Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 29

Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 29
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 67 horfna, speglast í frásögnunum um búfaerslur Ingimundar og Helga frá óheillastöðunum. Máttarvöldin höfðu haett að senda landnemunum hina mildu vorvinda. Goðin sjálf höfðu brugðizt dýrkendum sínum. En fyrr en varði birtist aftur handleiðsla þeirra til heilla og farsældar. Snjóléttari jörð sást í suðurátt. Það var fyrirheitna landið. Þegar þangað var komið, fæddu konur landnemanna meybörn, og hin hálfhorföllnu svín döfnuðu brátt og margfölduðu kyn sitt á örskömmum síma. Naumast þarf að taka það fram, hvers vegna fyrrgreindar sagnir eru tengdar við nöfn manna, sem kynjaðir voru af sömu slóðum. Þetta eru tákn- ræn dæmi þess, hvernig marka má menningarviðhorf og trúarlíf heiðinna manna af einkennum arfsagna, sem niðjarnir varðveittu um þá. Auðkenni þau, sem eru samkenni Vatnsdæla- og Eyfirðingakyns, bera í heild sinni frjósemisátrúnaði ættanna vitni. Sólardýrkendur hafa þeir verið. Þorkell krafla, Vatnsdælagoði, er sagður hafa komizt svo að orði um Ingimundar- sonu: ,,Þeir trúðu á þann, er sólina hefur skapað og öllum hlutum ræður“. Nafngiftirnar Sólarfjall og Hólmasól láta í rauninni sama í ljós um sólar- dýrkun Eyfirðinganna. Og fróðlegt er að athuga það, hve traustlega arfsagnir hafa verið bundnar við gróðursældarblettina Eyjarengi í Vatnsdal og akur- inn Vitaðsgjafa í Eyjafirði. Báðir lágu þeir í heimalöndum Ingimundar- og Helga-niðja. Allt ber þetta að sama brunni. Með samkenni þessara ætta í huga mun auðveldara reynast að glöggva sig á svínasögunum og meta hið menningarsögulega gildi þeirra. Það fær ekki dulizt, .að frásagnirnar um svín Torfa í Torfufelli og svínasmölun Þorkels kröflu í Forsæludal eru minjar um dýrkun frjósemisgoða í Vatnsdal og Eyja- firði. Báðar sögur eru sagðar í sömu andrá sem getið er fyrirhugaðra brúð- hlaupsstefna að veturnóttum. Höfundar Valla-Ljóts sögu og Vatnsdæla sögu virðast ekki hafa hugmynd um þau tengsl, sem upprunalega voru á milli svínasagnanna og brúðkaupanna, er halda átti. Að sögn Adams frá Brimum fóru Freysblót fram meðal Svía, er brúðkaup voru haldin. Vafa- laust hefur þá svínum verið fórnað. Þau voru frjósömust allra húsdýra og því tilvalin fórnardýr við slík tækifæri, enda blótdýr Freys og Freyju. Einn- ig má glöggt greina, hvers vegna bæði brúðkaupin voru ákveðin ,,að vetur- nóttum”. Þá átti hvort eð var að halda Freysblót. ..Þorgrímur ætlaði að hafa haustboð að veturnóttum og fagna vetri og blóta Frey“, segir höfundur Gísla sögu um Þorgrím goða Þorsteinsson. Má nú auðsætt verða, hvers vegna Þor- kell krafla fer í svínasmölun og Hreðu-Halli er sendur eftir grís rétt fyrir brúðkaup að veturnóttum. Þá er að minnast nánar þeirra fjögurra svínasagna, er varða fjölkynngis- konurnar og fjalla um hamskipti eða sjónhverfingar. Milli seiðmennsku og slíkra býsna mun bilið naumast hafa verið breitt. Snorri Sturluson kemst svo að orði um Freyju: ,,Hún var blótgyðja, hún kenndi fyrst með Ásum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.