Helgafell - 01.04.1942, Page 55

Helgafell - 01.04.1942, Page 55
Steinn Steinarr: Undanhald samkvæmt áæílun Ég var móðgaður, bœddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega. Og f?ótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður, sýndist mér stundum von mín í flestu geiga. Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu t alvöru stnð á hendur, án nokkurrar vœgðar. Og styrkur minn liggur allur t undanbaldinu, f)ótt einhverjum sýnist það málstaðnum litið til þœgðar. Og stríð mitt er nútímastrið, en ekki af f>ví taginu, að standa til lengdar i tvisýnum vopnabrýnum. Þið vitið, að jörðin er likt og knöttur í laginu, »g loksins kemst maður aftan að fjandmanni sinum. sjaldnar af virðingarleysi fyrir cungunni eða kunnáttuleysi á lögmálum hennar, en því, að .. ,, sá, er ritar, hefur ekki tam- Málsp-joll * , * , , , . íð ser að hugsa eins skyrt og mennmg. , • v , og honum mætti verða lag- ið. Skipuleg hugsun unir ekki óvönduðu mál- fari, en væri allt það satt, sem skrifað er, mætti einmitt ætla, að þeir rithöfundar okkar, sem sýnzt er um að tjá hugsanir sínar á fslenzku máli, hcfðu bundizt samtökum um að auð- virða þá tungu, scm þeir skrifa á. En er lík- !egt að svo sé? Tungan er rithöfundinum öðr- um fremur það, sem hann á allt sitt undir, hún er framleiðslutæki hans, vopn hans og verja, og er það þá sennilegt að honum sé sér- staklega um það hugað, að tortíma þessu vopni eða skemma það í höndum sér? En séu þeir menn til, scm ætla að hægt sé að varðveita tungu vora og menningu með því að „smyrja hana inn“ eins og hverja aðra múmíu, þá vil ég benda þeim á, að það er til eftir franska rithöfundinn Victor Hugo rúm- lega 100 ára gömul lýsing á því hvernig slík athöfn fer fram. Hún er skrifuð tveim dög- um eftir andlát Talleyrands, og er á þessa lcið: „Svo var það í fyrradag, 17. maí 1838, að þessi maður andaðist. Læknar komu og smurðu líkama hans, en fyrst tóku þeir, að hætti Egypta, innýflin úr kviðarholinu og heil- ann úr hauskúpunni. Síðan var Talleyrand. .. sem nú var orðinn að múmíu. Her'inn ur . , „ .* , , . lokaður mður 1 kistu, sent Talletjrand. ,, ,, *■ , , klædd var að ínnan hvitu sat- íni, og að því búnu hurfu Iæknamir á braut. En heilinn úr prinsinum Talleyrand varð eftir á borðinu, — þessi heili, sem svo margt hafði hugsað, hvatt svo marga til dáða, reist svo margar byggingar, stjórnað tveim byltingum, haft tuttugu konunga að ginningarfíflum og haldið heiminum í skefjum. En þegar þjónn- inn kom inn og sá hvað læknarnir höfðu skil- ið eftir, vissi hann fyrst ekki, hvað hann átti að taka til bragðs, en svo mundi hann allt í einu eftir því, að það var sorpræsi í götunni fyrir utan. Þangað fór hann nú, og smeygði heilanum úr Talleyrand niður um ræsisopið“

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.