Helgafell - 01.04.1942, Page 19

Helgafell - 01.04.1942, Page 19
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 59 Röksemdafærsla þessi nær óneitanlega fremur skammt. Enda mun skoð- un Guðbrands á tengslum milli Súr-Saur-Sýr-örnefna og Freys- og Freyju- átrúnaðar ekki hafa verið sinnt af fræðimönnum. Þrátt fyrir það má vel vera, að hugboð hins skarpvitra manns hafi að þessu sinni sem svo oft endranær hæft mark. Að minnsta kosti tel ég sjálfsagt að gefa framanskráðum um- mælum hans nánari gaum en gert hefur verið. Hugurinn beinist þá strax að frásögn Eyrbyggjuhöfundar af deilu Kjalleklinga og Þorsteins föður Þor- gríms goða um þinghelgina í Þórsnesi. Sögnin er svo sérkennileg og einstæð, að vert er að taka hér upp meginmál hennar orðrétt. Til skýringar skal þess þó fyrst getið, að á Þórsnesi áttu Kjalleklingar og Þórsnesingar þingstað sam- an, en þar hafði Þórólfur Mostrarskegg sett að öndverðu héraðsþing. ,,Þar var svo mikill helgistaður, að hann vildi með engu móti láta saurga völlinn og eigi skyldi þar álfrek ganga og var haft til þess sker eitt, er Dritsker var kallað". Eftir lát Þórólfs hélt Þorsteinn þorskabítur sonur hans uppi sama hætti um þinghelgina. ,,Það var eitt vor á Þórsnesþingi, að þeir mágar Þorgrímur Kjallaksson og Ásgeir á Eyri gerðu orð á, að þeir mundu eigi leggja drag undir ofmetnað Þórsnesinga og það að þeir mundi ganga þar örna sinna sem annarsstaðar á grasi, þó að þeir væri svo stolts, að þeir gerði lönd sín helgari en aðrar jarðir í Breiðafirði, lýstu þeir þá yfir því, að þeir mundu eigi troða skó til að ganga þar í útsker til álfreka. En er Þorsteinn þorskabítur varð þess var vildi hann eigi þola, að þeir saurgaði þann völl, er Þórólfur faðir hans hafði tignað umfram aðra staði í sinni landareign; heimti hann þá að sér vini sína og ætl- aði að verja þeim vígi völlinn, ef þeir hyggðist að saurga hann“. — ,,En um kvöldið, er Kjalleklingar voru mettir, tóku þeir vopn sín og gengu út í nesið. En er þeir Þorsteinn sáu, að þeir sneru af þeim veg, er til skersins lá, þá hlupu þeir til vopna og runnu eftir þeim með ópi og eggjan“. — ,,Varð þar hinn harðasti bardagi með þeim“. — ,,Þar féllu menn af hvorumtveggj- um og fleiri af Kjalleklingum en fjöldi varð sár“. — ,,Eftir þingið höfðu hvorir tveggja setur fjölmennar, og voru þá dylgjur miklar með þeim. Vinir þeirra tóku það ráð, að senda eftir Þórði gelli, er þá var mestur höfðingi í Breiðafirði. Hann var frændi Kjalleklinga, en námágur Þorsteins“. — ,,Urðu þær málalyktir, að Þórður skyldi gera um, með því móti, að Kjalleklingar skildu það til, að þeir mundu aldrei ganga í Dritsker örna sinna, en Þor- steinn skildi það til, að Kjalleklingar skyldi eigi saurga völlinn nú heldur en fyrr“. — ,,Þórður hafði það upphaf gerðarinnar, að hann kallar, að sá skal hafa happ er hlotið hefur; kvað þar engin víg bæta skulu, þau er orðið höfðu á Þórsnesi eða áverka, en völlinn kallar hann spiltan af heiftarblóði, ei niður hafði komið og kallar þá jörð nú eigi helgari en aðra, og kallar þá því valda, er fyrr gerðust til áverka við aðra. Kallaði hann það eitt frið- brot verið hafa. Sagði þar og eigi þing skyldi vera síðan. — ,,Þeir færðu

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.