Helgafell - 01.04.1942, Síða 22

Helgafell - 01.04.1942, Síða 22
62 HELGAFELL alkunn úr trúarbragðasögu Austurlanda. Það þarf því enga undrun að vekja, þótt Saurlífisgjá og Blóthvammur liggi saman í Heiðnarey og minntu lengi á launblótin, sem þar voru haldin ár hvert í byrjun tvímánaðar. Ef orðið saur hefði látið svo illa í eyrum heiðinna manna sem hinna kristnu eftirkomenda, mundi enginn hafa auðkennt heimkynni sitt með slík- um ófögnuði. Er mér ekki grunlaust um það, að stundum hafi menn þurrkað saurheiti af bæjum sínum. Getið er eyðihjáleigu frá Sökku í Svarfaðardal, sem kölluð var Saurbæjarkot. Má af þessu ráða, hvert verið hafi hið upphaf- lega heiti aðaljarðarinnar. Þó eru hin kunnu ,,saur”-býli landsins býsna mörg. í jarðatalinu frá 1847 eru 28 nefnd : 16 Saurbæir, 8 Saurar, 1 Saurbæjarkot, I Saurbrúargerði, I Saurlátur og 1 Saurhóll. Auk þess má telja víst, að til hafi verið Saurbær í Dalasýslu, Saurbær í Svarfaðardal og Saurbær í Vestur- Skaftafellssýslu. Samkvæmt gömlum munnmælum var síðastnefndi Saur- bærinn kirkjustaður, en um 4 aðra Saurbæi vitum við með óyggjandi vissu, að þar hafa verið kirkjur um margra alda skeið. Það er ætlun merkra fræðimanna, að kirkjur hafi gjarnan verið reistar á heiðnum helgistöðum eða í námunda við þá. Má finna þeirri skoðun styrka stoð í fornsögu Gotlands. Islenzku hofbæirnir eru einnig prýðilegt dæmi þessa. Olafur Lárusson hefur athugað tölu fornra kirkjustaða meðal ýmissa bæjanafnaflokka landsins. Af hof-bæjunum reyndust 37,5% kirkjustaðir. Næstflest kirkjubýli voru í flokki ,,fell“-bæjanna, eða 13,2%. Þá komu í röð- inni bæjaflokkar, sem kenndir eru við eyri, holt, dal, bæ. Töldust kirkju- slaðir síðastnefnda flokksins 8,6%. En athugum nú sérstaklega ,,saur“-bæina. Af þeirri bæjarnafnadeild eru kirkjustaðirnir 26,4%, sem sé hlutfallslega helm- ingi fleiri en kirkjubýli ,,fell“-bæjanna. Má þó gera ráð fyrir því, að hinn forni átrúnaður á fell hafi ekki verið óviðkomandi vali sumra kirkjustaða. Jafnframt ber að geta þess, að flestir þeir Saurbæir, sem ekki er vitað um, að verið hafi kirkjubýli, liggja mjög nálægt fornum kirkjum, og um einn þeirra er það kunnugt, að það var bænahús fyrrum. Um upphaf Saurbæjar í Dalasýslu höfum við greinagóða frásögn í Land- námabók: ..Steinólfur hinn lági, son Hrólfs hersis á Ögðum, nam land inn- frá Klofasteinum til Grjótvallarmúla og bjó í Fagradal á Steinólfshjalla. Hann gekk þar inn á fjallið og sá fyrir innan dal mikinn og vaxinn allan viði. Hann sá eitt rjóður í dal þeim. Þar lét hann bæ gjöra og kallaði Saurbæ, því að þar var mýrlent mjög, og svo kallaði hann allan dalinn. Steinólfur nam og Steinólfsdal í Króksfirði“. Fluttist hann þá að Bæ. Saurbærinn verður ekki talinn votlent byggðarlag. Samt velur Steinólf- ur bæjarstæði í rjóðri, sem ,,var mýrlent mjög“. Ekki virðist hann sjálfur hafa búið í Saurbæ, og þar í mýrinni hélzt ekki byggð til langframa. Þessi kyn- lega frásögn mun varpa ljósi á uppruna íslenzku saurbýlanna. Það má víst

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.