Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 9

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 9
HELGAFELL TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL 1. ÁRG. MAÍ 1942 3. HEFTI 17. m a í Um þessar mundir gangast ýms félög og stofnanir hér á landi fyrir fjársöfnun til Norðmanna og fara hér á eftir kaflar úr ávarpi nefndar þeirrar, er fyrir söfnuninni stendur. Mun ávarpið verða birt í heild í dagblöðum landsins á þjóðminningardegi Norðmanna, 17. maí. Vill Helgafell taka undir hin skörulegu ávarpsorð, en vísar að öðru leyti til greinar Stefáns Jóh. Stefánssonar í þessu hefti. „. . . . Fáar þjóðir hafa verið sárar leiknar en Norðmenn. Þeir risu þegar öndverðir gegn innrásinni, en þó að þeir yrðu að lúta í lægra haldi og væru rændir öllum rétti, þá hafa þeir jafnan síðan barizt af karlmannlegri hugprýði gegn miskunnarlausri harðstjórn naz- ista og norskra sporgöngumanna þeirra. Norska ríkið liggur að vísu í valnum um þessar mundir. Konungtir landsins og ríkisstjórn eru landflótta, en norskur landráðamaður fer með völdin, og er þó fáráður, hvenær sem húsbóndi hans yglir brún. En norska þjóðin stendur föstum fótum og horfist í augu við örlögin. Synir hennar hafa margoft sýnt, að þeir virða öll jarðnesk gæði og sitt eigið líf að vettugi, ef heiður og velferð Noregs er í veði. Barátta þeirra hefur ennþá einu sinni sýnt og sannað öllum heimi, að ekki er allt undir höfðatölunni komið, en sá sannleikur hefur oft liðið stórþjóðum heimsins úr minni á hinum síðustu öldum. Smáþjóð hefir oft búið yfir næmari siðferðiskennd, harðari vilja og fjölskrúðugri menningarhugsjónum, heldur en nokkur stórþjóð. Þó að við íslendingar séum umkomulausasta smáþjóð heimsins, þá eigum við þó margt, sem oss er óþarft að láta af hendi við nokkurn einvaldsherra eða nokkurt stórveldi. Til dæmis að taka eigum við bæði sál og samvizku. Þess vegna mun flestum okkar hug- stætt, að nú beri oss skylda til að sýna samhug okkar með þeim, sem eru saklausir þjáðir og troðnir undir járnhæl útlends hervalds. Og þá verða Norðmenn okkur næstir fvrir allra hluta sakir. Þess vegna hafa nokkur sambönd félaga hér í bæ sameinast um að hefj- ast handa um samskot handa Norðmönnum. Er tilætlunin sú, að fjárhæðin, er fslendingar kunna að leggja af mörkum, verði látin koma í hendur Norðmanna að ófriðnum loknum, en að einhverjum hluta hennar verði þó varið til hjálpar nauðstöddum flóttamönnum hér á landi. Sameinumst því allir íslendingar um að sýna Norðmönnum óskipta samúð og veitum þeim þá hjálp, er við megum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.