Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 53

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 53
BÓKMENNTIR 139 fátíðum og fagurlegum hætti: Hann vill fyrst og fremst ,,halda í" þau æðstu sameiginlegu hugsjónaverð- mæti, sannleika, frelsi og réttlæti, sem nú er ógnað af öfugbyltingu nazisma, fasisma og afturhalds um heim allan, fremur en nokkru sinni fyrr. Því að þótt þessar hugsjónir hafi jafnan átt misjöfnu gengi að fagna í lífi þjóða og einstaklinga, hefur þeim ekki verið af- neífað fyrr en nú með fræðilegum rök- stuðningi og samræmdum aðgerðum, eins og þar, sem nazismi og fasismi hafa komizt til valda. En einnig í lýð- ræðislöndum kemur sami andi fram hjá dulbúnum frændöflum og fálmur- um öfugbyltingarstefnunnar. Gagnvart bókmenntum og listum birtist stefna þessi þar með þeim hætti, að reynt er, að dæmi Hitlers, að bendla alla þá rithöfunda og listamenn, sem eru for- mælendur frjálsrar hugsunar, við kommúnisma eða aðrar stefnur í þjóð- málum og listum, sem talið er að ekki eigi vinsældum að fagna hjá meiri hluta kjósenda. Lítið, en nærtækt dæmi má nefna um þetta, þar sem Thomas Mann kemur sjálfur við sögu. í þýddri grein, sem birtist í íslenzku landsmálablaði, eftir amerískan blaða- mann, lítt merkan, er Thomas Mann, ásamt stórskáldum, eins og Theodor Dreiser og Upton Sinclair, talinn með- al þeirra rithöfunda, ,,er láti nota sig" til framdráttar dulbúinni klíku einræð- issinna" (þ. e. kommúnista). Blaða- snápur þessi þykist þess jafnvel um- kominn að fara þeim óvirðingarorðum um þessa og aðra fræga rithöfunda, er hann nefnir í sömu andrá, að þeir séu „hégómagjarnir menn", „auðtrúa sál- ir", „ginningarfífl" og þar fram eftir götunum, og beinir sterkum aðvörunar- orðum til grandvarra borgara um að forðast þvílíka. Þótt ekki séu ýkjamerkir að þessari grein nautarnir, er það mjög svo at- hyglisvert tímanna tákn, að reynt er að bendla rithöfund eins og Thomas Mann við byltingu og landráð fyrir það eitt að hafa haldið í „borgaralega" lífs- skoðun frá þeim tíma, er virðingin fyrir frjálsri hugsun var aðalsmerki hennar. Líka er vert að gefa því gaum, að hinu íslenzka blaði þykir svo mikið til grein- arinnar koma, að það birtir hana eigi aðeins í þýðingu, heldur fylgir henni úr garði með lofsamlegum formála, leggur út af henni í forustugrein og heimfærir efni hennar til dæma úr ís- lenzku lista- og menntalífi, á þann hátt, að bera sumum ágætustu rithöf- undum og menntamönnum vorum á brýn þjónustusemi við þjóðhættulega, erlenda áróðursstarfsemi og skiljast við þá með hótun, ef þeir bæti ekki ráð sitt. Um hvað stendur „lista- mannadeilan" ? I blaðaumræðum þeim, sem fram hafa farið um vantraust íslenzkra lista- manna á formanni Menntamálaráðs, hefur enn að miklu Ieyti verið gengið á bug við það, sem er í raun réttri aðal- tilefni ,,listamannadeilunnar". En það er sú alkunna afstaða formannsins, að telja sér og ráði sínu heimilt að dæma listamenn til umbunar eða refsingar eftir stjórnmálaskoðunum þeirra og segja þeim þannig „óbeint" fyrir verk- um. Formanninum ber sú viðurkenn- ing, að hann er sjaldan myrkur í máli, enda hefur hann túlkað þessa skoðun sína um langt skeið við öll hugsanleg tækifæri fyrir hönd sína og ráðsins, án þess að mótmæli hafi komið fram op- inberlega frá samráðsmönnum hans. Einkum hafa þó yfirlýsingar hans í þessa átt verið ótvíræðar, síðan einn samverkamanna hans reyndi að bera stjórnmálahlutdrægni af ráðinu. FuIIvíst verður að telja, að formaður- inn beiti áhrifum sínum innan ráðsins til þess að koma þar skoðunum sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.