Helgafell - 01.04.1942, Side 44

Helgafell - 01.04.1942, Side 44
80 HELGAFELL um, náttúrlega, og höfðingjum úr Reykjavík eða af Bakkanum, en þó urðu þeir þar að sitja og standa eins og hann vildi. Þegar hann t. d. kom með ullina sína eða féð, þá varð að hætta að vigta eða slátra hjá hinum — og það alveg án tillits til þess, hvað kaupmanninum sjálfum kunni að henta. — Prestinum — heilsaði hann ekki prestinum á Völlum ? Nógu var hann þó ættstór, maðurinn sá. — Honum séra Runólfi i O, ekki held ég frekar en í hann datt, þessa eða hina stundina. Hann spýtti t. d. einu sinni framan í hann, og svo drakk prestur það mikið brennivín hjá hon- um á eftir, að hann lá. En þá þaut nú í prófastinn okkar, þegar hann frétti þetta, og hann vist báðum tak, og þar varð Hannes t.ð lægja seglin .. Svo voru það nú synirnir. Þeir voru allir heima á þeirri tíð, stórir og sterkir og svolamenni, og eitthvað gekk nú stund- um á fyrir þeim, og innan um þetta synti svo húsfreyjan með hægðinni, einstök kona að öllum mannkostum. — En hvað um Gerði ? — Láttu nú ekki eins og þú hafir glóandi torfu undir taglinu. Ég er að kveikja í pípunni. Ég tók þessu með þolinmæði, til þess að gefa ekki tilefni til neinna ræðu- halda um pípuskömmina. — Jú, Gerður. Glæsileg var hún þá. Hún hefur engu bætt við hæðina sína. Hún var þetta há strax og ég sá hana, en vöxturinn ! Og þrátt fyrir stærðina var hún beinlínis fríð, og þá var hún nú kannske svipmikil og hressileg, og þó góðleg. Hún er eins og sextíu hundraða jörð — vel setin og fallega gróin, sagði blessaður prófasturinn einu sinni í góðum og glöðum hóp. — Svona er hún reyndar enn, skaut ég inn í. — Já, hvað sem því líður: Stássleg var hún, hvít og falleg, með undur af gylltu hári, og augun eins og guðs heiðríkja. — Nú, þú hefur bara verið skotinn í henni. — Já, ég var það — barnið, og það þrátt fyrir fordóma hjá fullorðna fólk- inu, því ekki vantaði þá. Gerður mín var sem sé sérstæð að fleira en blóm- anum. — Núhú. — Já, hún var t. d. fyrsti kvenmað- urinn, sem ég sá í karlmannsbuxum við vinnu, og þegar hún fór á hestbak, sem ekki var neitt sjaldgæft, þá var hún í karlmannsbuxum og reið í hnakk, enda tamdi hún hesta og reið inn á afrétt eða ofan í sveitir, þegar henni bauð svo við að horfa. Þú hefð- ir átt að sjá hana á Faxa, hvítum hesti með sifurgrátt fax. Þarna þeyttist hann áfram, með hringaðan makkann og flaksandi faxið — og sýndist varla koma við jörðina. Svo kembdi gult hárið aftur af höfðinu á henni. Já, þú hefðir átt að sjá hana þannig í sól-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.