Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 24

Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 24
64 HELGAFELL var samofinn dýrkun og tilbeiðslu máttarvalda frjóseminnar. Gölturinn var blótdýr Freys og Freyju, og Freyja sjálf bar heitið Sýr sem gyltan. Það mál ei rækilega rakið af Helge Rosén í sænska Fornvininum 1913. Sögurnar um blótgrafir Þórólfs heljarskinns og töðugöltinn, sem graf- inn var hjá ,,tóftum nokkrum", munu ef til vill þykja lítilvægar. Mér urðu þær nokkur leiðarvísir. Þær beindu huganum að því úrlausnarefni, hvort svínafórnir hérlendis hefðu ekki aðallega átt sér stað í saurbýlasveitunum, og þá dýrkendur frjósemisgoðanna einkum búið á þeim slóðum. Þórólfur heljarskinn bjó skammt frá Saurbæ í Vatnsdal, og í námunda við Saurbæ í Villingaholtshreppi munu sumir niðjar Þorgils örrabeinsstjúps, sem töðugölt- inn átti, hafa búið. Þeirra meðal voru skáld og sagnamenn, svo sem Skeggi Bjarnason í Gröf og synir hans. Er líklegast, að í þessari ættkvísl hafi mestar sagnir varðveitzt af Þorgilsi. Ber og Flóamannasaga því nokkurt vitni. Auk frásagnarinnar um töðugöltinn hef ég í heimildum þeim, sem greina trá landnáms- og söguöld, rekizt á 14 sagnir um svín. Fimm þeirra eru í Landnámabók. Um gölt Hrafnkels- Freysgoða er þess getið, að hann hafi orðið fyrir skriðuhlaupi og beðið bana af. Sagt er um svín Geirmundar helj- arskinns, að þau ,,gengi á Svínanesi“. Dótturson hans, Oddi Ýrarson, var kvongaður gyðju, og í heimalandi Geirmundar að Skarði var reynilundur í hvammi nokkrum. Við hann var átrúnaður bundinn. Hvort tveggja bendir til frjósemisdýrkunar í ætt Geirmundar. Steinólfi hinum lága, sem Saurbæ reisti í Saurbænum, ,,hurfu svín þrjú. Þau fundust tveim vetrum síðar í Svínadal og voru þá 30 saman". Helgi hinn magri ,,skaut svínum tveim á land, gelti þeim, er Sölvi hét, og gyltu. Þau fundust þrem vetrum síðar í Sölvadal, og voru þá saman 70 svína“. Sölvadalur er í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Fyrsta húsfreyjan í Saurbæ þar var Helga dóttir Helga magra. Má af Ljósvetninga sögu ráða, að hinir fornu Saurbæingar hafi afrétt átt á Sölvadal. Einn af Saurbæjunum var reistur í landnámi Ingimundar gamla og næsta nálægt heimahögum Hofverjanna. ..Ingimundi hurfu svín 10 og fundust annað haustið og voru þá saman 100 svína. Göltur hét Beigaður. Hann hljóp á Svínavatn og svam þar til að af gengu klaufirnar. Hann sprakk á Beigaðarhvoli'*. Eru nú taldar svínasögur Landnámabókar. Harðar saga gerist, sem kunnugt er, í umhverfi Saurbæjar á Hvalfjarðar- strönd. Hún geymir tvær svínasögur. Hólmverjarnir söfnuðu ,,um Svínadal svínum bænda og ráku ofan á sandinn og drápu þar svínin og lögðu á skip. Heitir þar nú Svínasandur“. Það voru bændur Saurbæjarsóknar, sem frá var stolið. Hólmverjarnir áttu og í brösum við fjölkynngiskonuna Skroppu í Saurbæ. Gerðu þeir henni aðför, en Skroppa beitti þá sjónhverfingum og brá sér og tveim dætrum bóndans í Saurbæ í svínalíki. Sams konar sagnir eru varðveittar í Eyrbyggju og Þorskfirðingasögu. Katla í Holti veldur því með sjónhverfingum, að Arnkeli goða sýndist túngöltur liggja undir sorp-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.