Helgafell - 01.04.1942, Síða 12
52
HELGAFELL
eftir fyrirskipunum þess. Þeir höfðu
samvinnu við hernjósnakerfi Japana
og Þjóðverja og náið samstarf við
þýzka ræðismenn um framkvæmd
njósna og skemmdarstarfsins. Þeir
höfðu þegar látið af hendi við þýzk og
japönsk hernaðaryfirvöld leyndarmál
um landvarnakerfi ríkisins. Þeir höfðu
fallizt á að starfa með Japönum og
Þjóðverjum í komandi styrjöld og láta
síðan af hendi við þá lönd á báða
bóga, gegn því að njóta aðstoðar
þeirra við að setja á stofn minna rúss-
neskt ríki, er þeir mættu sjálfir
stjórna“.
Þannig segist Joseph E. Davies frá
um málaferlin, og hann bætir við:
,,Til þess að gera sér fulla grein
þess, hvað hér er á ferðinni, þá sam-
svarar það því, að fjármálaráðherra
vor, Morgenthau, verzlunarmálaráð-
herra vor, Jones, aðstoðarutanríkis-
málaráðherrann Welles, Bullit sendi-
herra og Kennedy sendiherra og Early
einkaritari forsetans játuðu á sig að
hafa gert samsæri um það að vinna
með Þýzkalandi að innrás í Bandarík-
4 •
in .
Krestinsky aðstoðarutanríkismála-
fulltrúi játaði í heyranda hljóði fyrir
rétti að hafa þegið 250 þús. ríkismörk
á ári fyrir að koma upp njósnarstöðv-
um fyrir Þjóðverja.
Grinko verzlunarmálafulltrúi játaði
að hafa unnið að því með yfirmönnum
í hernum að opna landamæri Ukrainu
fyrir innrás Þjóðverja.
Rosengoltz verzlunarmálafulltrúi
játaði að hafa afhent herstjórn þýzka
hersins hernaðarleyndarmál, einnig
þýzka sendiherranum í Moskva.
Sokolnikov, fyrrum sendiherra í
Bretlandi, játaði að hafa rekið njósnir
fyrir Japana og gert við þá landráða-
samning.
Þessi dæmi verða að nægja af mörg-
um.
En hitt er staðreynd, sem nú er orð-
in deginum ljósari, að það var engin
fimmta herdeild til í Rússlandi 1941,
þegar innrásarherinn þurfti á henni að
halda. Hún hvarf í hreingerningunum.
VARNARLÍNAN £n með öllu þessu er
AUSTAN VIÐ þó ekki sannað, að
VOLGU Rússar séu ósigrandi.
Það er óendanlega dýrmætt í hernaði
að hafa ekki Quislinga og föðurlands-
svikara innanborðs á fleytu sinni, en
það tryggir engan sigur. Meira þarf til.
Einhuga þjóð, nógan mannafla til
vopnaburðar og starfa, hráefni og iðn-
aðartækni. Nú sé það fjarri mér að
gera lítið úr þeirri aðstoð, sem Rúss-
land hefur þegar notið og nýtur stöðugt
frá Bretlandi og Bandaríkjunum. En í
þessari styrjöld getur allt skeð, einnig
það, að fyrir þessar sendingar taki að
miklu leyti af hernaðarástæðum. Hvað
er þá um Rússa ? Er viðnámsvon
þeirra og sigurvon byggð á því, sem
þeir eiga undir sjálfum sér ?
Enginn skyldi gera lítið úr því, hví-
líkt heljaráfall það var framleiðslu-
kerfi Rússa, bæði um iðnað og mat-
væli, að missa Dondalinn og Vestur-
Rússland þegar í fyrstu atrennu. Vetrar-
sókn Rússa hefur ekki nema að mjög
litlu leyti bætt þeim það tjón, að því er
framleiðsluna varðar. En hinu má ekki
gleyma, að Rússland er ótrúlega stórt,
og náttúruauðæfi þess nærri takmarka-
laus. Mér hefur skilizt, eins og ég lét
í ljós í útvarpserindi fyrir hartnær ári,
að höfuðvamarlína Rússlands byrji
austan við Volgu og nái langt austur
fyrir Ural. Þar eystra eru, þrátt fyrir
allt, höfuðstöðvar hinnar rússnesku her-
gagnaiðju. Ég nefni til dæmis járniðn-