs-
son
Hörður Sigurjónsson
Jón Óskar Ísleifsson
Júlía Embla Katrínardóttir
Ómar Einarsson
Sif Beckers
Gunnsteinsdóttir
Sigríður Herdís
Ásgeirsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Sverrir Þór Sverrisson
30 ára
Bryan Allen Smith
Brynjar Ævar Guðlaugsson
Eyrún Ösp Skúladóttir
Hulda L. Kristmannsdóttir
Kristín Birta Jónsdóttir
Ósk Ómarsdóttir
Ragnheiður Hilmarsdóttir
Sigurður Freyr
Kristmundsson
Valborg Steingrímsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Birgir fæddist í
Svíþjóð og ólst upp í Ólafs-
vík þar sem hann er bú-
settur. Hann vinnur sem
verkstjóri hjá Snæfellsbæ.
Maki Heiðrún Hulda Hall-
grímsdóttir, f. 1986, starf-
ar á dvalarheimilinu Jaðri.
Börn Sara Ýr, f. 2009.
Foreldrar Margrét Sigríð-
ur Birgisdóttir, f. 1965,
starfar í Valafelli, Tryggvi
Konráðsson, f. 1960, og
Ævar Þór Sveinsson, f.
1963.
Birgir
Tryggvason
30 ára Eyrún Ösp ólst upp
á Tannstaðabakka í Hrúta-
firði. Hún er sauðfjárbóndi
í Hafrafellstungu í Öxar-
firði. Eyrún lauk BS-prófi í
búvísindum frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri.
Maki Bjarki Fannar Karls-
son, f. 1980, bóndi.
Stúlka Bjarkadóttir, f. 24.
mars 2012.
Foreldrar Ólöf Ólafsdóttir,
f. 1956 og Skúli Einarsson,
f. 1955, bændur á Tann-
staðabakka.
Eyrún Ösp
Skúladóttir
Þorvaldur Thoroddsen náttúru-fræðingur fæddist 6. júní 1855í Flatey á Breiðafirði. Hann
var sonur Jóns Thoroddsen skálds og
Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur Sí-
vertsen. Þorvaldur giftist Þóru Pét-
ursdóttur sem var meðal fyrstu
kvenna er fengust við málaralist, ævi-
saga hennar, Þóra biskups og raunir
íslenskrar embættismannastéttar
1847-1917, kom út 2010, eftir Sigrúnu
Pálsdóttur. Þau eignuðust eina dótt-
ur, Sigríði, en hún lést 15 ára gömul.
Þorvaldur fluttist til Reykjavíkur í
nám og ólst upp hjá móðursystur
sinni, Katrínu Þorvaldsdóttur, og Jóni
Árnasyni, þjóðsagnasafnara og for-
stöðumanni stiftbókasafnsins. Segja
má að fóstrið hafi lagt grunn að fræði-
mennsku hans því þar kynntist hann
ungur handritalestri og var vel lesfær
á helstu erlend tungumál.
Þorvaldur varð stúdent frá Lærða
skólanum í Reykjavík árið 1875 og
hélt í háskólanám til Kaupmanna-
hafnar og lauk prófi í náttúrufræði ár-
ið 1880. Hann kenndi í Möðruvalla-
skóla og Latínuskólanum til 1899, en
flutti þá til Kaupmannahafnar og bjó
þar alla tíð.
Þorvaldur var mikilvirkur vísinda-
maður og vann brautryðjandastarf í
rannsóknum og kortlagningu á öræf-
um og óbyggðum Íslands. Hann var
með þeim fyrstu á eftir Bjarna og
Eggerti sem ferðuðust um allt Ís-
land og skrifaði um það.
Afraksturinn er meðal annars
grundvallarritin tvö, Ferðabók
(1913-1915, 1958) og Lýsing Íslands
(1908-1911), sem kom út í tveimur
bindum, yfir þúsund blaðsíður. Síð-
ari tvö bindin í Lýsingu Íslands, um
landbúnað, komu út 1919-1922.
Landfræðisaga Íslands (1892-1904)
er nú, meir en hundrað árum síðar,
sígilt verk og verður seint oflofuð.
Þá skrifaði hann fjölda greina og
ritgerða um náttúruvísindi sem birt-
ust meðal annars í dönskum vísinda-
ritum og Andvara. Eftir hann liggja
á fjórða tug titla sem voru þýdd á
fjölmörg tungumál. Þá ritaði hann
ævisögu tengdaföður síns Pjeturs
biskups, og endurminningar hans
Minningabók (1922) komu út að hon-
um látnum.
Þorvaldur dó árið 1921.
Merkir Íslendingar
Þorvaldur
Thoroddsen
30 ára Kristín Birta fædd-
ist í Reykjavík og ólst upp
í miðbænum. Hún er nú
búsett á Selfossi og starf-
ar sem þjónn á Hótel
Rangá og er nemi í ensku
við Háskóla Íslands.
Maki Sigurður Ágústsson,
f. 1982, kokkanemi á Hót-
el Rangá.
Börn Sesselja Sól, f.
1999, Elín Krista, f. 2001,
Ágúst Ingi, f. 2007 og Eva
Dagbjört, 2011, Sigurðar-
börn.
Kristín Birta
Jónsdóttir
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA