Helgafell - 01.04.1942, Síða 18

Helgafell - 01.04.1942, Síða 18
Barði Guðmundsson: Uppruni íslenzkrar skáldmenntar II. Skáld, svín, saurbýli. HEIÐNAREY er lítil og óbyggð. Hún liggur á Breiðafirði undan Skálmar- nesi. Þar á slóðum hefur lifað í manna minnum einkennileg sögn, sem tengd er við eyjuna. Eftir kristnitöku voru í fyrstu launblót leyfð. Bóndinn að Múla á Skálmarnesi tók þá að sér, gegn hóflegu ferjugjaldi, að flytja fólk, er blóta vildi á laun, út í Heiðnarey. Fóru blótin fram í byrjun tvímánaðar. Sögninni til styrktar bentu menn á dalverpi og lág í eyjunni, sem báru nöfnin Blóthvammur og Saurlífisgjá. Þannig greinir Kálund frá munnmælum þess- um, en þau munu fyrst hafa verið í letur færð fyrir rúmri öld. Því miður hef ég ekki átt kost á að kynna mér þá heimild. Helzt mætti ætla, að launblótin í Heiðnarey hafi verið bundin við upp- skeruhátíð eða töðugjöld og fórnirnar því færðar frjósemisgoðunum Frey og Freyju til dýrðar. En hvað sem nú annars má um gildi munnmælanna segja, minnti örnefnið Saurlífisgjá mig á gamla og gleymda athugasemd, sem Guð- brandur Vigfússon hefur gert um saur-örnefni og Freys- og Freyjudýrkun. í ritgerðinni ,,Um tímatal í íslendinga sögum" kemst Guðbrandur svo að orði. er hann minnist útkomu Þorbjarnar súrs úr Súrnadal: ,,Vér höfum fyrir satt, að hvervetna á íslandi og í Noregi þar sem örnefni eru kennd líkt þessu, hafi í fyrndinni verið Freysblót og átrúnaður á þau Freyju meiri en á öðrum stöðum og dragi héruðin meðfram nafn af því (Saurar, Saurbær, Sýrströnd, Súrnadalur), en Sýr er eitt af nöfnum Freyju. Þetta rættist og í þessari Sýrdælaætt, að þeir höfðu blót mikil. Þar sem talað er um, að Þor- grímur goði væri svo ávarður Frey, þá mun hann hafa tekið þau blót upp eftir mágum sínum, því að hvergi er þess getið, að Þórsnesingar blótuðu Frey, en Þórsvinir miklir voru þeir. Nú hyggjum vér og, að Þorbjörn súr hafi borið nafn sitt af þessu, og muni menn víst í átthögum hans í Noregi hafa trúað mjög á Frey“.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.