Helgafell - 01.04.1942, Síða 40

Helgafell - 01.04.1942, Síða 40
Guðmundur Gíslason Hagalín: Sagan af SANDA-GERÐI. ,,Hinn 20. f. m. lczt í Suðureyjum fröken Gerður Hannesdóttir frá Söndum í Vallasveit. Fröken Gerður rak veitingahús um tuttugu ára skeið í Eyjum og var góðkunn víðsvegar um land, einkum fyrir það, að fjöldi sjómanna, hing- að og þangað af landinu, sótti veitingahús henn- ar og naut þar bezta beina . . .** Ég las ekki lengra að sinni. Ég var allt í einu kominn til Eyja. Ég labbaði í hægðum mínum eftir götunni, áleiðis til hafnarinnar, leiður yfir því að kom- ast ekki ferða minna fyrr en einhvern tíma seint og um síðir. Ja, það væri nú fallegt — eða hitt þó heldur — ef ég þyrfti að hanga þarna í Eyjum kann- ske á aðra viku. Það lagði á móti mér þef af fersku slori. Já, menn fiskuðu víst ágætlega þessa dagana og voru ekki alveg á þeim buxunum að fara að skjökta á bátunum sínum til Reykjavíkur — eða þó að styttra væri. Það yrði að minnsta kosti dýr ferð . . . Annars hafði víst ekki verið róið í nótt. Það var rysja fram undir morgun, og ... ja, það voru margir bátar þarna í höfninni. En veðrið hafði farið vel með sig í þetta sinn. Nú gat varla heitið, að það blakti hár á höfði. Þetta var ekkert óþokkalegur bær, svona af útgerðarbæ að vera. Það var auðséð, að velmegun hafði aukizt, síð- an ég kom seinast til Eyja. Þessi hús þarna neðan við götuna voru ný, og þau voru snoturleg að frágangi og byggingarlagi. Og við höfnina hafði lagazt mikið. Þar var minna af skúra- görmum en áður — og minna af slori. Það voru risin upp myndarleg aðgerð- arhús, og þrifnaðurinn í umgengni orð- inn meiri . . . Fjandi var hann grimmd- arlegur, þessi stóri hundur, sem kom þarna á móti mér 1 Ætlaði hann að bíta, skömmin á honum ? Ónei, hann sniðgekk mig þá, þegar til kom, og lét sér nægja að gjamma. Ég hafði ekki séð nokkurn mann á götunni, en nú kom einhver fyrir horn- ið á skólanum. Ég nam staðar. Eins og ég var lifandi maðurinn ! Hár maður og grannur, yfirskegg, höfuðið dálítið tinandi, og rillandi pípa milli tann- anna. Silfurbúinn stafur ! . . . Jú, það var ekki að efa. Þetta var Einar Hösk- uldur, skólabróðir minn úr Flensborg . . . Já, hvernig lét ég ? Ég hafði ein- mitt heyrt það og lesið, áður en ég fór

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.