Morgunblaðið - 06.06.2012, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú lendir ekkert í vandræðum þó að
þú viðurkennir að þú hafir haft rangt fyrir þér.
Aðalatriðið er að þú talir svo skýrt að þeir
geti gert upp hug sinn.
20. apríl - 20. maí
Naut Skyndilega er eins og allir leiti til þín
um svör við þeim spurningum sem á þeim
brenna. Eitthvað gæti virst ábatasamara en
það er í raun.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki óttann við nýjungar
blinda þig svo að þú sitjir af þér hagstæð
tækifæri. Varðandi leynilegt áhugamál sem
þú hefur ekki sinnt er núna rétti tíminn til
þess að leggjast í rannsóknir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Finndu út hvað það er sem þú raun-
verulega vilt í þessu lífi. Sumt er þannig að þú
verður að hrökkva eða stökkva. Sýndu því
þolinmæði og stattu storminn af þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú skilur ekki sársaukann sem fjöl-
skyldumeðlimur er að upplifa þessa dagana,
því þú hefur ekki upplifað hann í þessu lífi.
Njóttu þess að vinna að listsköpun og að
leika við börnin.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki gefast upp þótt þig reki í strand.
Hvað sem því líður þarftu ekki staðfestingu á
því til hvers aðrir ætlast af þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti tíminn til þess að tala við
samstarfsfólk um allt það sem þú telur áríð-
andi. Vertu því víðsýnn og gefðu skoðunum
annarra gaum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Viðræðum við foreldri eða yf-
irvald miðar ekkert í dag. Hún fer þangað
sem hana lystir og er öðrum til ánægju þar
sem hún fer.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þeir eru margir sem vilja ná fundi
þínum til skrafs og ráðagerða. Einbeitið ykk-
ur að því sem þið eigið sameiginlegt, ekki
hvað skilur ykkur að.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú finnur hjá þér hvöt til þess að
tala opinberlega fyrir hönd annarra. Mundu
að þú ert ekki alvitur og á öðrum stað og
tíma kann dæmið að snúast við.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þótt gaman sé að breyta til er fá-
ránlegt að gera það breytinganna vegna. Er
ekki betra að halda friðinn?
19. feb. - 20. mars
Fiskar Já, já, þú ert ekki að eyða deginum í
það sem þig langar til. Svona tækifæri gefast
ekki oft og nýttu því daginn til hins ýtrasta.
Minntu þig stöðugt á það.
Bjarni Stefán Konráðsson var áleið um Vatnsdalinn þegar fullt
tungl kveikti hugmynd að stöku:
Yfir Vatnsdal eigrar máni,
eins og sé í fríi.
Hann er alveg eins og bjáni
á öskufylleríi.
Hallmundur Kristinsson sendi
Sigrúnu Haraldsdóttur kveðju á af-
mælinu í gær:
Eitt ár af mörgum ætla menn
við aldur þinn hafi bæst.
þótt tæplega nái þér Ellin enn,
ættirðu að gæta þín næst!
Sigrún svaraði að bragði:
Þá Ellinnar er návist nem
ég naumast fer að ala sút.
Ég kerlingu með kústi lem
og kasta henni síðan út.
Og hún orti á fésbókarsíðu Að-
alsteins L. Valdimarssonar „með tví-
burakveðju“:
Töltu um lautir, lund og hlíð
léttur mjög í spori.
Vertu innra alla tíð
eins og lamb á vori.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af afmæli og fullum mána
Ljósmynd/Bjarni Stefán Konráðsson
Fullt tungl kveikti andagiftina á ferð um Vatnsdalinn.
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
ÉG VAR HRIFINN
AF ÞESSUM
HRINGITÓNI!
TREYSTU MÉR,
ÉG GERÐI
HEIMINN AÐ
BETRI STAÐ
LJÓTA
RUGLIÐ AÐ
LEYFA SÉR AÐ
VERÐA SVONA
ÁSTFANGINN
ÉG HÉLT AÐ ÉG GÆTI
GLEYMT HENNI MEÐ ÞVÍ AÐ
BORÐA BARA NÓGU MIKIÐ
ÉG MUN ALDREI GLEYMA HENNI.
EN ÞAÐ LÍF, MAÐUR REYNIR AÐ
ELTAST VIÐ HAMINGJUNA OG
HVAÐ SKILUR ÞAÐ EFTIR SIG?
SÁRAR MINNINGAR
OG SPIK
TALAÐU HÆRRA
HRÓLFUR, ÉG HEYRI EKKI
HVAÐ ÞÚ SEGIR!!
HENTU SKÓFLUNNI UPP UM
STROMPINN SVO ÉG GETI REYNT
AÐ GRAFA FRÁ DYRUNUM
ÞETTA ER EKKI
SANNGJARNT! HUNDAR
ELDAST MIKLU HRAÐAR
EN MANNESKJUR
HVERSU
GAMALL ERT
ÞÚ FÉLAGI?
ÉG TEK AFTUR
ÞAÐ SEM ÉG
SAGÐI
EITT
ÁR
Víkverji er bimms yfir veðurblíð-unni undanfarna daga. Sól skín í
heiði dag eftir dag og duttlungar ís-
lensks veðurfars virðast horfnir út í
veður og vind. Fólk þvælist um létt-
klætt, hjólar og hleypur á stuttbuxum
og bærinn er fullur af fólki og ætli
menn að fá sæti utan dyra þurfa þeir
að bíða eftir að losni. Víkverji veit
auðvitað að ef eitthvað er of gott til að
vera satt þá er það sennilega ekki satt
og þetta veðurblíðukast mun líða hjá
rétt eins og góðærisbólan, sem einnig
var of góð til að vera sönn, þótt freist-
andi væri að telja sér trú um annað.
x x x
Víkverji opnaði fyrir útvarpið semhann sat í bíl á mánudagskvöld
og heyrði þá í brandarakarli, sem
krítaði liðugt á ensku. Maðurinn var
reyndar ósköp vinalegur, en ekkert
sérlega fyndinn. Þegar hlé varð á
máli hans skaut íslenskur þulur inn
orði og orði, sennilega til að uppfylla
skilyrði um að íslenskir ljósvaka-
miðlar láti ekki dagskrá á útlensku
renna óhindrað og afskiptalaust út í
eterinn.
x x x
Víkverji áttar sig á því að auðvitaðgetur hann slökkt á viðtækinu ef
þar er eitthvað sem honum líkar ekki
eða skipt yfir á aðra rás, en honum
finnst þó kyndugt að uppi á Íslandi
þar sem flestir láta eins og titlatog sé
hégómi einn (ekki er reyndar allt sem
sýnist í þeim efnum því að umfjöllun
um kóngafólk virðist gríðarlega vin-
sæl hér á landi) skuli ríkisfjölmiðill
sjá ástæðu til þess að verja ein-
hverjum klukkustundum í beina út-
sendingu hátíðardagskrár í tilefni af
því að eðalborinn þjóðhöfðingi skuli
hafa verið lengi við völd.
x x x
Með þessu vill Víkverji þó ekkireka hornin í Elísabetu Bret-
landsdrottningu, sem hefur verið far-
sæl í embætti og verðskuldar góðar
óskir. 60 ár við völd eru drjúgur tími.
Vilji menn fá íslenskt samhengi jafn-
gildir það því að Ólafur Ragnar
Grímsson sæti á Bessastöðum í ellefu
kjörtímabil til viðbótar. Hátíðardag-
skrá af því tilefni yrði örugglega út-
varpað beint í London.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: En sonurinn sagði við
hann: Faðir, ég hef syndgað móti himn-
inum og gegn þér. Ég er ekki framar
verður að heita sonur þinn. (Lúk. 15, 21.)
ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!
GLÆSILEGUR
VINNUFATNA
ÐUR
MIKIÐ ÚRVAL
Öllum þykir okkur mikilvægt
að finna til öryggis í lífinu.
Dynjandi hefur verið leiðandi
á sviði öryggisvara síðan 1954.
Dynjandi örugglega fyrir þig!