Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 27

Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 27
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 65 Kaugnum í Holti, en það var Oddur Kötluson. Askmaður og Katla, sem frá er greint í Þorskfirðingasögu, brugðu sér í svínalíki. SvipaÖa frásögn finnum við einnig þar um Þuríði drikkinn. Oll voru þau Askmaður, Katla og Þuríður nálæg Steinólfi hinum lága, bæði í sögu og byggð. 1 Vatnsdælasögu er þess getiÖ, að þegar Þorkell krafla dvaldi í Forsæludal hjá Klakka-Ormi, hafi hann eitt sinn smalað svínum af fjalli og matreitt grís. Sú sögn er bund- in við brúðhlaupsstefnu, er vera skyldi ,,að veturnóttum í Forsæludal“. í Valla-Ljóts sögu er og greint frá því, að móðir HreÖu-Halla hafi sent hann eftir grís til Torfa bónda í Torfufelli. Hún var þá heitkona Torfa og ,,brúÖ- hlaup ákveðið að veturnóttum“. Torfufell er í Saurbæjarhreppi. Á Jórunnar- stöðum í sama hreppi er einnig svíns getið í Víga-Glúms sögu. Það var tún- göltur og , ,svo feitur að trautt mátti rísa“. Eigandinn var Halli hinn hvíti Þorbjarnarson. Hann var dótturson Helgu í Saurbæ. Loks er svo frá gelti greint í Svarfdælasögu. Þessar svínasögur eru furðu merkilegar. Eina svínið, sem um getur í forn- sögum Austurlands, var í eigu ..Freysgoða”. Sagnirnar um svínaflokka Stein- ólfs lága, Ingimundar gamla og Helga magra, eru efnislega sem steyptar í sama mót, og á því sama skýring við þær allar. Höfundur Vatnsdæla sögu hefur séð fyrir henni. Hann skýrir nokkru greinilegar frá svínahvarfi Ingi- mundar en Landnámuritararnir. Frásögn hans er þannig: ,,Þess er enn getið, að svín hurfu frá Ingimundi, og fundust eigi fyrr en annað sumar að hausti, og voru þá saman hundrað. Þau voru stygg orÖin. Göltur einn mikill og gamall fylgdi þeim og var kallaÖur Beigaður. Ingimundur safnaði mönnum til að henda svínin og ^uað soo rétt mœla aÖ tvö höfuð vœri á hvívetna. Þeir fóru eftir svínunum og ráku að vatni því, er nú er kallaÖ Svínavatn, og vildu kvía þar við, en gölturinn hljóp á vatnið og svam yfir og varð svo móður, að af honum gengu klaufirnar. Hann komst á hól einn, er nú heitir BeigaÖar- hóll, og dó þar. Ingimundur festi nú yndi í Vatnsdal“. Máttarvöld frjósem- innar höfðu sýnt Ingimundi greinilega, að blessun þeirra hvíldi yfir byggðarlaginu. Frjósemi, þrautseigja og endurheimt svínanna, sem hurfu á brott, var eitt af táknum þessa. Helgi og Ingimundur kalla gelti sína manns- nöfnum. Geltirnir Beigaður og Sölvi hafa veriÖ útvalin dýr Freys eða Freyju. Og þeir reyndust hlutverki sínu Vcixnir. Slíkar frásagnir sem þessar svínasögur hljóta að vera upprunnar meðal frjósemisdýrkenda, enda engum blöðum um það að fletta, að bæði Vatns- dæla- og Eyfirðingakyn hylltu trúarstefnu frjósemisdýrkendanna. Höf- undur Víga-Glúms sögu talar berlega um Freyshof ættmanna Helga magra, sem verið hafi að Hripkelsstöðum, og greinir frá sögnum, er bera Freysdýrkun þeirra hið gleggsta vitni. Vatnsdæluhöfundur getur þess um Ingimund gamla, að hann hafi boriÖ Freyslíkan í pússi sínum og kallar tengdadóttur hans gyðju. Þessar frásagnir koma sízt óvænt. Helgi og Ingi-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.