Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 11

Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 11
UMHORF 51 kunnarverk vegna ýmissa samlanda minna að láta það ógert. En mér er svo hlálega háttað, hvað sem skoðun- um mínum og tilfinningum líður, að ég get aldrei fengið það af mér að verða beinlínis hræddur við staðreynd- ir. í fljótu bragði gæti ég vel talið þessi rök mín með því að segja: Það hefur komið á daginn, að í Rússlandi er eng- inn austurrískur Seyss-Inquart, enginn tékkóslóvakiskur Henlein, enginn slóv- akiskur Tiso, enginn belgiskur Deg- relle, enginn norskur Quisling, eng- inn danskur Fritz Clausen, enginn franskur Petain. Þegar Þjóðverjar réðust á Sovét- Rússlandi 22. júní 1941, gerði fjöldi manna, og einkum þeir, sem ekki hafa verulegt yndi af menningarþróun Sov- étríkjanna, ráð fyrir því, að upp mundu rísa í Rússlandi heilir herskarar stjórn- arandstæðinga, sem hefðu haft nána trúnaðarsamvinnu við fjandmennina og mundu ekki hika við að ofurselja þeim landið, ef auðið væri. Menn vissu sem var, að upp hafði komizt um víðtækan félagsskap föðurlands- svikara í Austurríki, Noregi, Tékkó- slóvakíu og Frakklandi, enn fremur bæði í Bandaríkjunum og Suður- Ameríku. Því verður ekki neitað, að það var til ýmislegt sómafólk í þessu landi, sem átti hálfbágt með að trúa því, og enn þá verra með að sætta sig við það, að þessi manntegund mundi ekki finnast í allríkum mæli í landi Stalins. Og það vill þá líka svo vel til, að þessir menn voru til, — en aðeins ekki á þeim tíma, sem fjandmanna- herinn þurfti á þeim að halda. Þá voru þeir dánir. Á árunum 1937 og 1938 urðu hin miklu ,,hreingerningarmálaferli“ í Rússlandi. Þau komu eins og skriða, hvert á fætur öðru, og heimurinn starði á þau í undrandi skelfingu og, að því er virtist, hjartgróinni meðaumkun með gömlum og heiðarlegum bolsé- víkum, en sá ekki annað í þeim en hamslausa persónulega innbyrðis valdabaráttu milli Stalins og gamalla og nýrra andstæðinga hans. Það er hægra að átta sig á öllum þessum málum nú eftir á, þegar kunnugt er orðið um fimmtuherdeildarstarf naz- ista í ýmsum löndum. Játningar sak- borninganna, sem mjög voru tortryggð- ar víða um heim, hafa fengið nýja merkingu síðan. Þannig ritar t. d. Joseph E. Davies, er var sendiherra Bandaríkjanna í Moskva 1936—’38, um þessi málaferli í nýútkominni bók sinni, Mission to Moscow, bls. 276: ,,Málaferli þessi leiddu í ljós furðu- lega víðtæka samsærisstarfsemi í Rússlandi, er rekin var á vegum stjórna Þýzkalands og Japans. Uppi- staðan í því, er vitnaðist í réttarhöld- unum, er hvorki meira né minna en þetta: Höfuðsakborningarnir höfðu mynd- að samsæri innbyrðis og gert sáttmála við Þýzkaland og Japan um að aðstoða þessi ríki í vopnaðri árás á Sovétsam- bandið. Þeir ýmist féllust á eða störf- uðu að ráðagerðum um að myrða Stalin og Molotov og hleypa af stað vopnaðri uppreist gegn ríkisstjórninni undir forustu Tukhatchevsky hershöfð- ingja, er næstur gekk að völdum yfir- hershöfðingja alls Rauða hersins. Til undirbúnings þessari styrjöld stóðu þeir ýmist í ráðagerðum eða fram- kvæmdum um skemmdarstörf í iðnað- inum, bæði verksmiðjum og námum og á samgöngutækjum. Þeir féllust á að gera hvað það, er þýzka herfor- ingjaráðið krafðist af þeim, og höguðu framkvæmdum sínum nákvæmlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.